Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Síða 18
18
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982.
DAGBLAÐIÐ & VfSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982.
19
íþrótt
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþrótt
íþrótt
íþrótt
íþróttir
Kristján
markhæstur
— og FH-ingar í fyrsta sæti
Eftir sigurleik Þróttar á Val í fyrra-
kvöld í 1. deild handknattleiks karla er
staðan nú þannig:
FH
Víkingur
Þróttur
KR
Valur
HK
Fram
181-159 12
153-126 10
155-137 10
152-142 10
142-143 6
109-130 2
126-155 2
Markahæstu menn eru nú þessir:
Kristján Arason, FH, 48/28
Sig. Sveinsson, Þrótti, 47/9
Alfreð Gíslason, KR, 46/22
Þorb. Aðalsteinsson, Víking, 42/7
Friðjón Jónsson, KA, 36/9
Sig. Sigurðsson, KA, 32
Páll Óiafsson, Þrótti, 32/4
Dagur Jónasson, Fram, 31/16
Rágnar Óiafsson, HK, 30/14.
-hsim.
Kevin Keegan
hátekjumaður
— Hef ur 12 milljónir króna f árslaun að
sögn Daily Mirror
Fyrirliði enska landsliðsins
í knattspyrnu, Kevin Keegan,
Southampton, hafði lang-
mestar tekjur iþróttafólks á
Bretlandseyjum á siðasta ári
eða um 12 milljónir fslenzkra
króna. 1,2 milljarða g-króna.
Brezka blaðið Daily Mirror
skýrði frá þessu fyrir nokkr-
um dögum.
Keegan hefur ekki mestar
tekjur af því að leika fyrir
Southampton eða í enska
landsliðinu. Síður en svo.
Langmestar tekjur hans eru í
sambandi við auglýsingar í
sjónvarpi, þar sem hann segir
brezkum börnum hvað þau
eigi að borða í morgunmat og
brezkum karlmönnum hver er
bezti rakspírinn.
-hsim.
Kevin Keegan græðir á tá og fingri
við að auglýsa ýmsar vörur.
inktar
ȇ Enniandi
Guðmundur
dæmir ekki
íBanda-
ríkjunum
Guðmundur Haraldsson milliríkja-
dómari f knattspyrnu, sem var efstur á
listanum yfir gestadómara sem áttu að
dæma i bandarfsku knattspyrnunni nú i
isumar, hefur fengið bréf frá banda-
rfska knattspyrnusambandinu. í þvf
stóð að þvf miður gæti ekki orðið af
þvi, að erlendir dómarar dæmdu f
knattspymunni f Bandaríkjunum vegna
þess ástands sem hefur skapazt við að
jmörg lið hafa dregið sig til baka úr
jkeppni. Leikjum hefur því fækkað nið-
iur i 256.
, íslenzkir knattspyrnuunnendur fá
þvf að sjá Guðmund á fleygiferð á is-
lenzkum knattspyrnuvöllum i sumar og
er óhætt að fagna þvf. —SOS
Guðmundur Kjartansson, sem lék
með FH-liðinu sl. sumar, hefur ákveð-
jið að leika með Val að nýju — hann
hefur tilkynnt félagaskipti úr FH.
—SOS
Ray Kennedy.
Ray Kennedy
til Sunderland
Það er nokkuð öruggt að
Liverpool selji miðvallarspil-
arann sterka, Ray Kennedy,
til Sunderland nú næstu daga
fyrir 145 þús. pund.
Nottingham Forest hefur
keypt Ian Bówyer frá Sunder-
land á 45 þús. pund en Sund-
erland keypti Bowyer á sínum
tímafráForest. -SOS.
Guðmundur
aftur til Vals
ráðinn lands-
liðsþjálfari
A-Þjóðverja
Dr. Rudolf Krause, fyrrum lands-
liðsmaður A-Þýzkalands, var ráðinn
landsliðsþjálfari A-Þjóðverja í gær.
Krause er 54 ára lögfræðingur og
iþróttakcnnari. Hann tekur við af
Georg Buschner, sem hefur þjálfað
landslið A-Þjóðverja f 11 ár, en
Buschner hætti sem landsliðsþjálfari,
eftir að Ijóst var að A-Þjóðverjar kæm-
ust ekki i HM-keppnina á Spáni. -SOS
Man. Utd. tókst ekki
að komast á toppinn
Leikmönnum Man. Utd. tókst ekki
að komast f efsta sætíð f 1. deildinni v
ensku f gærkvöid, þegar þeir léku við
Everton á heimavelli sfnum, Old
Trafford. Jafntefli varð 1—1 og mátti
United reyndar þakka fyrir jafnteflið.
