Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. 5 Losuðu Olíumöl hf. við 12-14 milljóna skuldir —til þess að koma fyrirtækinu í gröf ina með sæmd Síðasti skilafundur vegna fyrirtækisins Olíumalar hf. var hald- inn nokkru fyrir hátíðar og er nú ekki annað eftir en að kasta rekunum yfir það með auglýsingu i Lögbirtinga- blaðinu um að fyrirtækið sé úr sögunni. Fjórir helztu lánar- drottnarnir keyptu dánarbúið og er talið að þeir og aðrir hafi afskrifað um 10 milljónir í vöxtum og kostnaði en sveitarfélög leystu að auki út á- byrgðir sínar á nærri þrjár milljónir króna. Olíumöl hf. var sem kunnugt er aðallega í eigu sveitarfélaga í Reykja- neskjördæmi og að auki nokkurra fyrirtækja og einstaklinga,. Undir lokin var talið að skuldir með kostnaði næmi 26 milljónum króna en eignir 14—16 milljónum. Endirinn varð sá, að Útvegs- bankinn, ríkissjóður, Norske Fina A/S og Framkvæmdasjóður keyptu eignirnar, til þess að bjarga Olíumöl frá gjaldþroti og firna sig nær algeru tapi á inneignum sinum. Um leið var búið þannig um hnútana að þessir lánardrottnar og aðrir felldu niður vexti og kostnaö í kröfum sínum og voru kröfur annarra en kaupendanna, um 20 aðila, gerðar upp á nafnverði. Er þessi niðurfelling grófiega metin á um 10 milljónir. Sveitarfélögin tóku á sig um leið ábyrgðir, sem námu orðið með kostnaði um 2.7 milljónum, en Út- vegsbankinn lánaði þeim öllum á móti til 5 ára á vildarkjörum. Sveitar- félögin og aðrir hluthafar töpuðu öllu hlutafé sínu, sem var að visu ekki stór biti. Að sögn formanns skilanefndar Oliumalar hf., Björns Ólafssonar verkfræðings, telja aðilar þennan viðskilnað hafa verið stórum betri kost en gjaldþrot, bæði frá sjónar- miði lánardrottna og vegna framhalds þeirrar þjónustu, sem Olíumöl hf. veitti. Kaupendurnir fjórir og Miðfell hf. stofnuðu síðan nýtt fyrirtæki, Hraðbraut hf., sem nú er að hasla sér völl á gatna- og vegagerðarmarkaðnum. -HERB. Önnur blokkin f ullgerð á Eskifirði: Meyjaskemman risin — næst á eftir piparsveinahöllinni ’82 Með Atlantik til Tyrol Stumm Zillertal Tyrol Brottfarardagar: 16. jan. — 6. febr. — 20. febr. 14 dagar hálft fæði, ferðir og fararstjórn Verðkr. 7.265.00 Hótel Pinzger öll herbergi með baði. Sauna og fullkomin aðstaða á hóteli FERÐASKRIFSTOFAN \ múMTK lönaöarhúsinu v/Hallveigarstíg — Símar 28388 — 28580 AUSTRIA B Bygging á 12 íbúða blokk að Bleiksárhlíð 32 á Eskifirði var hafin 15. maí 1979. Hér var um að ræða leiguíbúðir á vegum leiguibúðanefnd- ar. Hagstæðasta tilboðið í þessar framkvæmdir kom frá byggingar- félaginu Hólmatindi sf., en forstjóri þess er Sigurbjörn K. Haraldsson. Fyrstu 6 íbúðirnar voru afhentar 1. september sl. en næstu 5 íbúðir 15. nóvember og hin síðasta 15. desember sl. Gólfflötur 6 stærri íbúðanna er 100 ferm og er nafnverð (verð sem kaupendur greiða) kr. 500.000, og auk þess fylgja stórar og góðar geymslur. Gólffiötur hinna 6 íbúðanna er 50 ferm, auk þess er sameigin í kjallara, nafnverð þeirra er kr. 380.000. Auk þess er búið að grófjafna lóð kringum blokkina. Sigurbjörn sagði að áætlaður skilatími seinni 6 íbúðanna heföi verið 15. nóv. sl. en afhending dróst vegna viðskipta hans við Lukkuhúsið i Kópavogi, á innréttingum. Taldi hann að réttara nafn á fyrirtækið væri Ólukkuhúsið. En hann hefði á sínum tíma gert samning við Fifu sf. um kaup á innréttingum, fyrir alla blokkina, og greitt þær að fullu þá. En á smíðatímanum heföi það fyrirtæki hætt starfsemi sinni, en Hin nýja fbúðablokk á Eskifirði. DV-mynd Emil Thorarensen. nýtt fyrirtæki verið stofnað í staðinn, þ.e. Lukkuhúsið. Sigurbjörn var mjög sár yf- ir viðskiptum sínum við áðurgreint fyrirtæki. Sagðist hann hefði afhent allar íbúðirnar mörgum mánuðum fyrr hefðu samningar og loforð staðizt. Sigurbjörn var einungis 25 ára er hann byrjaði á verkinu. Hann sagði það ýmsum erfiðleikum háð og margfalt erfiðara að byggja úti á landi en á Reykjavíkursvæðinu. Sigurbjörn vildi að lokum bæta því við að stór þáttur í hversu vel hefði til tekizt þrátt fyrir allt, væri sá, að hann hefði haft alveg framúrskar- andi byggingarstjóra allan tímann, þ.e. Margeir Ingólfsson. Þetta erönnurblokkináEskifirði (Meyjaskemman), hin er piparsveinahöllin. -Emil, Eskifirði. Æ&m! Vigdfs Finnbogadóttir forseti og Málfrfður skála hér i hófinu sem haldið var i tilefni úthlutunar Rithöfundasjóðs. DV-mynd: GVA. Rithöf undur á níræð- isaldri verðlaunaður Mátfríður Einarsdóttir hlaut styrkveitingu Rithöfundasjóðs Málfríður Einarsdóttir, 82 ára, gömul, hlaut á gamlársdag styrkveitingu úr Rithöfundasjóði Rikis- útvarpsins, að upphæð kr. 40.000. Úthlutað var úr sjóðnum i 26. sinn og var Málfriður 57. styrkþeginn í sögu sjóðsins. Málfriður hóf ekki ferU sinn á rit- vellinum fyrr ' en hún var komin vel á áttræöisaldurinn, en vakti strax mikla athygU fyrir sérstakan stíl og sérstæð umfjöllunarefni. Jónas Kristjánsson handritavörður afhenti Málfriði styrkupphæðina við formlega athöfn í Þjóðminjasafninu semvenjahefurverið. -SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.