Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLADIÐ& VlSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 47. og 51. tölublaði Lögbirtingablaösins 1981 á eigninni Miðvangur 41, íb. 209, Hafnarfiröi, þingl. eign Þörs Mýrdal, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Guöjóns Steingrímsson- ar hrl., og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 7. janúar 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á eigninni Túngötu 8, Bessastaðahreppi, þingl. eign Ár- sæls B. Ellertssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 7. janúar 1982 kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Norðurbraut 19, jaröhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Bjarna Ingvarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. janúar 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Drangagata 1, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Ingvasonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Guðjóns Steingrímssonar hrl., á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. janúar 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108., 1979,1. og 5. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Álfaskeið 44, kjallari, Hafnarfirði, þingl. eign Katrínar Valcntín- usdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs, Veðdeildar Lands- banka íslands og Guðjóns Steingrímssonar hrl., á eigninni sjálfri miðviku- daginn 6. janúar 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 44., 47. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Bjargartangi 14, Mosfellshreppi, þingl. eign Stefáns Pálssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 7. janúar 1982 kl. 15.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra um skilafrest launa- skýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtal- inna gagna sem skila ber á árinu 1982 vegna greiðslna á árinu 198 í, veriðákveðinn sem hér segir: I. Til og með 20. janúar: 1. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Stofnsjóðsmiöar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. II. Til og með 25. janúar: Launaframtal ásamt launamiðum. (Athygli skal vakin á því að á launamiðum ber nú að tilgreina þær tegundir greiðslna sem um getur í 2.-4. tl. A-liöar 7. gr. ncfndra laga, sbr. reiti 19 og 29 á launamiðum.) III. Til og með 20. febrúar: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. IV. Til og með síðasta skiladegi skattframtala, sbr. 1,—4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu 'eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæöi til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á full- nægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum.) Beykjavík 1. janúar 1982 Ríkisskattstjóri Menning Menning Menning Bók sem gotter aðvita af innan seilingar Hákon Guðmundsson: Stnrfíð er margt Rœður og rftgerðlr. Lnndvernd gnf út 1981. Hákon Guðmundsson, yfirborgar- dómari, hæstaréttarritari og félags- málafrömuður, var mikill öndvegis- maður og einn þeirra sem gera mátti af marga menn — og varð það í raun á æviferðinni. Hann var lögfróður vel, dómari ágætur, mannasættir svo að af bar, giftumikill félagsmálamað- ur, unnandi íslenskrar náttúru, hug- sjónamaður í skógrækt og land- græðslu og hneigður til skáldskapar. Þó munu þeir menn ekki allir taldir sem í honum bjuggu. Hann var mikill jafnvægismaður og gerhugull. Hann kunni þá list að lyfta ræðum sínum með skáldskap og hugsýn en halda sig þó vel við jörðina. Smekkvísi hans við að nota skáldskaparorð í ræðum var afar næm, og margt vísuorðið varð honum og áheyrendum hans að sjónauka. Hann lést 1980 og var þá formaður Landverndar en hafði áður verið formaður Skógræktarfélags ís- lands lengi. Þorleifur Einarsson jarðfr. segir í formálsorðum að komið hafi í ljós eftir lát Hákonar að hann átti í fófum sínum nokkurt safn handrita að ræðum og erindum og margt greina hafði birst í blöðum og tímaritum. Landvernd þótti við hæfi að gefa út nokkurt sýnishorn þessa efnis eftir fyrsta formann sinn og því er bókin Starfið er margt komin út og nafnið gæti varla hæft betur. Þorleifur segir ennfremur að stjórn Landverndar hafi fengið Stefán Má Stefánsson prófessor til þess að velja lögfræði- legt efni úr fórum Hákonar, en Hákon Bjarnason, fyrrverandi skóg- ræktarstjóri og lengi nákominn vinur og samherji nafna síns í skógarmál- um valdi annað efni bókarinnar með aðstoð Ingu Huldar dóttur höfundar. Ýmsir aðrir nákomnir lögðu hönd að gerð bókarinnar svo og Haukur Haf- mynda voru útvarpsþættir hans um hæstaréttarmál, er hann var hæsta- réttarritari, mjög rómaðir og til þess tekið hve haglega hann kom kjarna dóma og málflutnings í stuttar frá- sagnir. En þarna er líka alllöng lög- fræðileg ritgerð um Félagsdóm en formaður hans var Hákon hálfan fjórða áratug og þótti ýmsum sem hann væri öðrum betur til þess fall- inn. í bókarlok eru svo fjögur erindi sem hann flutti í sjónvarpsþættinum Að kvöldi dags árið 1976. Það voru frábærar hugvekjur og skáru sig um margt frá öðru efni sem þar var flutt og á öðrum og persónulegri nótum. Þar beitt hann fegurð