Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 32
*> c Iskalt Seven up. hressir betur. Bandaríkjamarkaður: Bylting i lag- metissölu —stórfyrirtækið Atlanta Co. tekur að sér söluna Nú er verið að ganga frá samning- um Sölustofnunar lagmetis og stór- fyrirtækisins Atlanta Co. í Banda- ríkjunum um að það fyrirtæki taki að sér sölu íslenzks lagmetis um gjörvöll Bandarikin, jöfnum höndum undir merkjum beggja fyrirtækjanna. At- lanta er eitt stærsta fyrirtækið i mat- vælainnflutningi á Bandaríkjamark- aðnum. Sala íslenzks lagmetis á þessum markaði hefur undanfarin ár verið í höndum dótturfyrirtækis Sölustofn- unar lagmetis, Iceland Water Indus- tries, en það verður nú lagt niður. Ennfremur hefur norska fyrirtækið Bjelland selt töluvert af íslenzku lag- meti, einkum reyktum síldarflökum, undir eigin merki í Bandaríkjunum, og mun svo verða áfram. En aðalsal- an færist nú frá þessu litla dóttur- fyrirtæki með 2—3 starfsmenn, til stórfyrirtækis með þúsundir starfs- manna og dreifingarkerfi um öli Bandaríkin. Meðal þekktra merkja Atlanta er Celebrity og undir því merki er meðal annars selt geysimikið af dönsku svínakjöti í Bandarikjunum. Þetta merki verður nú á hluta af íslenzka lagmetinu, auk fleiri vörumerkja Atlanta og merkis Sölustofnunar. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að umbúðagerð vegna þessara breytinga og eru allar umbúðirnar tölvumerktar. Að sögn Heimis Hannessonar, framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis, er nú einnig búið að semja við sænskt markaðsfyrirtæki um söluátak þar. Og Ioks er á döfinni sameiginleg kynningarherferð Flug- leiða hf. og ýmissa útflytjenda á Spáni i byrjun ársins. Þar verða út- flytjendur með sölusýningar, bæði í Madrid og Barcelona. -HERB. frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 4. JAN. 1982. Selfoss: Þjófarnir sátu við drykkju og átu harðfisk Brotizt var inn í fiskverkunarhús Bóasar Emilssonar, Gagnheiði 9 á Sel- fossi, á nýársnótt. Stolið var tveimur harðfiskkössum en i hvorum voru 50 hundrað gramma harðfiskpokar. Auðséð var á öllu að setið hafði verið við drykkju góðra vína um leið og hinn gómsæti harðfiskur var etinn á skrif- stofu fiskverkunarhússins. Sennilegt er og að siminn hafi verið óspart notaður. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. Bóas heldur að þjóf- arnir hafi farið inn um lyftuop i hús- inu. Ekkert var skemmt og umgengni þokkaleg. Hins vegar var um þúsund krónum í skiptimynt stolið. Peningarn- ir voru i ólæstum kassa á skrifborði skrifstofunnar. Greinilegt er að þjófarnir eru góðu vanir, því fyrsta flokks harðfiskur bráðnar uppi í mönnum með góðu víni. -Regína, Selfossi. ,a0 vor enS,n smarœoissveifla hjú Ingva Hrafnt sjónvarpsfréttamanm á nýársfagnaði valins hóps á Naustinu. Gömlu og góðu Presleylögin eru þvlllkt stuð að menn enda á bakinu I túlkun þeirra. Að baki fréttamannsins ber Laddi húðirnar og Gunni Þórðarfer mjúkum höndum um gltarinn. jy V-mynd G VA. Nauðgunartilraun í miðbænum í gærmorgun: Ætlaði að draga stúlkuna með sér inn f húsasund Ung stúlka slapp naumlega úr klóm árásarmanns er réðst að henni 'þar sem hún var á leið til vinnu sinnar í miðbænum í gærmorgun. Hún stoppaði til að skoða í búðar- glugga á leiðinni en þá vatt maður sér að henni og reyndi að draga hana með sér inn í næsta húsasund. Stúlkan streittist á móti og komst árásarmaðurinn ekki með hana nema að sundinu. Þar gafst hann upp og lagði á flótta. Stúlkan kærði