Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. íþróttir 0 íþróttir íþróttir íþróttir Uppstokkað Liver- pool-lið small saman í Swansea! Stjóri Liverpool, Bob Paisley, stokk- aði heldur betur upp lið sitt fyrir bikar- leikinn við Swansea á laugardag eftir tapleikina að undanförnu. Hann tók fyrirliðastöðuna af Phil Thompson og gerði Graeme Souness að fyririiða. Thompson lék þó sem miðvörður. Alan Kennedy kom inn sem vinstri bak- vörður en Mark Lawrenson var færður fram sem tengiliður vinstra megin. Kenny Dalglish á ný fremsti maður sóknarinnar — Sammy Lee og Craig Johnston settir úr liðinu. Lee þó tólfti maður en kom ekki inn á. Og allt small þetta saman í Swansea. Liverpool lék einn sinn bezta ef ekki bezta leik á keppnistímabilinu. Swan- sea steinlá á heimavelli, 0—4, og sigur Liverpool hefði getað orðið stærri ef stangir og þverslá marks Swansea hefðu ekki nokkrum sinnum tekið ómakið af markverði liðsins, Dai Davies. Þrátt fyrir mikla yfirburði frá fyrstu markið með þrumuskoti af 6 m færi, eftir að Paul Mariner hafði skallað knöttinn aftur fyrir sig, eftir horn- spyrnu Eric Gates. Alan Brasil skoraði síðan sigurmarkið með skalla af 8 m færi, eftir sendingu frá hinum hættu- lega Gates. Parkes varði vítaspyrnu Leikmenn West Ham áttu í miklum erfiðleikum með Everton á Upton Park. Billy Bond skoraði fyrst fyrir West Ham á 7. mín., eftir sendingu frá Trevor Brooking, og síðan bætti David Cross öðru marki við — 2—0. Þá fóru leikmenn Everton að láta að sér kveða og á 64. mín. skoraði Peter Eastoe með skalla, eftir aukaspyrnu frá Trevor Ross. Þegar 10 mín. voru til leiksloka fékk Trevor Ross gullið tækifæri til að jafna metin, þegar hann tók víta- spyrnu. Phil Parkes varði þá spyrnuna frá honum. Góður endasprettur Leeds Leikmenn Leeds tryggðu sér sigur (3—1) yfir Úlfunum, með því að skora tvívegis á síðustu sex mín. leiksins. Það var Andy Gray sem opnaði leikinn fyrir Úlfana, með fallegu marki á 13. min. og rétt á eftir fór hann illa með gullið marktækiíæri. Það gerðu leikmenn Leeds einnig — Kevin Hird misnotaði vítaspyrnu. Gary Hamson jafnaði 1—1 fyrir Leeds með þrumuskoti af 22 m færi. Kevin Hird kom Leeds yfir á 84.. mín. — sendi knöttinn efst upp í mark- hornið á marki Úlfanna, eftir fyrirgjöf frá Trevor Cherry og síðan skoraði gamla kempan Eddie Gray — 3—1. Cardiff veitti City harða keppni Leikmenn Cardiff veittu leikmönn- um Manchester City harða keppni á Maine Road. Trevor Francis, sem hefur sjaldan verið betri, skoraði fyrst fyrir City — 1—0 á 22. mín., en Paul Maddy náði að jafna fyrir Cardiff á 39. mín., eftir sendingu frá John Lewis. Bakvörðurinn Bobby McDonald kom City aftur yfir á 44. mín. — skallaði knöttinn í netið, eftir fyrirgjöf frá Tommy Hutchinson. McDonald var síðan aftur á ferðinni á 72. mín. — gulltryggði þá sigur City, eftir að Francis hafði sundrað vörn Cardiff og sent knöttinn til McDonald. -SOS. Toshackfékk MBE-orðuna John Toshack, framkvæmda- stjóri Swansea, fékk MBE-orðuna á gamlársdag. Elisabet drottning veitti honum orðuna fyrir frábæran árangur sem hann hefur náð með Swansea en hann hefur komið lið- inu upp úr 4. deild i 1. deild á aðeins fjórum áruin. Þá fékk John Smith, formaður Liverpool, OBE-orðuna. -SOS. Houghton hættir hjá Bristol City Bob Houghton, framkvæmdastjóri Bristol City, fyrrum þjálfari Malmö FF, hætti hjá Bristol City á laugardag- inn, eftir að félagið hafði tapað, 1—3, fyrir Wimbleton á heimavelli sfnum. Nokkrir leikir voru leiknir í ensku deildarkeppninni um áramótin og urðu úrslit þessi: 2. deild: Charlton-Norwich 0—0 3. dcild: Swindon-Fulham 1—4 Bristol C-Wimbleton 1—3 Brentford-Huddersfield 0—1 Newport-Reading 3—1 Plymouth-Bristol R 4—0 4. deild Mansfield-Wigan 1—2 Sheff. Utd.