Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. 3 Sigurður Björnsson um Sölustof nun lagmetis: Ekki ætlunin að sprengja stofnunina” 99 —en þar er ágreiningur og óánægja sem verður að uppræta „Það er ekki aetlun mín að sprengja stofnunina en þar er verulegur á- greiningur og óánægja með stefnu og framkvæmdastjórn og nokkuð rót- tækar tillögur mínar til úrbóta fengu ekki þann hljómgrunn sem ég sóttist eftir. Þess vegna sagði ég af mér for- mennsku svo að hinir fengju tækifæri til þess að ráða fram úr þessum vanda- málum að sinum hætti,” sagði Sigurður Björnsson, forstjóri íslenzkra matvæla hf., sem sagði af sér for- mennsku í Sölustofnun lagmetis fyrir skemmstu. Sigurður var fyrst skipaður af ráðherra í formannssætið í nóvember 1980 en síðan kosinn stjórnarformaður í vor eftir að Sölustofnuninni var breytt í samtök framleiðenda. Hann kvað það sitt sjónarmið og fleiri að Sölustofnun yrði að komast af því tilraunastigi, sem hún hefði staðið á frá upphafi. Veruleg óánægja væri með stöðu stofnunarinnar og enda þótt aðrir stjórnarmenn hefðu ekki verið tilbúnir til þess að samþykkja sínar tillögur væri þar einungis um að ræða áherzlumun. Þeir hefðu ekki viljað ganga eins hart fram. „Þá var einnig uppi ákveðinn á- greiningur milli mín og framkvæmda- stjórans,” sagði Sigurður Björnsson, ,,svo að öllu samanlögðu taldi ég það heppilegast fyrir þessa stofnun, að ég segði af mér sem stjórnarmaður og for- maður. Hinir geta þá ótruflaðir leyst málin með sínu lagi. Ég vona að þeim takist það, þótt ég sé því miður ekki viss um að það verði alveg átakalaust eða sársaukalaust.” -HERB. Heimir Hannesson f ramkvæmdastjóri Sölustof nunar lagmetis „Ekki ágreiningur um grundvallaratriðr „en Sigurður sjálf um sér samkvæmur með af sögninni” „Ég get ekki sagt að það hafi verið uppi nein alvarleg ágreiningsefni milli Sigurðar Björnssonar og annarra stjórnarmanna í stofnuninni eða milli okkar, en í svona fyrirtæki greinir menn vitanlega oft á um leiðir. Hér hefur ekki verið deilt um nein grund- vallaratriði, en ég tel að Sigurður hafi verið sjálfum sér samkvæmur með af- sögninni þar sem skoðanir hans og hug- myndir fengu ekki fylgi,” sagði Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri Sölu- stofnunar lagmetis, um brotthvarf Sigurðar Björnssonar úr stjórn og for- mennsku. Heimir kvaðst meta mikils áhuga Sigurðar á Sölustofnuninni og lag- metisiðnaðinum og að sá blæbrigða- munur sem komið hefði fram ætti ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi samvinnu framleiðendanna sem mynda Sölustofnun lagmetis. -HERB. íReykjavík: Myndarstúlka kom íheiminn á nýársdag Hún var ekki búin að vera lengi hér í mannheimum þessi myndarlega stúlka er Ijósmyndari blaðsins festi hana ú fdmu. Svaf hún veert enda veitir ekki af að búa sig vel undir hina hörðu llfsbarúttu þegar út I heim er komið. Varla þarf hún þó að hafa óhyggjur af sllkufyrst um sinn. Eftirþvi sem bezt er vitað er stúlkubarnið ú mcðfylgjandi myndfyrsta barn úrsins l Reykjavlk og kom I heiminn um kl. 12.30 ú nýúrsdag. Foreldrarnir eru þau Vigdís Valsdóttir og Bjarni Ásgeirsson. Stúlkan var 14 merkur og 53 cm við fœðingu. -SSv/D V-mynd G VA. OKKAR ÁRLEGA uctrim'ttertln HÓFST í MORGUN tiiktoria yrtiuymciý 12 ^KEIMWODD KASSETTUTÆKI KX-70: Sjálfvirkur lagaleitari. Innstill- ing fyrir síendurtekna spilun á sömu kassettuhliðinni eða sama laginu. Sér- stakur upptökurofi fyrir hljóðnema sem gerir mögulegt að syngja eða tala ofaní upptökur. Tveir DC mótorar og Amor- phous Alloy tónhaus, upplýstur tveggja lita upptökumælir og innbyggt DOLBY kerfi. Stilling fyrir Normal METAL og CrOo . Tón- og suðhlutfall betra en 68dB, tíðnisvörun 20-18kHz, gang- hraðafrávik minna en 0,04% (WRMS), rafeindastýrðir snertirofar. Afborgun- arskilmálar: Útb. 1500 kr. Afg. á 4 mán. Staðgreiðsluverð 4.422,— með Iggaleitara, dolby og síspilun AKRANES Bjarg SAUÐÁRKRÓKUR Radio og sjónv. þjónustan SEYÐISFJÖRÐUR Versl. Stál BORGARNES Kaupf. Borgf. B. AKUREYRI KEA EGILSSTAÐIR Versl. Skógar iSAFJÖRÐUR Póllinn SIGLUFJÖRÐUR Versl. ögn HELLA Versl. Mosfell BOLUNGARVÍK Einar Guðf. HÚSAVÍK Bókav. Þórðar Stef. SELFOSS Radio og Sjónv. stofan FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.