Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 36
36
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIDJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
_Jil viöskiptamanna_
banka og sparisjóóa
Lokun
4. janúar
og afsagnir
víxla
Vegna áramótavinnu verða
afgreiðslur banka og sparisjóða
lokaðar mánudaginn
4. janúar 1982.
Leiðbeiningarumafsagnirvíxlaum
jól og áramót liggja frammi í
afgreiðslum.
Reykjavík, 14. desember 1981
Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa
K'CR’TUM OG
scRveiruM
BORGARBLÖMiÐ
SKIPHOLTÍ 35
SÍMÍ:322I3
S^PSTAKT
LITAVAL 1
StRVCRSLUN
M€Ð
SKRCYTÍNGAR
UNNAR AF ÞySKUM
,-rÆ\ blVmaskrcytíngar -
'V MCÍSTURUM
OPID-IO-21 ALLADAGA
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Svalur og
félagar
eftir Franquin
Út eru komnar hjá Iðunni tvær nýjar
teiknimyndasögur um Sval og félaga.
Það eru tólfta og þrettánda bókin um
þá sem út koma hér á landi. Sú tólfta
nefnist Fanginn i styttunni en hin
þrettánda Z fyrir Zorglúbb. Segir þar
frá viðureign Svals og Vals við geggjað-
an vísindamann sem fundið hefur upp
geisla sem geta fengið annað fólk til að
hlýða honum í einu og öllu. Með hjálp
þessara geisla ætlar hann að koma á fót
heimsveldi og þar verður hann, Zorg-
lúbb, einráður. En hann hefur ekki gert
ráð fyrir Sval, Val, Gormi og vinum
þeirra.
Sögurnar um Sval og Val eru belg-
ískar og höfundur þeirra teiknarinn
Franquin. Jón Gunnarsson þýddi text-
ann. Bækurnar eru gefnar út í sam-
vinnu við a/s Interpresse og prentaðar í
Belgíu.
Hin fjögur
fræknu
IÐUNN hefur gefið út tvær nýjar
teiknimyndasögur um Hin fjögur
fræknu. Þetta eru ellefta og tólfta
bókin i þeim flokki sem út koma á is-
lenzku. Hin fjögur fræknu eru Búffi,
Lastík, Óskar, Doksi og Dína og lenda
þau í margs konar ævintýrum. Nýju
bækurnar heita Hin fjögur fræknu og
sæslangan og Hin fjögur fræknu og
Búkolla. Segir hin síðarnefnda frá
ævintýrum sem sprottin eru af þvi að
heilagri kú er rænt. — Sögurnar eru
Þraztur J. Harhsan
Jfrálanösftinöar
Frálandsvindar
eftir Þröst Karlsson
Letur hefur sent frá sér kilju með
Ijóðum eftir Þröst J. Karlsson. Bókin
heitir „Frálandsvindar”.
Frálandsvindar er önnur ljóðabók
Þrastar, en sú fyrri hét „Uglan”. í
bókinni eru351jóð.
Frálandsvindar er 36 biaðsiður að
stærð.
samdar á frönsku. Teikningarnar gerði
Francois Craenhals, en textann samdi
Georges Chaulet. Jón Gunnarsson
þýddi textann. Bækurnar eru 48
blaðsíður hvor um sig, prentaðar í
Belgíu.
Gösta Berlings
saga
eftir Setanu Lagerlöf
Víkurútgáfan hefur sent frá sér „Gösta
Berlings sögu” eftir Selmu Lagerlöf.
Haraldur Sigurðsson þýddi óbundna
textann, en Jóhannes úr Kötlum þýddi
kvæðin.
Efniviðinn í Gösta Berlings sögu og
raunar flestar bækur sínar sótti Selma i
arfsagnir, minningar og hefðir á æsku-
slóöum sínum í Vermalandi. Með þetta
frásagnarefni fer hún af frumlegri nær-
færni, sem víða jaðrar við ævintýri, og
yfir allri frásögninni er djúp siðferðis-
kennd og trú á mátt og sigur hins góöa i
tilverunni.
