Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. Spurningin Hvaða ósk er þór efst f huga á nýbyrjuðu ári? Magnús Halldórsson, afgreiðslumað- ur: Fyrst og fremst þaö að eiga fram- undan gott ár og að þaö verði friðsælla en þetta sem nú er liðið. Hálfdán Jónsson, afgreiðslumaður: Að geta þætt upp og lagfært það sem af- laga fór á síðasta ári. Elías Hansen, járniðnaðarmaður: Eg á mér þá ósk að þetta ár verði gott og farsælt fyrir mig og mína og svo alla landsmenn. Egill Ferdinandsson, afgreiðslumaður: Mér er efst i huga að allt blessist hjá landi okkar og þjóö. Guðný Halldórsdóttir, dúklagninga- maður: Ég vildi óska að ég gæti hætt að reykja, eins og eflaust er flestu reyk- ingafólki efst í huga. Mig langar mikiö til að standa við það um þessi áramót. Jóna Þórðardóttir, húsmóðir: Að fá sem mestan og bestan snjó sem fyrst, til að komast á skíði. Lesendur Lesendur Lesendur Lese Símamálin: „Daglegt brauð að fá samband við alla mögulega aðra en maður hríngir F Hörður H. Guðmundsson hringdi: Ég er einn fjölmargra óánægðra simnotenda í Reykjavík. í dag reyndi ég t.d. þrívegis að ná sambandi við Húsasmiðjuna í Reykjavík en fékk alltaf samband við Knattspyrnudeild tslands. Það er orðið daglegt brauð að fá samband við alla mögulega aðra'en maður hringir i, þegar maður þá nær sóniá annað borð. Þetta var illþolan- legt fyrir skrefatalninguna, en er orð- ið óþolandi eftir að hún er komin á. Ætli þeim hjá símanum hefði ekki verið nær að huga að bættri þjónustu áður en þeir eyddu of fjár í að koma á skrefatalningunni, sér til tekju- aukningar og öllum öðrum til ama. Einkafyrirtæki kæmist aldrei upp með svona þjónustu. STÓREFAST UM RÉTTMÆTISÍMA- REIKNINGA SINNA —telur rekstur símans óviðunandi Ámi Guðmannsson hringdi: Ég lenti í því að þurfa að tilkynna dauðsfall núna á 2. í jólum. Meðal annars þurfti ég að ná sambandi við tvö númer í Keflavík, sem byrjar því á 92, en tvívegis fékk ég samband við konu i vesturbæ Reykjavíkur. Samtals tók það mig um það bil hátt á aðra klukkustund að ná sam- bandi við númerin tvö í Keflavík. í öðru þeirra hringdi og hringdi, en enginn virtist vera heima. í hinu til- vikinu fékk ég ekkert nema brak og bresti og konuna í Reykjavík, þar til þaulsetan varð mér árangursrík. Auk alls annars, kom síðan í Ijós, að í því númeri, sem ég alltaf hringdi í, en aldrei var svarað, hafði fólkið verið heima allan tímann — og sím- inn hafði ekki hringt í eitt einasta sinn. Þessi vandræði með símann eru orðin svo algeng fyrirbæri að ég þekki varla nokkurn mann sem ekki hefur sömu sögu að segja. Að ég minnist nú ekki á ef maður þarf að hringja út fyrir Reykjavíkursvæðið. Það gengur jafn treglega og síðan má maður búast við að sambandið slitni minnst tvisvar í miðju samtali. Það er gortað af að nú sé hægt að hringja beint til útlanda og svo er ekki einu sinni hægt að fá mannsæm- andi símasamband innanbæjar i Reykjavik, eða við nágrenni borgar- innar. Fyrir skömmu ætlaði ég að hringja til Grindavíkur og fékk auð- vitað samband við Snæfellsnes. Ég stórefast um réttmæti minna símreikninga og tel rekstur símans ekki vera viðunandi. Hvernig væri að maður fengi einhverja þjónustu. Það eina sem virðist vera i lagi hjá þessari stofnun er innheimtan og skrefatalningin. Svar símstjórans í Reykjavík, Hafsteins Þorsteinssonar: ALAGIÐ GIFURLEGT —veldur truf lunum á símsamböndum —stendur til bóta á næsta ári „Undanfarið hefur verið kvartað undan truflunum á símasamböndum, m.a. hve illa gengur að fá són,” sagði simstjóri Reykjavíkur, Hafsteinn Þorsteinsson. „Um það bil 20% símnotenda geta komizt að samtímis, en eftir það fer að koma fram bið eftir sóniog ýmsar aðrar truflanir. Álagið er svona mik- ið á linurnar, sem fyrir eru, þvi við höfum ekki getað stækkað. Seint á þessu ári (1982) gerum við okkur hins vegar vonir um að geta bætt við ein- um 1000 númerum. Vonandi færist þetta þá í viðunandi horf. Við reynum eftir fremsta megni að grisja, þannig að ekki séu of mörg at- vinnufyrirtæki á svipuðum númer- um. Til dæmis er óskaplega mikið álag á sima KSÍ á mánudögum, vegna getraunanna, að ógleymdum sima stjórnarráðsins og okkar eigin síma (26000) alla vikuna. Síðan er áber- andi hve mikið álag hefur verið á sim- stöðvarnar núna um hátíðirnar. Rétt er að geta þess, að talning á símtali kemur fram, þegar viðkom- andi svarar, þannig að ef hringt er til Keflavikur, svæðisnúmer 92, og svar- að er í Reykjavik, þá stimplast Reykjavíkursímtal. Ég hvet fólk til þess að kvarta við 05 eða beint við yfirmenn símstöðv- arinnar, ef það verður fyrir truflun- um á símsamböndum, þvi við getum ekki lagfært bilanir sem okkur er ekki kunnugt um. Um leið og og bil- un eða truflun hefur verið tilkynnt er viðkomandi númer að sjálfsögðu at- hugað sérstaklega,” sagði símstjóri Reykjavíkur að lokum. —FG. Grfurktgt álag á sum simanúmer, svo sem sima stjórnarráOsins, getur truflað simsambönd svipaðra númera, þegar mest gengur á. „Það er orðið daglegt brauð að fá samband við alla mögulega aðra en maður hringir i, " segir reiður simnotandi. Hljómsveitin Friðryk. Hamingjuóskir til hljómsveitarinnar Fríðryks — „prýðisgóð hljómplata”, skrifar aðdáandi Maggi skrifar: Mig langar til þess að þakka DV fyrir góða kynningu á hljómsveitinni Friðryk (DV. 9. des. sl.). Kom árvekni ykkar mér nokkuð á óvart, því þessari plötu hafði þá litið sem ekkert verið hampað. Sjálfur brá ég mér inn í hljómplötu- verzlun, mest fyrir orð vinkonu minnar, til þess að hlusta á þessa „meiriháttar” plötu, eins og hún orðaði það. Útkoman varð sú að platan hefur verið á fóninum siðan. Hún reyndist hafa að geyma verk okkar færustu hljómlistarmanna á þessu sviði og er árangurinn eftir því; prýðisgóð hljómplata. Ég vil óska Friðryksmeðlimum til hamingju með þessa plötu og einnig með kaffidrykkjuna. Vonandi fáum við að heyra meira frá þessari hljóm- sveit i framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.