máls og hugs- unar til þess að ná til áheyrenda en stiklaði ekki á bibliusteinum. Ræður og ritgerðir Hákonar Guðmundssonar geyma marga fagra hugsun og haldbæra leiðsögn. Ég held að það gæti orðið mörgum heillaráð að blaða í henni þegar eitt- hvað vefst fyrir þeim. Það er alls ekki ólíklegt að þar fyndist þá eitthvað sem greiddi úr skýjum. Ég hugsa gott til þess að hafa hana við höndina ef mér liggur lítið á. Andrés Kristjánsson. stað framkvæmdastjóri Landvernd- ar. Hákon Bjarnason ritaði síðan upphafsgrein um ævi og störf nafna síns. Bókin skiptist i fimm efniskafla að öðru leyti. Fyrst eru greinar, ræður og erindi um skógrækt og landvernd, og er þar að finna mörg tímabær hvatningarorð um þessi hugsjónamál höfundar. í ræðum sínum um þau var hann ætíð einlægur og fundvís á rök sem náðu eyrum manna og kveiktu áhuga. Næsti kafli, Leikið á léttari strengi, ber því gott vitni hve tær og græskulaus gamansemi átti ríkan þátt í ræðumennsku hans þegar við átti. Fáa ræðumenn þekkti ég sem kunnu betur að slá á rétta strengi við hæfi dags og tilefnis. Háttvísi og næmleiki höfðu þar öruggt taum- hald. Þriðji hluti bókarinnar er lög- fræðileg erindi, aðallega útvarps- erindi sem hann flutti mörg. Til að Andrés Kristjánsson Bókmenntir Bjartur kyndill alþýö- legrar frásagnariistar Ófína Jónesdóttir: Ef hétt Ut i straumnið Héraðs- vatna. Minningar, þœttir og brot Iðunn 1981. Ólína Jónasdóttir, systir þeirra skólamannanna og frásögusnilling- anna Hallgrims Jónassonar og Frí- manns Jónassonar, er löngu kunn fyrir hagmælsku sína og frásagnar- list. Þetta varð lýðum ljóst er kver hennar Ég vitja þin æska kom út hjá bókaútgáfunni Norðra 1946, og var þó naumast nema um sýnishorn af minningum hennar og kveðskap að ræða. Kverið vakti óskipta athygli allra þeirra sem kunnu að njóta al- þýðlegrar frásagnarlistar. vóðra iausavísna og fagurs málfars runmð at aldagamalli rót gullaldarbók- mennta sem þjálfað hafa tungutak bændafólks í þúsund ár. Broddi Jó- hannesson bjó þetta kver nábýlis- konu sinnar að norðan úr hlaði og ritaði greinargóðan formála til kynn- ingar á höfundinum. Veigamestir lausamálskaflar í gamla kverinu voru heimilislýsingar frá Kúskerpi og Laxamýri, einkum trú og heimspeki Kristrúnar gömlu í Kúskerpi og mannlífsbragur þar. Kverið frá 1946 er löngu upp urið og margir hafa um það spurt síðan. Broddi hefur stundum lesið brot úr þessum minningum í útvarp og það hefur minnt menn á, hve merkilegar þessar minningar Ólínu eru. Nú hefur Iðunn gefið út með myndarlegum hætti laust mál og nokkuð af lausa- visum bókarinnar Ég vitja þin æska og bætt við verulegum skerfi minn- inga og þátta, sem Ólína átti óbirtar eða ritaði eftir útgáfuna 1946, meðal annars dagbækur. Þeir Broddi og Frímann skólastjóri, bróðir Ólínu, hafa búið þetta nýja rit eftir Ólínu úr garði og augsjáanlega farið um það alúðarhöndum enda öðrum betur til (þess trúandi. Bókinni hefur verið gef- ið heitið: Ef hátt lét I straumnið Hér- aðsvatna. Nýja efnið í bókinni er hartnær helmingur. Ólína ritaði bernsku- og æsku- minningar sinar í sjálfst. og mislöng- um þáttum en ekki samfelldri frá- sögn. Hún hafði að mestu gengið frá viðbótarhandritinu áður en hún lést. Þar jók hún töluvert við Kúskerpis- bálkinn og Laxamýrarþáttinn og hef- ur það verið fellt að fyrri þáttunum. En einnig bætti hún við töluverðu öðru efni svo sem frásögnum frá Fremri-Kotum og nábýlisfólki á fyrri tið, svo sem ýmsum atvikum úr dag- legu lífi og af kynlegum fyrirburðum. Síðast eru þarna nokkrar dýrasögur, þáttur um dauða föður hennar og sýnishorn úr dagbók hennar. Eitt- hvað af þessu viðbótarefni mun áður hafa birst í héraðsriti Skagfirðinga. Þeir Broddi og Frímann gera grein fyrir útgáfunni í stuttum formála, og meginhluti formála þess sem Broddi lét fylgja kverinu frá 1946 birtist þarna einnig enda er þess nauðsyn. Þessum minningum Ólínu lýkur við lát manns hennar 1910 eftir mjög skamma sambúð. Lýsingar á heimilisháttum og fólki á Kúskerpi og Laxamýri eru mann- lifsmyndir sem seint munu fyrnast, svo skýrar eru þær og heimildamiklar þó ólíkir heimar séu. Þættirnir sem kenndir eru við Fremri-Kot hafa meira mannlýsingagildi. Má þar nefna sem dæmi um það frásagnir af Steingrími á Silfrastöðum, Brynjólfi á Minna-Núpi, Símoni Dalaskáldi og Guðmundi dúllara. Ýmsir þættir i bókinni eru með dulrænu ívafi og vá- boðum. Nafnaskrá fylgir ritinu sem er nær 200 blaðsíður og mun sjóður Ólínu þó ekki vera þurrausinn í það. Að minnsta kosti er þar minnst af kveð- skap hennar að finna. Minningar Ólínu Jónasdóttur og lífslýsingar munu ætíð verða taldar mikillar gerðar, góðar frásagnarbókmenntir og skilrík leiðsögn um liðna lífsdaga þjóðarinnar. Því er þessi stóraukna endurútgáfa i svo vandaðri gerð mikilla og góðra gjalda verð. Þetta er bók sem áhugafólk um liðna tíð og lífskjör aldamótakynslóðanna má ekki láta vanta í bókaskáp sinn. Ólína Jónasdóttir var frábær fulltrúi hins besta í alþýðlegri frásagnarlist hér á landi og bar með reisn þann kyndil í allri hógværð og látleysi. Andrés Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.