Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. 25 Menning Menning Lipur og læsileg bók um Walesa Samstaða nú. Samtabbók við Lak Waia&a. Eftir Júifu Gattar-Kienk. Þorsteinn Thorarensen þýcidi. Haukur Már Haraldsson ritar eftirmála. Fjöivaútgáfa 1981. Skyndilega brýzt óánægja út. Verkfall. Með örskotshraða breiðist hreyfingin út um allt landið. öll þjóðin sýnir samstöðu. Allar aðgerð- ir eru vel skipulagðar. Reynslan frá því í desember 1970 kemur í góðar þarfir. En ekki síður samvinna verka- manna og menntamanna i KOR- nefndinni, sem vann að því að að- stoða þá, sem ofsóttir voru eftir upp- þotin í júní 1976. Kröfurnar voru ljósar: Frjáls verkalýðsfélög yrðu viðurkennd, afnám ritskoðunar, sannleikurinn verði sagður i fjölmiðl- um, atvinnulýðræði, aukin mannrétt- Bókmenntir Arnór Hannibalsson indi, betri kjör, meira framboð á matvælum. Allur heimurinn fylgdist með verkamönnum í Gdansk. Skyldi þeim takast að fá einhverju af kröf- um sínum framgengt? Þeir biðu dög- um saman. Loks sendi . Valdið mann til samninga. Það lét undan síga og samþykkti nokkrar helztu kröfur. Með því skilyrði þó, að hin nýja verkalýðshreyfing viðurkenndi for- ræði Kommúnistaflokksins. Nýr kafli hófst í þjóðarsögu Pólverja. Það var 31. ágúst 1980. Áður óþekkt- ur rafvirki varð leiðtogi alls vinnandi fólks i Póllandi. Nafn hans er Lech Walesa. í ágúst 1980 var höfundur um- ræddrar bókar stödd í Gdansk og heyrði þá um setuverkfall í Lenín- skipasmíðástöðinni þar í borg. Hún fór að forvitnast ufn verkfallið, og varð það til þess að hún fylgdist með viðburðum næstu vikurnar. Árang- urinn varð þessi bók, en höfuðuppi- staða hennar er viðtöl við Walesa á þeim tíma þegar hann var önnum kafinn við að koma fótunum undir hin nýju verkalýðsfélög. Það er ótrú- leg saga, þegar tekið er tillit til þjóð- félagsaðstæðna í Póllandi, og hefði engan grunað að hún ætti eftir að gerast, þegar verkfallið brauzt út i ágúst ’80. Bókin leggur samt höfuð- áherzlu á að lýsa manninum Walesa, ætt hans og uppruna, persónu hans og starfsstíl. Það er vissulega mjög forvitnilegt að kynnast þessum manni, sem vann það afrek að sam- eina allt vinnandi fólk í landi sínu undir merkjum Samstöðu. Allt þetta fólk var óvant lýðræðislegum vinnu- brögðum og kunni lítt til starfa í frjálsum félögum. Jafnframt þessu var efnahagur landsins kominn alger- lega í rúst og óánægja verkamanna brauzt út hvarvetna um landið í kröfugöngum og verkföllum. Allan þennan feikna kraft þurfti að virkja og halda í böndunum. Stjórnvöld voru óvön því að þurfa að semja við frjáls verkalýðsfélög og Samstaða varð að gera það sem hægt var til þess að halda uppi samstarfi við stjórnvöldin. Allt þetta varð sífellt erftðara eftir því sem seig á ógæfu- hliðina í efnahagsmálum og eftir því sem flokkurinn og ríkisstjórnin urðu vanmáttugri að ráða við ástandið. Verkafólk sneri sér.því til sinna eigin samtaka með kröfur um, að þau gerðu eitthvað til þess að bæta úr. En Samstaða hélt fast við það, að hún væri verkalýðsfélag en ekki stjórn- málaflokkur. Samt fékk hún sífellt á sig þær ásakanir frá Flokknum, að hún væri að seilast til valda, grafa undan stjórnarfarinu og gera Flokkn- um ókleift að stjórna. Frá þessu er ekki sagt í umræddri bók. Hún er takmörkuð við síðasta ársfjórðung 1980 og við persónu Walesas sjálfs. Hún skýrir ekki frá víðara samhengi viðburðanna nema að takmörkuðu leyti. Það væri því ástæða til að láta í ljós þá ósk, að Fjölvaútgáfan gæfi út aðra bók, sem segði sögu síðasta áratugar í Pól- landi. Með því er ég ekki að draga úr mikilvægi þess að Lech Walesa sé kynntur fyrir íslendingum. í ljósi síð- ustu viðburða er ljóst, að starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga í Póllandi er lokið eftir 16 mánaða starf. Forystu- mennirnir sitja í fangelsum, og þótt fréttir hermi að Walesa sé frjáls mað- úr er óvíst um framtíð hans eða starf- semi hinnar frjálsu verkalýðshreyf- ingar. Herstjórnin sem tók völdin í Póllandi þann 13. des. 1981 hefur sjálfsagt krafizt þess af honum, að hann lýsti yfir stuðningi við her- stjórnina og skoraði á verkamenn að forðast verkföll og mótmælaað- gerðir. Engin slík yfirlýsing hefur borizt frá Walesa, og herma fréttir ýmist að hann sitji í stofufangelsi skammt frá Varsjá eða þá að hann sé að semja við fulltrúa herstjórnarinn- ar. Þótt það tímabil sem Walesa stýrði Samstöðu væri stutt, á það eft- ir að hafa v^ranleg áhrif á líf og framtíð Pólverja. Þýðing bókarinnar er lipur og læsi- leg. Ekki kann ég við þann rugling sem er á stafsetningu pólskra nafna. Annaðhvort var að prenta þau með pólskri stafsetningu eða þá með ís lenzkri stafsetningu samkvæmt fram- burði. En það er smáatriði. Aðal- atriðið er það, að hér er komin út bók, sem allir ættu að lesa sem áhuga hafa á að kynna sér málefni Póiverja. Arnór Hannibalsson EKKI KAUPA FILMU Því okkur langar að gefa þér litfilmu í jólagjöf Komdu strax í dag og fáðu LITFILMU IJÓLAGJÖF fyrir hátíðarmyndirnar þínar GLÖGGMYND er „stór myttd”, sem kostar ekkert meira en þessar venjulegu litlu hjá keppinautum okkar. En að sjálfsögðu getur þú einnig fengið hjá okkur litlar myndir viljir þú það heldur. GLÖGGMYND framkallar allar filmur fljótt og vel og til kynningar á Glöggmyndum bjóðum við öllum þeim sem vilja góðar, skýrar og fallegar jólamyndir að koma í einhverja af afgreiðslum okkar í dag og nœstu daga og fá þar litfilmu íjólagjöf og kaupa framköllunarmiða um leið. Hafnarstrœti 17, Suðurtandsbraut 20, Auðbrekku 44—46 (hjá Magasín) Opið Þorláksmessu til kl. 23.00. Ath. Jólaffiima er hluti af jólatilboöi. Framköllunarverö er laagra en venjulega. HEIMIUSDEKI BARNAFÖT HÚSGÖGN MATVÖRUR Vörumarkaöurinnhf. ÁRMÚI_A1a BJARNIO JÓNSSON AUGL TEIKNISTOFAi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.