Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 40
Filmustríð blossar upp: rJAMKEPPHN Bt KOM- flV / ALGJÖRA VTTIEYSU" — segir Gísli Gestsson sem hefur kært Hans Petersen og íhugar kæru á Glöggmynd „Þetta er bæði ósmekklegt og ólöglegt. Ég skil ekki hvernig nokkr- um getur komið til hugar að gera svona nokkuð,” sagði Gísli Gestsson eigandi verzlunarinnar Ljósmynda- vörur, en hann hefur kært verzlun Hans Petersen fyrir samkeppnis- nefnd. Tilefni kærunnar er auglýsing frá verzlun Hans Petersen, sem var birt í blöðunum. Þar býður fyrirtækið 75% afslátt af stækkun litmynda, gegn því að viðskiptavinirnir noti Kodak-filmur, sem fyrirtækið flytur inn. „Fyrirtæki mitt, Ljósmyndavör- ur, hóf innflutning á Fuji-filmum 1974. Við náðum fljótlega fótfestu á markaðinum,” sagði Gísli. „Keppi- nautum okkar finnst greinilega kom- ið nóg og því grípa þeir til ofan- greindra ráða. Þeir segja hreinlega við viðskiptavini sína að kaupi þeir ekki Kodak-filmu, selji þeir þjónustu sína dýrari.” Gísli kvaðst tvímælalaust telja að þarna væri verið að brjóta tilteknar greinar í lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. Því hefði hann kært málið til samkeppnisnefndar i gær- morgun. Áður hefði hann haft sam- band við fyrirtæki Hans Petersen og Auglýsingastofu Kristinar, sem hann- að hefði auglýsinguna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hefðu ekki viljað leysa málið í bróðerni en sagt að hann skyldi bara kæra, hefði hann eitthvað við auglýsinguna að athuga. „Meginmálið er það að þarna er verið að neyða viðskiptavininn til að kaupa ákveðna vörutegund til að eiga kost á tiltekinni þjónustu siðar,” sagði Gísli. Ekki náðist í forsvarsmenn verzl- framköKun þegar fílman erafhent unar Hans Petersen til að fá þeirra álit á málinu. Kæraá Glöggmynd? „Þetta sýnir bezt að samkeppnin er komin út í algera vitleysu. Það er reynt að blekkja viðskiptavininn eins og hægt er,” sagði Gísli Gestsson um jólatilboð Glöggmyndar. Hefur það fyrirtæki ákveðið að gefa fimmtán þúsund litfilmur. Sá böggull fylgir þó skammrifi að við- skiptavinurinn verður að kaupa framköiiunarmiða um leið og hann fær filmuna afhenta. Tilkynning þessa efnis birtist í morgun. „Þetta er forkastanlegur viðskipta- máti,” sagði Gísli, „og ég er að ihuga að kæra þetta til samkeppnisnefnd- ar.” -JSS. MEIRI- HLUTI SAM- ÞYKKTI Meirihluti félagsmanna BSRB hefur samþykkt nýgerðan aðalkjarasamning miili bandalagsins og fjármála- ráðuneytisins. í gær voru talin 7.500 atkvæði á skrifstofu BSRB. 4.859 eða 65% sam- þykku samninginn. 2.565 eða 31% sögðu nei. Auðir seðlar og ógildir voru 276talsins. Þegar talning fór fram höfðu samtals 8.859 atkvæði borizt til skrif- stofu BSRB. Var ákveðið að geyma að telja um 1300 atkvæði þar til allir seðlar hefðu borizt utan af lands- byggðinni, sem verður einhvern næstu daga. -JSS. Talning atkvæða gakk graMUega og Kristjón Thoriacius, formaður BSRB, fylgistmeð störf- um talningafólks, þarsem hann situr upp við vegginn tilhægriá myndinni. (DV-mynd GVA) Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: REYNT 7B. ÞfíAUTAR AÐ Sn/UA VB BLÖNDUMENN „Ríkisstjórnin er staðráðin