Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neyten Eyðum við þúsundum ao nauðsynjalausu? Skiptum viðofoftum olíuá bfíunum okkar? eða erlsland öðru vísi en önnurlönd „Er verið að svindla ó fólki og eyða dýrmœtum gjaldeyri þjóðarinnar / vitleysu? Eða er tsland eitthvað alit öðru vísi en önnur lönd”? Þessar spurningar vöknuðu í huga manns eins sem kom við hér ú Daghlaðinu og Vísi. Maðurinn hafði nýlega keypt sér bil. Og eins og samvizkusömum manni sœmir byrjaði hann ú þviað lesa ullu þú bœklinga sem bílnum fylgdu. / einum þeirra var fjallað um olíuskipti ú biln- um. Þar stóð að skipta skyldi um olíu eftir 10 þúsund kílómetra akstur nema hvað 7.500 kílómetra kafli vœri hœfdegur við erfiðar aðstœður. Þegar maðurinn hins vegar kom fyrst með bílinn ú smurstöð var honum sagt að þettu vœrihverginœrri nóg. Skiptaþyrftium olíu við hverja 2—3þúsundkílómetra. Vœri það ekki gert gœti vélin farið illa. Nýi bíllinn mannsins var af gerðinni Saab. Hann fór að kynna sér h vað stóð íbók- um sem fylgdu bílum vina hans af ýmsum gerðum. Kom þú í (jós að mælt var með olíuskiptum ú mislöngum fresti. En alltaf var hann lengri en sú sem smurstöðvarnar gúfu upp. Þú vöknuðu spurningarnar sem þessi grein byrjaði ú I huga mannsins. Til þess að reyna að fú nokkur svör fyrir hunn og aðra höfðum við sumband við þrjú bifreiðaumboð, þrjúr smurstöðvar, eina frú hverju oliufélagi og Sigurberg Þórarinsson, sem kennir meiraprófsbílstjórum ullt um vélina. Fara svör þeirra hér ú eftir. Það kostar um 100—150 krónur að skipta um oliu ú bil I hvert sinn. Og ef það er gert allt að helmingi oftar en nauðsyn krefur er (jóst að við eyðum miklu fé í óþarfa. Hitt er ekki síður óþarfa eyðsla ef við skiptum of sjaldan og þurfum þvi oftar en ella að lúta gera við vél bílsins. DS. Ofís: Ekki veitir af skiptum á 2 þúsundkm fresti Hjá Olíuverzlun íslands varð Páll Ólafsson, einn af forstöðumönnum smurstöðvarinnar á Klöpp, fyrir svörum. Hann sagði að þeir ráðlegðu fólki olíuskipti á 2 þúsund kílómetra fresti. Það veitti ekkert af því hér, þar sem menn keyrðu bíla sina svona mikið í lággírum, væru sífellt að stoppa og taka af stað. Það væri mikið álag á vélina. Ef olían væri látin vera lengur á en þetta hér á landi missti hún fitugildi sitt og smureiginleika. Þeir hefðu nokkrum sinnum fengið bíla með slíkaolíu upp í hendurnar og liti hún rosalega út. Páll sagði að stórir bílar, sem nota 7—8 lítra af olíu þyrftu þóekki skipti eins oft og litlu bílarnir með þetta 2—3 lítra. Væri eigendum stóru bílanna ráðlagt að koma með þá helmingi sjaldnar. Sketjungur: 2.500-3000km nauðsynlegt Hjá Oliufélaginu Skeljungi rædd- um við við Óskar Sumarliðason for- stöðumann smurstöðvarinnar á Laugavegi 180. Hann sagði að það væri bara fjarstæða að olían endist 5 þúsund hvað þá 10 þúsund kílómetra. Þeir hefðu ailt of oft séð olíu sem var orðin að vatnsblöndnu Iapi eftir þann tíma. Og þá kemur hún aðlitlu gagni. Óskar sagði okkar óstöðugu veðráttu vera aðal bölvaldinn. Þegar ekið væri á veturna með innsogið nær stöðugt á kæmi einnig mikil óhreinindi í olíuna og eins þegar aðeins væri ekinn spotti og spotti í einu. Þegar hins vegar menn næðu því að keyra bílana lengi í einu t.d. úti á þjóðvegum væri hægt að hreinsa út úr þeim drulluna. Því þyrfti að skipta um oftar um olíu á veturna en sumrin. Ryk taldi Óskar hins vegar ekki gera olíunni mikið til þó að loftsían færi þá oftar. Óskar gat þess ennfremur að létu menn skipta um olíua á 2.500—3 þúsund kílómetra fresti eins og þeir hjá Skeljungi ráðlegu þyrfti ekki að skipta um oliusíu nema á 8 þúsund kílómetra fresti. Ef skipt væri sjaldnar um olíu þyrfti að skipta um síu i hvert sinn. -DS. Sigurbergur Þórarinsson: 5 þúsundnóg með ffö/þykktarolíu 2—3 þúsund fyrír aöra Sigurbergur Þórarinsson, kennari í vél bílsins á meiraprófsnámskeiðum Bifreiðaeftirlitsins, var spurður um það hvað hann teldi að skipta þyrfti oft um olíu á bíl. Hann sagði að þær töiur sem umboðin gæfu upp væru miðaðar við beztu hugsanlegu aðstæður. Því þyrfti að skipta oftar hér á landi þar sem aðstæður væru verri. Ryk væri til dæmis mjög slæmt svo og óstöðug veðrátta. Taldi Sigur- bergur að með þetta í huga væri bezt að skipta um olíu á 4—5 þúsund kílómetra fresti, þó það færi nokkuð eftir þeirri olíu er notuð væri. Hin nýja fjölþykktarolía ætti að endast 5 Upplýsmgaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjolskyldu af sömu staerð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í nóvembermánuði 1981. