Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANUAR 19S2. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Matarskorturinn hrjáir Pólverja, en á Norðurlöndum og viðar hafa staðið ytir satoanir fyrir hjálpargögnum handa þcim. Þessi mynd var tekin f bænum Leszno við útbýtingu á gjafapökkum frá V-Þjóðverjum. Pólska stjórnin biðlar til EBE Herforingjastjórninni í Póllandi er afar annt um, að hin tíu aðildarríki Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) fylgi ekki fordæmi Reaganstjórnarinn- ar um efnahagsaðgerðir gegn Póllandi. Hefur Varsjárstjórnin kvatt sendiherra þessara tíu á sinn fund til viðræðna. Þessar viðræður við sendiherrana fara fram skömmu áður en utanrikis- ráðherrar EBE-landanna koma saman til fundar í Brtissel í dag til þess að ræða Póllandsmálið. — Meðal stjórna þeirra er óeining um afstöðuna til refsi- aðgerða Bandaríkjastjórnar gagnvart Sovétríkjunum og Póllandi. Washingtonstjórnin leggur fast að stjórnum EBE-Iandanna að styðja refsiaðgerðirnar. Sumir bandamanna hennar, eins og t.d. Bonnstjórnin í V- Þýzkalandi, telja að Reagan Banda- ríkjaforseti hafi verið helzt til fljót- ráður. Holland, Danmörk og Grikk- land eru einnig andvíg fljótfærni í mál- inu. Olíuvinnsla íraks i molum Olíumálaráðherra íraks lét eftir sér hafa að hráolíuútflutningur íraks væri ekki nema fimmtungur þess sem var fyrir stríðið við íran. Útflutningurinn nemur núna um 600 þúsund olíufötum á dag en var um þrjár milljónir á dag áður en Persaflóa- stríðið hófst fyrir 15 mánuðum. Abdel-Mouiicim Samarrai, olíu- málaráðherra íraks, segir að striðstjón á olíumannvirkjum íraks sé geipilegt. Sérstaklega við aðalútskipunarhafn- irnar við Persflóann. Spjöll hafa orðið á olíugeymum, olíuhreinsistöðvum og olíuborstöðum. NÝ RÍKISSTJÓRN í EGYPTALANDI Nýr ráðherralisti hefur verið lagður Sadats. — Fjórir háskólaprófessorar fram af Fuad Mohieddin, hinum nýja eru skipaðir yfir ráðuneyti fjármála, forsætisráðherra Egyptalands, sem efnahagsmála, iðnaðar og áætlunar- Mubarak forseti (arftaki Sadats) fól að. gerðar. hreinsa til I spillingu embættismanna- Nýir ráðherrar taka við Iandbúnaö- stéttarinnar og rétta af efnahag armálum, lögreglumálum, feröamálum landsins. og trúmálum en aðrir ráðherrar eru þeir sömu og voru í stjórninni er Meðal hinna nýju ráðherra er Ibra- Mubarak forseti vék frá á dögunum. him, fyrrum seðlabankastjóri, sem Þar á meðal utanríkisráðherrann og fyrir nfu árum var fjármálaráðherra varnarmálaráðherrann. Baháíar ofsóttir í íran Fimm leiðtogar Bahál-safnaöarins í ins, sem týnt hafa tölunni í ofsóknum íran hafa verið teknir af lifi og þriggja klerkaveldisins. Fyrirrennarar þeirra annarra hefur verið saknað svo lengi að höfðu verið handteknir í ágúst 1980 og þeir eru taldir af. ekkert hefur til þeirra spurzt síðan. Þeir Allir átta voru handteknir fyrir rúm- eru fyrir löngu taldir af. um tveim vikum. Engin réttarhöld voru haldin yfir þeim, engar kærur birtar og í Bahái-söfnuðinum í íran eru um aðstandendum þeirra var ekki einu 400 þúsund manns. Er það stærsti sinni tilkynnt um dauða þeirra. minnihlutatrúflokkurinn i iran þar sem Mennirnir höföu verið kjörnir í stað yfirgnæfandi þorri manna er annarra fyrri leiðtoga Bahái-safnaðar- múhameðstrúar. breytinga, sem geta orðið bændum þar i landi æði dýrkeyptar. Talsmenn hreyfingarinnar fullyrða þó að þær margborgi sig fyrir bændur þar sem ánægð og heilbrigð dýr gefi af sér meiri afurðir. Meðal þeirra grundvallarréttinda, sem þeir krefjast dýrunum til handa er frelsi og rými til að standa upp, leggjast niður, snúa sér og teygja úr sér ásamt rétti til likamlegrar umhirðu. Tekinaf lífi vegna morðs Lögreglan á Korsíku tilkynnti nýlega, að glæpamaður, sem fluttur var á sjúkrahús vegna skotsára, hefði verið myrtur i rúmi sínu þar. Gerðist það þannig að tveir grímuklæddir menn ruddust inn á sjúkrastofuna og skutu manninn, Joseph Paccioni, af dauðafæri. Minnir aðferð þessi mjög á starfs- hætti Mafíunnar enda var Pacciuoni þekktur fyrir ýmiss konar glæpa- starfsemi á Korsíku. Faye Dunaway: Lftið fyrir húsverkin. Subban Faye Dunaway Faye Dunaway, kvikmynda- leikkona, er samkvæmt nýjustu fréttum allt annað en húsleg I sér. Hún leigöi lúxusvillu f Beverly Hills f hálfst ár og yfirgaf húsið f svo slæmu ástandi að eigandinn hefur krafizt 350.000 króna f skaðabætur til hreingerninga á húsinu. Láttu verðbólguna ekkl rýra tryggingavemdina - tryggðu hjá traustu tryggingaíélagi. Anlrin tryggingavernd íverðbalgu Frá 1. janúar 1982 verða tryggingaíjárhœðir allra eignatrygginga, slysa- og sjúkratrygginga hjá Samvinnutryggingum verðtryggðar skv. vísitölu og hœkka því á 3ja mánaða fresti. Samvinnutryggingar haía með þessu tekið upp verðtryggingu á tryggingaíjárhœðum í flestum greinum trygginga. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMtJLA I.VJ "X ÍMl 81411 NHUMLA3ÆDALLT Biautryöjendnr í bœttumtiYggingum AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 62.68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.