-Halifax 2-2 -sos. Fékk á sig klaufamark og varð síðan að yf irgefa völlinn - meiddur í nára Pat Jennings, markvörðurinn snjalii hjá Arsenal, var heldur betur i sviðs- Ijósinu á White Hart Lane, sem var heimavöllur hans í 14 ár — þegar hann iék með Tottenham. Þessum 36 ára markverði, sem Arsenal keypti á aðeins 40 þús. pund fyrir fjórum árum, urðu á mikil mistök á 15. min. og kostuðu þau mark, sem dugði Tottenham til sigurs — 1—0. Þar með voru bikarmeistar- arnir búnir að hefna fyrir ósigurinn 1949, þegar Aisenal vann sigur (3—0) yfir Tottenham f bikarkeppninni. Jennings varði skot frá Garth Crooks á 15. mín., en hann náði ekki að halda knettinum, sem skoppaði yfir márklínuna. Jennings koni síðan aftur við sögu 13 min. fyrir leikslok — þá hljóp hann út í vítateig, til að koma í veg fyrir að Crooks skoraði. Hann varö þá fyrir því óhappi að meiðast í nára og þurfti hann að yfirgefa völlinn. Velski landsliðsmaðurinn og miðvallarspilar- inn Peter Nicholas, fór þá í markið og blökkumaðurinn Raphael Meade tók stöðu hans á miðjunni. Nicholas sýndi góða takta í grænu peysunni. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hafði Tottenham betur. Eftir að Crooks var búinn að skora átti hann skot í slá og síðan í stöng. Arsenal fékk einnig tækifæri til að skora — Ray Clemence varði vel skot frá Alan Sund- erland og Graham Rix. Glenn Hoddle átti mjög góðan leik með Tottenham og einnig Argentínu- mennirnir Ardiles og Villa. Þá var Tony Galvin mjög góður — var alltaf á ferðinni. Leikurinn verður eftirminni- legur fyrir hinn 17 ára Stuart Robson, sem lék i vörninni hjá Arsenal. Liðin voru skipuð þessum leikmönn- um: Tottenham: — Clemence, Perryman, Miller, Roberts, Hughton, Ardiles, Villa, Hoddle, Galvin, Falco og Crooks. Arsenal: — Jennings, Robson, O’Leary, Whyte, Sanson, Hollins, Nicholas, Talbot, Davis, Sunderland ogRix. -SOS. mínútu til hinnar síðustu gegn slöku liði Swansea tók það Liverpool 35 mín. að koma knettinum í fyrsta skipti í mark Swansea. Miðvörðurinn Allan Hansen skallaði knöttinn í mark eftir hornspyrnu Terry McDermott, sem á ný lék í liði Liverpool. Á lokasekúnd- um fyrri hálfleiksins skoraði Ian Rush annað mark Liverpool, renndi knettin- um innanfótar í markið eftir að boltinn hafði hrokkið til hans eftir spyrnu Ronnie Whelan í þverslá. í siðari hálf- leiknum skoraði Liverpool tvívegis. Fyrst Lawrenson á 74. mín. eftir frá- bæra sendingu Souness og síðan Rush alveg í lokin. Rush og Whelan áttu báðir skot í stangir Swansea-marksins í hálfleiknum. Souness átti snilldarleik í Liverpool-liðinu. Greinilegt að fyrir- liðastaðan þvingaði hann ekki eins og raunin hefur verið hjá Phil Thompson að undanförnu. í heild lék Liverpool-liðið mjög vel. Phil Neal kvað Leighton James alveg í kútinn — það svo að James færði sig yfir á hægri kantinn. Þó með litlum árangri. Miðverðirnir Thompson og Hansen höfðu Curtis og Latchford einnig í vasanum. Whelan hinn tvítugi er sagður efni í stórleikmann og naut sin vel með Souness, McDermott og Law- renson á miðjunni. Dalglish var 1 essinu sínu þó hann skoraði ekki en Rush sendi knöttinn tvívegis i markið. Hefur nú skorað 12 mörk í 15 leikjum með Liverpool á leiktímabilinu. Bruce Grobbelaar öryggið sjálft í markinu, nokuð annað en gegn Man. City á dög- unum. Lið Swansea var þannig skipað. Davies, Stevenson, Irwine, Rajkovic, Stanley, Robbie James, Máhoney, Marustik. Leighton James, Curtis og Latchford. Max Thompson kom inn fyrir Marustik á 73. mín. og Liverpool skoraði sitt þriðja mark nokkrum sek- úndum síðar. Colin Irwine var ekki fyrirliði að þessu sinni heldur Júgó- slavinn Rajovic. -hsim. O Graeme Souness átti stórgóðan lelk meö Llverpool sem fyrirliði. H • Alan Brasil skoraði 2 mörk fyrir Ipswich. • Pat Jennings markvörður Arsenal. Leikmenn Ipswich, með þá Paul Mariner og Terry Butcher sem beztu menn, léku mjög vel gegn Birmingham á St. Andrews — sérstaklega eftir að þeir voru undir 1—2. Ipswich var á undan að skora — Alan Brasil skoraði gott mark á 35. mín., eftir fyrirgjöf frá Erik Gates. Á 42. mín. varð hinn ungi leikmaður Ipswich, Kevin Steggles, fyrir þvi óhappi að handleika knöttinn inni í vitateig og Frank Worthington skoraði örugglega — 1—1 úr vítaspyrnunni. Alan Curbishley kom Birmingham síðan yfir á 49. mín. — þá átti hann skot að marki, sem Paul Cooper varði, en missti knöttinn frá sér og inn fyrir marklínu. Eftir þetta meiddist Curnishley og síðan gerði Ipswich út um leikinn með tveimur mörkum á6 min.—72. og78. mín. John Wark skoraði jöfnunar- Pat Jennings var í sviðsljósinu Leikmenn Ipswich tvíefldust — þegar Birmingham komst yf ir, 2:1 og unnu góðan sigur, 2:3, á St. Andrews

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.