Sigur hefði þýtt efsta sætið en jafntefl-
ið kom Man. Utd. i þriðja sætið. Ips-
wich er efst með 35 stig eftir 17 leiki,
Man. City 34 stig eftir 20 leiki. Sfðan
koma Man. Utd. og Southampton með
33 stig eftir 19 leiki og Swansea er í
fimmta sæti með 33 stig eftir 20leiki.
Everton-liðið lék vel á Old Trafford í
gærkvöld og greinilegt að leikmenn
liðsins eru í góðri leikæfingu. Lftið um
frestanir hjá þeim en það kom vel i ljós,
að þetta var fyrsti deildaleikur Man.
Utd. frá því 5. desember. Graeme
Sharp náði forustu fyrir Everton á 32.
mín. og lengi vel leit út fyrir að Liver-
poolliðið mundi vinna sinn annan úti-
sigur á leiktímabilinu. Það varð þó
ekki. Frank Stapelton jafnaði átta mín.
fyrir leikslok.
Nokkur forföll hjá Man. Utd. Remi
Moses og Steve Coppell gátu ekki leikið
vegna meiðsla, Gary Birtles vegna
flensu. Ungur strákur Scott McGarvey,
lék í stað Birtles sem miðherji, Lou
Macari framvörður. HjáEverton vant-
aði Howard Kendall, stjóra og leik-
, Smárí og
Ivar til Fram
Smári Jósafatsson, fyrrum knatt-
spyrnumaður úr Ármanni, og bróðir
'hans ívar Jósafatsson, sem léku með
sænska liðinu Savsjö sl. keppnistfma-
bil, hafa ákveðið að ganea i raðir
Framara. -SOS
mann, vegna meiðsla. Trevor Ross sett-
ur út en Steve McMahon með á ný eftir
meiðsli.
í bikarkeppninni vann Bristol City
óvæntan sigur í Peterbrough 0—1.
Ricky Chandler skoraði eina mark
Norwich City keypti i gær John
Deehan frá West Bromwich Albion
fyrir 75 þúsund sterlingspund. Deehan
hefur að undanförnu leikið sem láns-
Norðmenn og Danir gerðu jafntefli i
fyrsta landsleik sfnum i keppnisför
Dana til Noregs nú á sunnudaginn, 25-
—25. Leikið var í Kristiansand. Norð-
menn höfðu yfir f hálfleik, 13—10, og
þegar langt var liðið á sfðari hálfleikinn
var staðan 21—17 fyrir þá norsku.
Norðmenn höfðu forustu 25—24 þar
til rétt fyrir leikslok að Steen Tiigren
Nielsen jafnaði í 25—25. Þar mátti
ekki miklu muna að Danir töpuðu sfn-
um fyrsta landsleik fyrir Norðmönnum
frá þvi i Baltic-keppninni 1977. Terje
leiksins og verðlaunin mikil. Heima-
leikur við Aston Villa í 4. umferð.
Scunthorpe og Hereford gerðu jafntefli
.1—1 og leika á ný næsta mánudag. Í 3.
deild vann Reading Portsmouth 2—1.
hsím.
maður hjá Norwich og staðið sig vel.
WBA keypti Deehan frá Aston Villa
fyrir 2—3 árum fyrir um hálfa milljón
punda. -hsím.
Andersen var markhæstur i norska lið-
inu með sex mörk. Hjá Dönum var
Nettelstedt-leikmaðurinn Erik Veje
Rasmussen markhæstur með sjö mörk.
Þá má geta þess að danski landsliðs-
þjálfarinn, Leif Mikkelsen, hefur haft
samband við Mogens Jeppesen,
danska markvörðinn fræga, og valið
hann I HM-lið sitt, sem leikur f V-
Þýzkalandi . um mánaðamótin
febrúar-marz. Jeppesen hefur ekki
leikið f danska iandsllðinu frá þvi á
ólympfuleikunum f Moskvu 1980.
-hsfm.
Deehan til Norwich
Jafntef li Norð-
manna og Dana
— og Mogens Jeppesen hefur veríð valinn f
danska HM-liðið
Blokhin
skoraði 3
Rússneski knattspyrnu-
kappinn Oleg Blokhin, knatt-
spymumaður ársins f Evrópu
1975, var heldur betur á skot-
skónum þegar rússneska
landsliðið vann öruggan sigur
(3—0) yflr 2. deildarliðinu
spánska — Celta f Vigo í gær-
kvöldi. Blokhin skoraði öll
mörk Rússa, á 5., 30. og 35.
mfn.