Djúp samúð með olnbogabörnum
tilverunnar einkennir frásögnina alla
og um hana leikur dulráðinn hugblær
þjóðsögunnar með átökum góðs og ills
í persónu Gösta Berlings, afsetta
prestsins, og majórsfrúarinnar, sem ill
öfl hafa um sinn að leiksoppi.
Þýðing Haraldar Sigurðssonar kom
fyrst út 1940 og seldist upplagið upp á
skömmum tíma. Þessa nýju útgáfu
prýða 16 litmyndir úr sögunni, gerðar
af Anton Pieck.
Bókin er 480 blaðsíður. Hólar hf.
prentaði.
Þyrnifuglarnir
eftir Colleen McCullough
Þyrnifuglarnir (The Thorn Birds)
hefur orðið metsölubók hvarvetna þar
sem hún hefur komið út. Ritdómarar
hafa allir notað sterk hrósyrði um hana
og' höfund hennar. Ýmsir hafa líkt
henni við hið fræga skáldverk Á hverf-
anda hveli (Gone with the wind), og
Warner Bros er nú að gera kvikmynd
um söguna, sem þeir vona að verði jafn
vinsæl og hin var fyrir 40 árum.
Bókin fjallar um Cleary-fjölskyld-
una, Paddy, fátækan landbúnaðar-
verkamann á Nýja Sjálandi og innflytj-
anda frá írlandi, konu hans, börn og
barnabörn. Sögusviðið flyzt til Ástralíu
og Evrópu. Meggie Cleary, söguhetjan,
er fjögurra ára þegar við kynnumst
henni fyrst, og hún er fulltíöa kona
þegar við hana er skilið í bókarlok.
Reyndar skiljum við aldrei við Meggie,
hún fylgir okkur áfram þó bókinni
■ Ijúki.
Höfundur bókarinnar er Colleen
McCullough, hún er fædd í Ástralíu,
en fluttist ung til Bandaríkjanna. Ein
bók hafði komið út eftir hana þegar
hún byrjaði á Þyrnifuglunum í hjáverk-
um. islenzku þýðinguna gerði bónda-
kona af Barðaströnd, Kolbrún
Friðþjófsdóttir, einnig i hjáverkum.
Bókin er 661 bls., prentuð í ísafoldar-
prentsmiðju og gefin út af forlagi Ísa-
foldar.
Af Jökuldals-
mönnum og
fleirafólki
Hjá Iðunni er komin út bókin Af
Jökuldalsmönnum og fleira fólki, frá
söguþættir eftir Þorkel Björnsson frá
Hnefilsdal. Í bókinni eru margir stuttir
frásöguþættir, minningar, sagnir,
kímnisögur og þjóðsögur, auk bundins
máls. Höfundur bókarinnar, Þorkell
Björnsson, er fæddur árið 1905 og var
um áratugi bóndi í Hnefilsdal. Efni
bókarinnar er með ýmsu sniði, en sögu-
svið bundiðvið Austurland.
Jón Hnefill Aðalsteinsson ritar for-
mála að bókinni. Gerir hann þar í upp
hafi grein fyrir eðli og einkennum þjóð-
Iegs fróðleiks og flokkum þjóð-
efnis. „Minningar (memorat) er það
sem fyrir manninn sjálfan hefur borið,
sagnir eru fróðleiksþættir ýmsir tengdir
veruleikanum, en þjóðsögurnar eru
sögur sem lengi hafa gengið í munn-
legri geymd og yfirleitt hafið sig yfir
stund og stað. . . . Hér birtast allar
þessar sögur og sagnir í þeim búningi
sem Þorkell bjó þeim. Sögurnar hefur
hann heyrt hjá ýmsu eldra fólki og
varðveitt þar til nú að hann kemur
þeim á framfæri. Sagnirnar hefur hann
dregið saman úr ýmsum áttum og
miðlar þeim nú eins og hann veit þær
ítarlegastar og næst raunverulegum
atvikum.”
Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki
er 135 blaðsíður og í henni eru ali-
margar ljósmyndir. Aftast er nafna-
skrá. Oddi prentaði.