Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 5
AUGLÝSING
ÞRIÐJUDAGUR 22.12.1981.
Hvað skal gefa íjólagjafir?
Gjafasett
Gjafasettin með Beatles, John Lennon
og Rolling Stones hafa gengið vel þrátt
fyrir það að hér er um mikla fjárfestingu
að ræða, 7 til 15 plötur.
Vegna vinsælda þessara gjafasetta hefur
Fálkinn aukið á úrvalið meö nýjum
gjafasettum frá EMI. Fyrstur er Cliff
■Richard með sex plötur í kassa sem heit-
ir „THE CLIFF RICHARD STORY", og
koma Shadows einnig mikið við sögu á
plötunni. „THE CAPITOL YEARS”
heitir gjafasett frá BEACH BOYS og
eru öll lög þeirra sem þeir tóku upp fyrir
Capitol á sex plötum, en að auki er ein
plata „The Brian Wilson Productions”
með lögum sem Brian Wilson vann að
fyrir fyrirtækið á sínum tíma.
Þriðji kassinn heitir „THE SHADOWS
COLLECTION” í Shadows kassanum
eru líka sex plötur og er lögunum skipt
niður í sex flokka.
Og eitthvað fyrir jazzunnandann. 6
plötur í einum kassa með 96 af meistara-
verkum DJANGO REINHARDT.
„THE GENIUS OF DJANGO” heitir
hún.
„THE E. P.: COLLECTipN” heitir nýr,
kassi tneð fjögurra laga plötum Beatles.í
þessum kassa eru 12 fjögurra laga plötur
sem komu út á toppárum BEATLES,
auk „MAGICAL MYSTERY TOUR”,
(tvær þrig^ja laga plötur) og ein bónus
EP plata með stereoútgáfum sem ekki
hafa fengist fyrr.
Fáanleg gjafasett: Verð kr.
„THE GENIUS OF DJANGO”
Verðkr. 990'
„THE CLIFF RICHARD STORY”
Verð kr. 990
„THE SHADOWS COLLECTION”
Verð kr. 990
„THE CAPTOL YEARS”
BeachBoys Verðkr. 1.155
„THE ROLLING STONES STORY”
(væntanleg 1 janúar) Verð kr. 1.790
„THE E. P. Collection,,
Beatles Verð kr. 790
„THE BEATLES COLLECTION”
Veðkr. 2.160
(væntanleg í janúar) Verðkr. 2.160
„JOHN LENNON”
Verðkr. 1.320
Klassíkin:
Fiðlukonsert í flutningi
Itzak Perlman komúm ioksins
Hinn frábæri fiðlusnillingur
Itzak Perlman hefur fengið
margar og miklar viðurkenn-
ingar fyrir plötu sína „Violin
Concerto” sem er nú loksins
komin. Einnig eru „Árstíðir”
Vivaldis vinsælar, en þetta eru
bara tveir titlar af hátt í þrjú
þúsund í klassíkinni í Fálkanum.
ITZHAK PLRLMAN
CARLO MARIA GIULINL,
BEETHOVEN VIOLIN CONCERTO
PimHkRMOMA OHOllSljU
Jólaplötur:
„Við jólatréð”
vinsælust
jólaplatna
„Við jólatréð” er langvinsælust jóla-
platna í ár en á þeirr plötu syngja
Hurðaskellir, Stúfur, Björgvin Hall-
dórsson, Páll Hjálmtýsson, Helga
Möller og barnakór ný og gömul jóla-
lög, þar á meðal vinsælu syrpuna með
„Göngum við í kringum” og fleirum.
Af erlendum jólaplötum eru það helst
Anne Murray og Kenny Rogers sem eru
bæði með nýjar plötur, en allar gömul
jólaplöturnar eru einnig vinsælar enn.
íslenzkar plötur:
„Himinn og jörð” í fararbroddi
Plata Gunnars Þórðarsonar „Himinn og
jörð” hefur nú þegar selst i yfir sjö
þúsund eintökum, og þar af leiðandi
söluhæsta platan þetta árið. Það er ekki
furða því langt er síðan jafn heilsteypt
og vönduð poppplata hefur komið út
hérlendis.
„Endurminningar
úróperum”
Hefur einnig hlotið verðskuldaðar og
góðar viðtökur jafnt meðal gagnrýnenda
sem plötukaupenda. Er ánægjulegt til
þess að vita að hægt er að vinna slíkt
starf sem þetta með svo góðum árangri.
„Bessi Bjamason
segirsögurog
syngur fyrir tíömin"
Er orðin mjög vinsæl barnaplata, enda
bregst Bessa aldrei að skemmta þeim
yngstu. „EINS OG ÞÚ ERT” plata
Björgvins Halldórsson og Kristjáns frá
Djúpalæk hefur einnig fengið góðar
viðtökur, en í Mbl. hafði Árni Johtisen
m.a. þetta um plötuna að segja:
„aðgengilegasta platan sem er á
markaðnum nú fyrir alla fjölskylduna”.
„BachíSkálholti”
Með þeim Manuelu Wiesler og Helgu
Ingólfsdóttur hefur einnig fertgið góðar
viðtökur, enda frábær plata þar sem
hver nóta skilast vel. Egill Friðleifsson
hafði þetta um plötuna að segja í Mbl.
fyrir skömmu: „Leikur þeirra Manuelu
og Helgu á þessari plötu stendur fylli-
lega undir því lofi, sem á þær hefur verið
hlaðið”.
Fálkinn hefur ekki gefið margar litlar
plötur út þetta árið, en ein þeirra er fjög-
urra laga plata FRÆBBBLANNA,
„BJÓR”, sem náði sæmilega góðum vin-
sældum í haust og stendur enn fyrir
sínu.
Erlendarplötur
Fálkinn er ekki aðeins með vinsælustu
íslensku plöturnar I ár, heldur líka sölu-
hasstu erlendu plötuna líka, „QUEEN
GREATEST HITS”. Aðrar plötur sem
Fálkinn hefur látið pressa hérlendis á
árinu er t.d. „A COLLECTION OF
GREAT DANCE SONGS”, safnplata
frá PINK FLOYD, sem hefur fengið
ágætar viðtökur. Einnig má nefna
„TATTOO YOU” frá ROLLING
STONES, „DURAN DURAN”,
„SHARE YOUR LOVE” frá KENNY
ROGERS og „TAXI”. Annars er úrval
erlendra platna mjög fjölbreytt í dag og
'eitthvað við allra hæfi. Meðal platna
sem hafa verið teknar upp síðustu daga
eru nýju plöturnar frá ABBA og
OLIVIU NEWTON JOHN, KINKS,
JOY DIVISION, og STRAY CATS.
FÁLKIN N r ■ ■
,1 oc œ m HU0MPL0TUR
mið.23.12. 9 23
LAUGAVEGI 24 SÍM118670 SUÐURLAIMDSBRAUT 8 SÍMI 84670 3 S2 fim. 24.12 9 -12 1 ° ÚTGÁFA - SALA - DREIFING
AUSTURVERI SÍMI 33360 o