Rússar eru að undirbúá sig
fyrir HM-keppnina á Spáni
með þvi að leika gegn spánsk-
um félagsliðum.
-SOS.
Ragnar gengur til
liðs við AA Gent
—hefur skrifað undir 5 mánaða samning við
belgíska 1. deildarliðið
Ragnar Margeirsson, lands-
liðsmiðherjinn marksækni í
knattspyrnu frá Keflavík, sem
fór til Belgíu fyrir áramót,
hefur skrifað undir 5 mánaða
samning við 1. deildarliðið AA
Gent sem er i öðru sæti í
Beigíu.
Ragnar fór upphaflega til Belgfu til
að ræða við forráðamenn CS Brugge
sem Sævar Jónsson úr Val leikur með.
Það hefur greinilega ekkert orðið úr
samningum við CS Brugge þar sem!
Ragnar hefur gerzt leikmaður með AA
Gent.
Fimm landsliðsmenn eru því á samn-
ingi hjá belgískum félögum.
Amór GuOjohnsen leikur með Lok-
eren.
Pétur Pétursson leikur með Ander-
lecht.
Sævar Jónsson leikur með CS
Brugge.
Ragnar Margeirsson leikur með AA
Gent.
Lárus Guðmundsson leikur með
Waterschei.
Þá' er Breiðabliks-leikmaðurinn
Ómar Rafnasson hjá Lokeren til að
kynna sér aðstæður og æfa með fé-
laginu.
-sos.
„Búnir að hefna
tapsins f Sviss”
— sagði Jón Sigurðsson sem lék sinn 100. landsleik í gærkvöldi
— Þetta var mjög ánægjulegur
leikur fyrir mig, sagði Jón Sigurðs-
son, fyrirliði islenzka landsliðsins,
eftir að hann hafði leikið sinn 100.
landsleik — gegn Portúgal. — Ég lék
einnig minn 50. leik gegn Portúgal og
þá unnum við með 25 stiga mun.Jfið
náðum nú að hefna fyrir tapið gegn
Portúgölum i EM-keppninni f fyrra,
sagði Jón.
— Við höfum náð upp mjög góðri
liðsheild og náð sama styrkleika og
þegar Pétur Guðmundsson lék með
okkur i EM-keppninni í Sviss. Við
erum á réttri braut og verðum sterk-
ari og sterkari með hverjum leik,
sagði Jón.
— Nú hefur liðið verið yngt mikið
upp að undanförnu?
— Já, við höfum fengið til liðs við
okkur marga unga og efnilega leik-
menn. Landsliðið er skemmtileg
blanda af reyndum leikmönnum og
svo ungum leikmönnum. Við þurfum
ekki að kvíða framtíðinni, sagði Jón.
-sos.
írski landsliðsmaðurinn
snjalli, Liam Brady, sem
leikur með Juventus á Ítalíu,
hefur ákveðið að hverfa aftur
tii Englands eftir þetta keppn-
istimabil. Brady mun ekki
fara aftur til Arsenal heldur
hefur hann mikinn hug á að
leika við hliðina á fyrrum fé-
laga sínum hjá Arsenal —
Frank Stapleton, sem leikur
með Manchester United.
Ef svo fer að Brady gangi
til liðs við United mun félagið
aðeins þurfa að greiða
Juventus 450 þús. pund fyrir
hann en það er hámarksverð
sem má selja leikmenn á miili
EBE-landa.
tilboö kæmi til greina að hann
skiptiumfélag.
-sos
Van der Elst með
„Hammers”
Belgiski landsliðsmaður-
inn Francois van der Elst, sem
West Ham keypti frá New
York Cosmos á dögunum
fyrir 400 þús. pund, klæddist
búningi „Hammers” í fyrsta
skipti í gær þegar hann lék
með varaliði Lundúnafélags-
ins gegn Luton. Jafntefli varð
—1—1. -SOS.
Síðasti leikurinn i fyrri umferðinni
verður nk. mánudag. Þá leika Fram og
HK i Laugardalshöll kl. 20.00.
• Kristján Arason, vinstrihandarskyttan snjalla úr FH.
• Rene Botteron.
Botteron
til Standard
Rene Botteron, fyrírliði svissneska
landsliðsins i knattspyrnu, var i siðustu
viku seldur frá FC Köln í Vestur-
Þýzkalandi til Standard Liege i Belgiu,
liðsins sem Ásgeir Sigurvinsson lék svo
lengi með. Standard greiddi Köln 3,2
milljónir króna fyrir Botteron eða hátt
í 900 þúsund vestur-þýzk mörk. -hsím.