árásina til lögregl- unnar og gat gefið svo góða lýsingu á árásarmanninum að hann náðist skömmu siðar. Mun lögreglan hafa kannazt við kauða af lýsingu hennar og vissi hvar ætti að ná í hann. -klp- „Þingrofs- tillagan erorðin ónýt” — segir stjómar- þingmaður í viðtali viðDV „Þingrofstillagan er orðin ónýt að mínu mati, eftir að búið er aö segja frá henni. Við teljum að hún hefði getað reynzt góð, ef þingrof og boðun nýrra kosninga hefði getað komið á óvart, án teljandi umræðu fyrirfram,” sagði stjórnarþing- maður í viðtali við DV í gær. Fleiri forystumenn í stjórnarliðinu hafa I viðtölum við DV látið svipaðar skoðanir í Ijós, eftir að DV skýrði frá þessum hugmyndum síðastliðinn miðvikudag. Þessar hugmyndir fóru mjög leynt. Þær nutu einkum stuðnings sumra al- þýðubandalagsmanna og höfðu verið ræddar í þröngum hópi. Forystu- menn stjórnariiðsins hafa ekki viljað kannast við hugmyndimar á opin- berum vettvangi nema þannig að nafna þeirra yrði ekki getið. Eins og DV skýrði frá vakti fyrir talsmönnum hugmyndanna að stjórnarliðiö reyndi í kosningum að tryggja sér áframhaldandi umboð. Eftir kosningar yrði auðveldara en nú er aö ná samkomulagi um ákveönar almennar efnahagsaðgerðir. Eins og fram kom í frétt DV á mið- vikudag lýsti Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra því yfir að hann yrði ekki í framboði utan Sjálfstæðis- flokksins. Með því hafnaði Friðjón mikilvægum þætti i þessum hug- myndum þar sem þær gerðu ráð fyrir sérframboöum stjórnarsinna í Sjálf- stæöisflokknum. -HH. Fá Sóknarkonurá Grund enga uppbót? Bíð eftir bænum — segir Gísli á Grund „Þetta er ekki rétt að við viljum ekki borga. Við bíðum bara eftir því hvað bærinn gerir. Ef ríkið og Reykjavíkurborg borga þá borgum við líka. Við höfum ekki neitað þess- ari greiðslu,” sagði Gísli Sigurbjörns- son, forstjóri Elliheimilisins Grund- ar, um hina svokölluðu desember- uppbót. í viðbótarsamningum ríkisins og Starfsmannafélagsins Sóknar var samið um 1.825 kr. desember- uppbót. Sóknarkonur á Grund eru óhressar með að elliheimilið skuli ekki hafa greitt þessa uppbót. Að sögn Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur er Grund eini viðsemjandi Sóknar sem ekki hefursamþykkt uppbótina. -KMU Fárviðri á Spáni ogPortúgal: Veðrið skemmdi þóekkijólahá- tíð íslendinganna Mikið óveður hefur geisað á Spáni og Portúgal undsnfarna daga og það valdið gífurlegu tjóni. Fjöldi manns hefur látizt af völdum óveðursins og margir slasazt. Veðrið var verst í Portúga! og á norður-hluta Spánar en náði ekki til suðurstrandárinnar þar sem fjöl- margir íslendingar dvelja um þessar mundir. Gréta María Pálmadóttir, farar- stjóri hjá Útsýn, sem var með stóran hóp af eldri borgurum á sólarströnd Spánar, sagði aö þau hefðu ekkert haft af þessu veðri að segja, er við náðum tali af henni í Torremolinos í gær. ,,Það rigndi svolítið hressilega hjá okkur í eina fimm daga og annað var það ekki,” sagði hún. „Það skyggði ekkert á jóla- eða áramótagleðina hjá okkur ísiendingunum hér og allir eru í sólskinsskapi enda sktn sólin hér nú aftur,” sagði Gréta María. -klp- Dregiðíjólaget- raun DV7. janúar Sldlafrestur í jólagetraun Dagblaðs- ins og Visis átti að renna út í kvöld en vegna erfiðra póstsamgangna af lands- byggðinni er drætti frestað til fimmtu- dagsins7. janúar. LOKI Menn bíða eftir viðlíka tilþrifum Ingva Hrafns í Þingsjánni og í Presiey- æfingunni góðu á Naustinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.