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað ' kr. Alls kr. IBBs D, 1. Mikifí munur ar é þvíhvað starfsmenn smurstöðvanna annars vegar og bílaumboðin hins vegar telja að oftþurfi að skipta um olíu. Myndin er tekin í einniaf smurstöðvum Ofíufólagsins hf. þúsund kilómetra en gamaldags olíu þyrfti að skipta um á 2—3 þúsund kílómetra fresti. Olían hefði hin siðari ár breytzt mjög til batnaðar og þyrfti ekki að skipta um hana eins oft og verið hefði. En Sigurbergur bætti því við að betra væri að skipta of oft um olíu en of sjaldan. Oliufólagið: Ekki veitiraf 2—3 þúsund Hjá Olíufélaginu var rætt við Snjólf Fanndal, forstöðumann smur- stöðvarinnar við Stórahjalla. Hann sagði að þeir hjá stöðinni mæltu með því að skipt væri um olíu á 3 þúsund kílómetra fresti, ef notuð væri fjöl- þykktarolía. Annars á 2 þúsund kílómetra fresti. Hann sagði þetta allt koma til af því hvað aðstæður á íslandi væru sérstæðar. Gat hann nefnt dæmi máli sínu til stuðnings. Bílaumboðið Ræsir fékk erlendan sérfræðing hingað til lands. Eftir að hann hafði kynnt sér aðstæður hér mælti hann með olíuskiptum á allt niður í 2 þúsund kílómetra fresti þó að í leiðbeiningabókum bílanna stæði 5 þúsund. Misjöfn veðrátta réði mestu um álit sérfræðingsins. Sífelld skipti á milli frosts og þíðu yllu saggamyndun í vél sem hæglega gætisprengt hana. Saab: 7.500líka nóg hór Hafsteinn Júlíusson varð fyrir svörum hjá Saab-umboðinu. Hann sagði að það sem tekið væri fram í bæklingnum um Saab ætti við hér á landi sem annars staðar. Þeir hjá umboðinu mæltu með því til þess að fyllsta öryggis væri gætt að skipta um olíu á 7.500 kílómetra fresti. Haf- steinn taldi að þeir á smurstöðvunum fylgdust einfaldlega ekki nógu vel með. Þeir vissu ekki hvað olíuteg- undirnar væru orðnar fullkomnar og að nú þyrfti að skipta sjaldnar um en áður fyrr. Mazda: Fimm þúsundnóg Einjir Jónsson varð fyrir svörum hjá Mazda umboðinu. Hann sagði að 5 þúsund kílómetra skipti væru tiltekin í þeim bæklingum, sem fylgdu Mazda. Það ætti að vera alveg nóg hér á landi. En hitt væri ljóst að þeim mun oftar sem menn skiptu um oliu, þeim mun betra. Ford: Fimm þúsund yfirdrifið Ármann Gunnlaugsson varð fyrir svörum hjá Ford-umboðinu. Hann sagði að fyrir Ford-bíla væri gefið upp i bókum að skipta þyrfti um olíu á allt að 10 þúsund kílómetra fresti. Þeir hjá umboðinu mæltu hins vegar með 5 þúsund kílómetrum og ætti það að vera alveg yfirdrifið. Ryk færi verst með otíuna og því þyrfti að skipta oftar um hana þar sem mikið væri ekið á malarvegum. Hins vegar sagðist Ármann aldrei hafa heyri þess getið að umhleypingar gerðu neitt til. Þannig hefði hann aldrei orðið var við vatn í olíu á öllum þeim árum, sem hann hefur skipt um hana. Frímerkjaútgáfa 1982 í Póst- og símafréttum sem útgefn- ar eru af Póst- og simamálastofnun- inni segir í desemberhefti fréttablaðs- ins frá undirbúningi að frímerkjaút- gáfum áárinu 1982. Sá undirbúning- ur er langt kominn og hefur verið tek- in ákvörðun um að gefa út frímerki, annars vegar í tilefni af aldarafmæli Bændaskólans á Hólum og hins veg- ar 1 tilefni af aldarafmæli Kaupfélags Þingeyinga. Einnig hefur verið ákveðið að gefa út þrjú frímerki með myndum af íslenzkum dýrum, kind, kú og ketti. Þá verða tvö frimerki helguð almenningsíþróttum. í flokknum „Merkir íslendingar” verður frímerki með mynd Þorbjarg- ar Sveinsdóttur ljósmóður. Eins og verið hefur koma Evrópu- merki út i maimánuöi í tveimur verð- gildum og verður myndefni þeirra tengt merkum atburðum í íslandssög- unni. Þá er fyrirhuguö útgáfa tveggja frimerkja með sjávardýrum að myndefni, beitukóngi og hörpudiski. Ennfremur er gert ráð fyrir að gefa út frímerki í tilefni af „Ári aldraðra” og frímerki meö mynd af íslenzka hestinum. Síðast á þessu ári er gert ráð fyrir jólafrimerkjum. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.