I að reyna enn til þrautar að ná samkomulagi,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra um stöðuna í Blöndumálinu, þeg- ar rætt var við hann í Morgunvöku út- varpsins I morgun. Hann kvað algera samstöðu í ríkisstjórninni um að Blönduvirkjun yrði næsta stórvirkjun. í samtali DV við Hjörieif Guttorms- son orkuráðherra kvaðst hann senda fjölmiðlum i dag niðurstöður hrepps- nefndanna nyrðra. Síöan væru fyrir- hugaðar könnunarviðræður við þær hreppsnefndir sem hafnað hefðu fyrir- liggjandi drögum að samningi um bæt- ur vegna virkjunarframkvæmda og vildu koma á framfæri athugasemdum og leita upplýsinga um ýmsa þætti þeirra. Þessar viðræður yrðu að líkind- um strax eftir áramót. Hjörleifi voru kynnt ummæli forsæt- isráðherra en hann vildi ekki tjá sig um þau. HERB Fiskveidistefna kynnt: VEWARVERTW BYRJAR SEiNNA Sjávarútvegsráðherra, Steingrbnur Hermannsson, kynnti í morgun á fundi með fulltrúum sjávarútvegsins fiskveiðistefnu næsta árs. Verður hún í aðalatriðum súsama og í ár með minni háttar tilbrigðum. Hámark þorskaflans verður 450 þúsund tonn, samkvæmt tillögum fiskifræðinga. Karfaveiðar verða minnkaðar, skrapdagakerfi fyrir togarana verður rýmkað og loks kemur til greina að færa vetrarvertíð aftur um 2—3 vikur. Ráðherrann sagði í viðtali við DV í morgun, að menn væru orðnir nokkuð sáttir við meginatriði fiskveiði- stefnunnar og mætti í því sambandi vitna til Fiskiþings. Breytingar nú væru einungis í samræmi við þessa stefnu að undanfömu og þá með hliðsjón af fenginni reynslu. Um breytingu á vetrarvertíð kvað ráðherrann ekki liggja fyrir endanlega ákvörðun og þar væri ýmsum cftirsjá I góðri u fsaveiði I j anúar. -HERB. fijálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 22. DES. 1981 ■ Reykvíkingur fékk stærsta vinning hjá Getraunum — kr. 143.685 fyrir að vera með 12 rétta Rögnvald Erlingsson, kunnur hand- knattleiksdómari frá Reykjavik, datt heldur betur í lukkupottinn i síðustu leikviku Getrauna. Rögnvald var með 12 leiki rétta, eftir að búið var að kasta upp teningi um 11 merki af 12. Rögnvald fékk kr. 143.685, sem er stærsti vinningur, sem fengizt hefur i Getraunum. Rögnvaldur fékk vinninginn á hvítan seðil, en þess má geta til gamans, að aðrar raðir á seðlinum voru með 1—4 leikjum réttum. Níu raðir komu fram með 11 rétta og fær hver röð kr. 6.842. Við látum hér fylgja röðina í getraunum, sem varð þessi: 111—XX2 — XX2 — X I 1 -sos. Póstkassar eyðilagðir Rannsóknarlögreglu ríkisins var til- kynnt um innbrot í dagheimilið að Völvufelli 9 í morgun. Lögreglumenn voru enn á staðnum í morgun og því ekki vitað hve miklu var stolið. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Skildinganes í gærkvöldi. Þar hafði verið stolið skartgripum og myndavél. Nokkur brögð hafa verið að því und- anfarið .að póstkassar hafa verið eyðilagir og þá sérstaklega í Breiðholti. Hefur eitthvert magn af jólapósti skemmzt eða týnzt af þessum sökum. -ELA. LOKI Talið er að íbúðir á Settjarnar- nesi stórhækki í verði þegar Nesið verður komið í sam- band við sjón varpssendingar BBC. c ískalt Seven up. T»r hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.