Rummenigge
til Juventus?
Juventus er nú þegar byrjað
að leita að nýjum leikmanni í
staðinn fyrir Brady og hefur
félagið augastað á Karl-Heinz
Rummenigge hjá Bayern
Múnchen.
Rummenigge sagði i viðtali
við blað á Ítalíu fyrir helgina
að hann þénaði 7 milljónir fsl.
kr. á ári hjá Bayern (700 millj.
gamlar). Rummenigge sagði
að ef hann fengi „viðunandi”
• Liam Brady, knattspymu -
kappinn snjalli.
„Boðið upp á
allt nema
• Sfmon Ólafsson átti mjðg góðan
leik f sókn og vöm.
kaffihlé”
— Lýkur þessum leik ekki hér i
kvöld, sagði einn áhorfandi f Laugar-
dalshöllinni í gærkvöldi, þegar lands-
leikur tslands og Portúgals f körfu-
knattleik hafði staðið yfir i nær tvo
tfma og honum var þá ekki lokið.
Landsleikurinn stóð yfir í rúmar
tvær klukkustundir og má segja að
margir hafi verið orðnir þreyttir á að
sitja. Leikurinn bauð upp á allt, nema
kaffihlé. Hann hófst kl. 20.00 og hon-
um lauk kl. 22.10.
-SOS
LIAM BRADY
TIL UNITED
— og Karl Heinz Rummenigge til Juventus?
„Þetta var stórkostlegt
— sagði Einar Bollason, eftir að ísland hafði unnið Portúgal með 21 stigs mun
— Ég var mjög ánægður með leik
liðsins, sem getur varla verið betri.
Strákarnir voru rólegir i sókn — léku
yflrvegað og þá var mikil keyrsla á
þeim f vörninni þegar þeir léku maður á
mann, sagði Einar Bollason, þjálfari
landsliðsins f körfuknattleik, eftir að
íslendingar höfðu unnið stórsigur (92-
71) yfir Portúgölum i Laugardalshöll-
inni f gærkvöldi.
— Strákarnir hafa nú fengið trú á
sjálfum sér og liðið hefur náð sama
styrkleika og þegar Pétur Guðmunds-
son lék með því, sagði Einar.
íslenzka liðið lék vel —' Torfi
Magnússon skoraði fyrstu körfu leiks-
ins eftir aðeins 8 sek. og síðan var is-
lenzka liðið alltaf yfir.
Sterk pressuvörn
Þegar staðan var 25—18 fyrir ísland
á 10. mín. skipaði Einar Bollason svo
fyrir að leikmenn landsliðsins færu að
leika pressuvörn — maður á mann.
Þetta kom Portúgölum í opna skjöldu
og á augabragði var islenzka Iiðið búið
að ná 12 stiga forskoti — 33—21.
Portúgalar náðu að minnka muninn í
41—40 en staðan var 46—42 fyrir ís-
land í lcikhléi.
Bezti maður Portúgal
út af með 5 villur
Leikurinn var í jafnvægi i byrjun
seinni hálfleiksins. Þegar staöan var
54—48 var Jónasi Jóhannssyni vikið af
leikvelli með 5 villur og stuttu síðar var
bezta leikmanni Portúgals, Carlos Lis-
boe Santos, vikið af leikvelli.
Við þetta hrundi leikur portúgalska
liðsins og tsland komst yfir, 58—48.
Síöan var lokasprettur liðsins hreint
frábær og þegar upp var staðið var
munurinn orðinn 21 stig — 92—71.
Jón fórá kostum
Jón Sigurðsson, fyrirliði íslenzka
landsliðsins, sem lék sinn 100. lands-
leik, fór á kostum í leiknum, var
sterkur í vörn og stjórnaði sóknarleikn-
um eins og herforingi. Jón skoraði 23
stig í leiknum. Simon Ólafsson var
einnig mjög sterkur — skoraði 27 stig
og þá hirti hann alls 13 fráköst. Torfi
Magnússon var einnig mjög góður —
var með 25 stig. Aðrir leikmenn liðsins
léku mjög vel.
Þeir sem skoruðu fyrir íslenzka liðið,
voru: Símon 27/15, Torfi 25/9, Jón
Sigurðsson 23/9, Valur 6/4, Rikharður
4, Jón Steingrímsson 2, Kristján Á. 2,
Ágúst 2/2 og Jónas 1/1.
Santos var bezti leikmaður Portúgal
þegar hann var inn á. Hann var búinn
að skora 22 stig af 48 stigum Portúgals
þegar hann fór út af með 5 villur.
-sos.