Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Spurningin Hvernig hyggst þú verja gamlaárskvöldinu? SigriAur Sæmundsdóllir: Ja, ég verð að vinna á mínum vinnustað, sjúkrahúsi. Sólveig Magnússon: ao ouu tortalla- lausu mun ég verja kvöldinu heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar. Lárus Einarsson: Ég er í öllu sammála konunni minni hér næsl að ofan. Sigurður Kristjánsson: Eg get nú litið sagi unt það.Ég er bara ekki ennþá far- inn að spekúlera í því. En ætli maður fái sér ekki glas með félögunum eins og venjulega. Hallgrímur Ólason: Ég mun áreiðan- lega dvelja heima hjá mér. Ólafur Pálsson: Það verður nú ósköp hefðbundið. Ætli ég verði ekki bara heimahjámér. Lesendur Lesendur Lesendur Vegna árásarmálsins íÞverholti: Lögregla og sjúkraflutn- ingamenn leituðu (tariega Austurbæingur skrifar: Vegna skrifa blað um árásarmálið í Þverholtinu síðustu daga langar mig að koma að einu, atriði, sem mér finnst ekki hafa verið vikið að í blaðaskrifum um málið. Að öðru leyti hefur manni virzt umfjöllun blaðanna um þetta ítarleg og ná- kvæm. Og auðvitað þarf ekki að taka fram að hvers konar árásir og of- beldisverknaður eru fordæmanlegir. En það atriði, sem ég vildi koma inn á í þessu máli, er framganga lög- reglunnar í því. Þar sem ég er búsettur í námunda við Þverholtið, þykist ég þekkja vel til staðhátta þar. Hér er um fremur stutta götu að ræða sem tiltölulega1 fá hús standa við. Þess vegna er það alveg ofvaxið mínum skilningi og kannski fleiri, hvers vegna lögreglan, sem er vel búin til leitar; búin a.m.k. sterkum vasaljósum og ljós- 'kösturum, gerði ekki gangskör að þvi að fínkemba allt það tiltölulega litla svæði sem Þverholtið nær yfir og leita þar af sér allan grun I skúrum jafnt sem öðru. í minum huga er enginn vafi um það að þá hefði viðkomandi slasaði einstaklingur komizt 3 1/2 klst. fyrr undir læknishendur. Skiptir ekki máli að lögreglan veiti almennilega vernd og þjónustu á þessu sviði ? Þó að margt gott megi um lög- regluna segja og hún geri sjálfsagt margt vel í sínu starfi, vona ég að hún sé ekki hafin yfir réttmæta gagnrýni. Látiðaf leiknum „Úlfur, Úlfur" „Hér er um að ræða eina gróusöguna af mörgum,” sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. „Okkur barst tilkynning um að slasaðan mann væri að finna fyrir neðan Þverholt 18.Farið var á staðinn og leitað vandlega, þrátt fyrir að allt útlit var fyrir að hér væri um enn eitt gabbið að að ræða. Ég vísa því á Þóri Oddsson, vara- rannsóknalögreglustjóra ríkisins, sem hefur umsjón með öllum þáttum rannsóknar í þessu máli. Við hörmum að ekki tókst betur til og vil ég nota þetta tækifæri til þess að brýna enn einu sinni fyrir fólki að veita eins nákvæmar upplýsingar og hægt er þegar það tilkynnir um slys. Ég vil einnig ítreka að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að láta af gabbi gagnvart lögreglú og slökkvi- liði. Manninum, sem sýndi þá á- byrgðartilfinningu að taka mark á sennilega ósannfærandi sögu Hallgrims, vil ég þakka sérstaklega.” Að lokum gat Bjarki þess að dyrnar á skúrnum, sem stúlkan fannst í, sneru að Rauðarárstíg og sæjust ekki frá Þverholtinu. ítarleg leit Hjá Þóri Oddssyni, vara- rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, fékk DV eftirfarandi upplýsingar um leitina í Þverholti og aðdraganda hennar: „Tilkynning barst um að slagsmál hefðu átt sér stað og slasaðan mann væri að finna fyrir utan og neðan Þverholt 18. Þáð er verksmiðjuhús sem stendur fyrir norðan Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. „Slasaði maðurinn” var hvergi sjáanlegur, svo sjúkraflutningamenn og lögreglan hófu leit að honum. Fyrst var leitað vandlega við Þverholt 18 og m.a. barið dyra þar. Síðan var í tvígang ekið eftir Þver- holtinu og leitað við götuna. Þá var ekið norður eftir Rauðarárstig, að húsi nr. 31, og leitað í portinu, því það er á bak við Þverholt 18. Enn var ekið hægt eftir Rauðarárstíg, austur Stórholt og suður Þverholt að húsi nr. 18. ' *r' Jh: y ' '' > - ">,* ■ * f "■ & * Viðvikjandi Þverholtsmálinu má geta þess, að dyrnar á skúmum, sem stúlkan fannst f, snúa að Rauðarárstfg og sjást ekki frá Þverhoiti. Farið var upp á þak á húsnæði sem bílaleigan Falur hafði til þess að fá betri yfirsýn. Allt kom samt fyrir ekki og var um síðir ályktað að „slasaði maðurinn” væri farinn, ef ekki hefði þá verið um gabb að ræða.” Þórir Oddsson sagði síðan að leitin hefði því verið ítarleg og að grunsemdir um hið öndverða hefðu ekki við rök að styðjast. -FG. r r „AIBUÐAREIGANDAIFJOLBYUSHUSI