Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 1
ff Steingrímur í hlutverki „yfirfrakka": BER VOÐALEGA MIKID A MILLI” sagði ráðherrann ímorgun um fiskverðsákvörðun „Það hafa verið stöðugir fundir um helgina og þeir eru að koma til mín á fund núna klukkan 9 en það ber voðalega mikið á milli,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra í morgun, en hann er nú kominn í hlutverk „yfirfrakka” yfir- nefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins við fiskverðsákvörðun. Steingrímur lagði fram tillögur í lok nýliðins árs um 15,5% hækkun skiptaverðs á fiski, 13,5% nteð fiskverðshækkun og 2%, jafnvel 2,5% lækkun á 7,5% olíugjaldi, sem runnið hefur af óskiptu til útgerðar. Ráðherrann sagði, þegar DV ræddi við hann í morgun, að fiskverðsaðilar hefðu mikið við tillögur hans að athuga en sinn frá hvoru sjónarhorninu. Hann kvað ekki von á lausn í dag, en yfirnefndin á þó að halda fund í dag klukkan 14. -HERB. Tillögur Steingríms: Fela í sér um 12% lækkun gengis Þaö er mikill mastraskógur í höfimm landsins, enda nánast allur flotinn í höfit. Myndin er tekin af togurum i Reykjavíkurhöfit. DV-myndGVA. Tillögur Steingríms Hermannsson- ar sjávarútvegsráðherra um fiskverð fela í sér um 12 prósent lækkun gengis krónunnar, að mati stjórnar- liða sem DV ræddi við 1 gær. Þessari lækkun yrði hugsanlega skipt þannig að einhver hluti kæmi fram sem gengis„sig” eftir að krónan yrði fyrst felld um nálægt 10%. Eins og fram kemur í annarri frétt hefur ekki náðzt samkomulag um til- lögur Steingríms. -HH. Sjómannaverkfallið: Athafna- lífaö stöðvast „Það er ekki vitað með vissu hvað þetta sjómannaverkfall kemur til með að bitna á mörgum en það er talið að um 9000 manns vinni við fiskverkun í landinu,” sagði Þórir Daníelsson hjá Verkamannasambandi íslands í viðtali við DV í morgun. Hundruð skipa eru þegar bundin við bryggjur um allt land og á þeim eru á milli 4000 og 5000 félagar í Sjómanna- sambandi íslands, Vélstjórafélaginu og aðrir yfirmenn. Á Vestfjörðum eru allir bátar stöðvaðir því yfirmenn á þeim neita að róa fyrr en fiskverð liggur fyrir. Verkfall á báta- og togaraflotanum hefur stöðvað athafnalíf í frystihúsun- um um allt land. Þegar er búið að segja upp kauptryggingu á öllum stærri stöðunum og aðrir fylgja í kjölfarið nú næstu daga. -klp- Rólegustu áramót sem lögreglan man eftir sjá bls. 2 DV-mynd Bjarnleifur. Bílastöö Steindórs seld meö leyfum og öllu ekki útkljáð hvort slíkt stenzt ffyrir lögum Nú um áramótin var gengið frá sölu á Bifreiðastöð Steindórs, leigubílastöð, sem starfað hefur i Reykjavík í áratugi. Það eru erfingjar Steindórs heitins Einarssonar sem stöðina selja, en kaupendur eru samtök leigubilstjóra sem áður störfuðu þar. Stofnuðu 34 þeirra með sér hlutafélag um kaupin, en í þeim eru falin eignir stöðvarinnar, bifreiðar og fleira, auk leyfa. Nokkur styr hefur staðið um hvort heimilt sé að selja akstursleyfin þar sem reglur munu segja svo fyrir að þeim skuli skilað inn til ráðuneytis þegar starfseminni er hætt Það sér aftur um að úthluta þeim áfram. Þetta mál er enn óleyst, en ekki reyndist unnt að fá upp á hvern hátt yrði brugðið við í því. Frami, félag leigubílstjóra, taldi sig hafa tryggt í ráðuneytinu að engar undan- þágur yrðu veittar. í morgun var ekki að heyra að um slíkt væri að ræða. -JB. Fyrstabam ársins — sjá bls. 3 Málfríöurfékk rithöfunda- verölaun — sjá bls. 5 Tólfmínútna þögnríkis- stjórnarínnar — Svarthöfði bls. 41 Eyöum viö þúsundum aö nauösynja- lausu? — Neytendasíða bls. 10 Olíumölí gröfinameö sæmd — sjá bls. 5 „Hértrúaallir á jólasveina” — sjá bls. 12 „Ekkiætlunin aösprengja stofnunina” — sjá bls. 3 MÁNUDAGUR 4. JANUAR 1982. l.TBL. —72. og 8. ARG frfálst, úháð dagblað )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.