Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur synjað Ian Paisley, leiðtoga öfga-
fullra mótmælenda á N-írlandi, um
leyfi til að koma til Bandarikjanna. Þar
ætlaði Paisley að magna upp meðal
írskættaðra Bandarikjamanna fjand-
skap við IRA.
Talsmaður ráðuneytisins sagði
fréttamönnum að vegabréfsáritun
Paisleys hefði verið felld úr gildi, því
vera Paisleys í USA stríddi gegn
opinberum hagsmunum USA.
Paisley ætlaði að heimsækja um 20
borgir seinni hlutann i janúar og tala
máli mótmælenda og skapa andúð
gegn írska lýðveldishernum, baráttu-
samtökum öfgafullra kaþólikka.
Nær fjórðungur þingmanna
fulltrúadeildarinnar hafi fyrr í
mánuðinum skrifað ráðuneytinu og
lagt til aö Paisley yrði synjað um leyfi
til að heimsækja USA. Vöktu þeir
athygli á því að Pasiley hefði verið
vikið af brezka þinginu, hefði sett á
laggirnar einkaher á N-írlandi og
höfðaði í ræðum og riti til haturs og
fordóma.
Tregðaðist skip-
stjórinn við að
þiggja aðstoðina?
rmtt
i n
Hallarmúla 2
Fréttir eru farnar að berast úr
fjöldafangabúðum Póllands, þar sem
hinir handteknu frá síðustu viku eru
hafðir í haldi. Heyrist, að menn séu
þjakaðir af kali og ígerð.
Um leið hafa menn spurnir af
víðtækari mótmælaaðgerðum pólskra
verkamanna gegn herlögunum.
IVa/esa ekki
tíl viðræðu
S Vínarborg, þar sem menn standa í
einna gleggstu fréttasambandi við
Pólland, hafa menn eftir áreiðanlegum
heimildum, að Lech Walesa leiðtogi
Einingar sé yfirvöldunum hinn óþæg-
asti ljár í þúfu. Hefur hann neitað al-
gjörlega að ræða við valdhafana
nokkrasamninga.
Varsjárútvarpið sagði í gærkvöldi,
að Walesa yrði látinn laus, þegar
„Ástandið í Póllandi leyfði”.
Fieiri verkföii
Hinir opinberu fjölmiðlar Póllands
greindu frá því í gærkvöldi, að um 3000
ú Vöruskortur er í flestum borgum
% Póllands og verður fólk að standa í
biðröðum lengi og safna að sér, þegar
færi gefst.
kolanámumenn hefðu tvær stærri
námur á valdi sínu í Sílesíu. — Banda-
ríska leyniþjónustan telur sig hafa vit-
neskju um að minnsta kosti 20 námur í
Sílesíu, sem lamaðar séu af verkföllum.
í Washington halda menn því fram,
eins og í Vín, að mótmælaaðgerðir
verkamanna séu umfangsmeiri, en
hingað til hefur verið haldið. Berast
fréttir af mótmælaaðgerðum í Silesíu,
Gansk, Wroclaw og Radom. — Vitað
er, að hermenn hafa umkringt og
einangrað borgina Radom.
Prestar handteknir
Þá berast fréttir af því, að Iátið hafi
verið til skarar skríða gegn kirkjunni og
prestar verið handteknir. Um leið hefur
verið tekið fyrir útvarp frá
messugjörðum. Jozep Glemp
erkibiskup hefur neitað að setjast til
samningaviðræðna við yfirvöld, nema
Walesa sé þar til staðar um leið. Walesa
hefursett samaskilyrði fyrir sitt leyfi.
Úr fangabúðunum, þar sem hinum
handteknu hefur verið smalað (milli 45
og 60 þúsund manns eftir fréttum að
dæma) berast fréttir af vondri líðan
fanganna. Þeir hafast við úti undir
beru lofti og hafa ekkert skjól, en snjór
er í Póllandi og miklir kuldar. Suma
fangana hefur kalið og jafnvel komið
drep í kalmeinin hjá einhverjum.
Varsjárútvarpið segir hins vegar, að
aðbúnaður í búðunum sé betri en í
fangelsum.
Beita
skriðdrekum
Úr fleiri áttum hafa borizt stað-
festingar á fyrri fréttum um, að á
þriðja hundrað manns hafi látið lífið i
átökum við her eða lögreglu. — Var-
sjárútvarpið heldur sig við dánartöluna
sjö, sem fallið hafi í Katowice siðasta
miðvikudag.
Vestrænir fréttamenn náðu að
smygla fréttum í gær til Washington og
segir þar frá því, að þeir verði víða
varir andspyrnu. Hundruð notaðra
táragashylkja á götum í Gdansk bendi
til þess, og gluggar í Lenínskipasmíða-
stöðinni hafi verið skotnir sundur af
skriðdrekum.
Carrington lávarður, utanríkis-
ráðherra Breta, sagði í gær, að á-
standið i Póllandi hefði versnað mjög.
Paisley fær ekki
að fara til USA
Deilur hafa nú sprottið upp af hinu
tvöfalda sjóslysi út af suðurodda
Bretlands um helgina, þegar sextán
manns drukknuðu. Er því haldið fram
að tregða til að þiggja aðstoð dráttar-
báts fyrr en um seinan sé undirrót
harmleiksins.
Stýrimaður björgunarskips heldur
því fram að komast hefði mátt hjá
slysinu. Hefur einn af þingmönnum
Verkamannafiokksins krafizt
rannsóknar á málinu.
Átta manna áhöfn björgunarbáts og
átta manna áhöfn hins strandaða skips,
Union Star, fórust báðar í ofsaveðri og
haugasjó undan Cornwall-strönd á
laugardagskvöld. UNION Star var tíu
daga gamalt skip á jómfrúarsiglingu
frá skipasmiðastöð sinni í Danmörku
til Dublin. Um borð í skipinu voru
eiginkona skipstjórans og tvær dætur
þeirra á táningaaldri.
Skipstjóri hollenzks dráttarbáts
hefur sagt að skipstjóri Union Star hafi
dregið of lengi að þiggja aðstoð hans.
Þó segist hann efast um að hann hefði
getaö bjargað skipinu þótt hann hefði
komiðfyrr ástaðinn.
Stýrimaður eins af björguinarbátum
slysavarnastöðvarinnar sem sendi
Salomon Browne, björgunarbátinn, til
aðstoðar Union Star, sagði frétta-
mönnum að sennilega hefði mátt
bjarga skipinu ef aðstoð dráttarbátsins
hefði verið þegin strax. Þá hefði
jafnvel ekki komið til þess að senda
hefði þurft björgunarbátinn.
Hollendingurinn segir hins vegar að
brotsjóirnir hafi gengið yfir Union
Star stafnanna á milli og ógerningur
hafi veriö að koma dráttartaug á milli.
Union Star molnaði á klettunum á
meðan björgunarbáturinn náði fjórum
manneskjum af skipinu i fyrstu tilraun.
Þegar báturinn gerði aðra atrennu til
að bjarga hinum, fórst hann einnig.
ill
Vorum að fá stóra sendingu af:
TEIKNIBORÐUM, TEIKNIVÉLUM,
TEIKNIBORÐSTÓLUM, TEIKNISKÁPUM,
TEIKNIBORÐSLÖMPUM,
PENNABAKKAR Á TEIKNIBORÐ.
ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ.
Pólland:
Fangar kalnir í
fangabúðunum
— Hírast úti án nokkurs skjóls í snjó og miklum kuldum