HVÍLA MARGVÍSLEGAR SKYLDUR” — lögf ræðingur Húseigendaf élags Reykjavíkur svarar f y rirspurn Siguröur Helgi Guðjónsson, lög- fræðingur Húseigendafélags Reykja- víkur skrifar: í Dagblaðinu hinn 25. nóvember sl. var fyrirspurn frá Bjarna nokkrum um það, hvort sameigandi hans mætti fylla alla ganga og þvottahús af alls kyns dóti og hvort hann geti fengið því máli kippt í liðinn ef hann gengi í Húseigenda- félag Reykjavíkur. f fyrsta lagi vil ég biðja forláts á því, hversu seint svar þetta berst, en það stafar af því, að ég hef að undan- förnu verið erlendis. Á íbúðareiganda í fjölbýlishúsi hvíla margvíslegar skyldur gagnvart sameigendum hans. Slíkar skyldur byggjast á löggjöfinni um fjölbýlis- hús, húsfélagasamþykktum, húsregl- um og svo almennum hegðunar- reglum. Það er ljóst, að á íbúðareig- anda hvílir skylda til að ganga þrifa- lega um sameign og gæta þess að valda sameigendum sínum ekki óþægindum eða ónæði. Hins vegar er alltaf mikið matsat- riði hvar draga beri mörkin milli leyfilegrar notkunar, þó stundum kunni að stafa af óþægindi eða ónæði, og óleyfilegrar notkunar. Það má jú ekki gieyma því, að því fylgir alltaf eitthvert ónæði að búa í sambýli með öðru fólki. íbúðareig- endum er almennt óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. Menn mega því ekki nota sameiginlega ganga eða þvottahús fyrir geymslu. Það er því ljóst, að sambýlisfólk Bjarna er skv. lýsingu hans brotlegt að þessu leyti. Hverjar afleiðingar geta slik brot haft? Um það segir í 17. gr. fjölbýlis- húsalaganna að gróf eða ítrekuð brot ibúðareiganda geti veitt sameig- endum hans rétt til að krefjast þess að hann flytji úr húsinu. Bjarni spyr hvort hann geti fengið þessu kippt í lag ef hann gangi í Hús- eigendafélagið. Að sjálfsögðu er engu hægt að lofa í því efni, en af- skipti okkar af málum sem þessu hafa oft borið árangur. í þessum efnum verður alltaf að hafa hugfast að sambýli og umgengnishættir hljóta öðru fremur að ráðast af hugarfari manna hvers í annars garð og félagsþroska þeirra. Lagareglur, hversu skýrar og góðar sem þær annars kunna að vera, fá .ekki nema litlu áorkað ef menn eru ófáanlegir til að sýna náunga sínum þá tillitssemi sem nauðsynleg er til að sambýli i fjölbýlishúsi lukkist. Að lokum vil ég hvetja sem flesta húseigendur til að ganga í Húseig- endafélag Reykjavíkur. Með því öðlast þeir rétt til ókeypis lög- fræðilegra leiðbeininga og aðstoðar og margvíslegra upplýsinga hjá félaginu, auk þess sem þeir styrkja aðstöðu sína almennt í baráttunni fyrir hinum margvíslegu hagsmuna- málum húseigenda. Skrifstofa félagsins er að Bergstaðastræti 11A, og er hún opin alla virka daga frá kl. 16.30—18.00. Áf ram Akureyri og Bara-flokkurinn ryiiiimm lilJlinlp R«)ili|n>iiiii Má hann fylla gang og þvottahús af rusli? Bjarni seiidir eftlrfmraadi; Fyrirspurn til Húsdgendaféiagi Reykjavlkur: £g bý i tvibýlishúsi OS eignarhlut- fðU neðri hæðarinnar eru um AOVt af sameigninnj. Sameiginlegt með báðum hæðunum er þvottahús, geymslur og gangar og vandamál mitt Spurningin er.þcaai: Oet fcg fenglð I er þetta: Eigandi ncðri hæðar hússins fyUir þessu kippt f laf, tfét »cng f Húaeig- | cndaftíag Reykjavikur? Að tjálf- I sðgðu hefur verið talað viö föfkið en I sameiginlega ganga og þvottahús af það lætur sem]>að vfti ekki af þvi að I aliskonar dóti, sem hann getur ekki það sé þama að ganga á rétt hlns hús- I kornið annars staöar fyrir f geymslu. dgandans. Lesendabréfið sem birtist í Dagblaðinu 25. nóv. sl. og lögfræðingur Húseigenda- félags Reykjavikur svarar. Þráinn Stefánsson skrifar: Loksins hefur höfuðborg skallapoppsins, Akureyri, eignazt almennilega rokkhljómsveit. Á ég þá við Bara-Flokkinn sem ég jafnframt tel vera langbeztu islenzku hljómsveitina í dag þótt við eigum margargóðar. Ég met einna mest við Bara- Flokkinn hvað hljóðfæraleikurinn er pottþéttur og söngur Ásgeirs frá- bær. Það kom ekki sízt fram á nýlegum tónleikum þeirra með Ego og Hálfsjö. Hálfsjö grúppan er líka frá Akureyri og er mjög efnileg. Það er ánægjulegt til þess að vita að nýbylgjugróskan er farin að fóta sig á Akureyri. Loksins er þá komið að því að sér fyrir endann á einokun Ingimars Eydal og co og ungar og góðar rokkgrúppur blómstra. Ég veit um margar nýjar hljóm- sveitir hér, sem vonandi láta bráðlega til sín taka, þótt enn starfi þær í kyrrþey. Það er tími til þess kominn að sýna fram á að sunnlenzkar grúppur eru ekki einar um að geta spilað rokk. Áfram Akureyri og Bara-Flokkurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.