Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. Skoðanakönnun DV: Ertu fylgjandi eða andvígur þvíað kapalsjónvarp verðileyft?: Rúmur helmingur fylgj- andi kapalsjónvarpinu Kapalsjónvarp og videómál hafa verið ofarlega á baugi undanfarin misseri. Segja má að bylting hafi orð- ið í sjónvarpsmálum hérlendis á stutt- um tíma. Þúsundir íbúða eru nú samtengdar í sjónvarpskerfum, auk þeirra sem eiga sín eigin myndsegul- bönd. DV spurði fólk í skoðanakönnun um það hvort það væri fylgjandi eða andvígt þvi að kapalsjónvarp væri leyft. Rúmur meirihluti þeirra sem afstöðu taka er fylgjandi því að leyfa kapalsjónvarp. 46,5% þeirra sem spurðir voru vilja leyfa kapalsjón- varp en 36,7% eru því andvígir. 10,8% spurðra voru óákveðnir en 6% vildu ekki svara. Þetta þýðir að 55,9% þeirra sem afstöðu taka eru fylgjandi því að kapalsjónvarp verði leyft en 44,1% eru þvíandvígir. Karlar eru frekar á því að leyfa kapalsjónvarp en konur. Alls vilja 49,7% karla leyfa það, en 35,7% eru því andvígir, 11,3% eru óákveðnir og 3,3% vildu ekki svara. Af konum, vildu 43,3% leyfa kapalsjónvarpið, 37,7% voru því andvígar. 10,3% voru óákveðnar og 8,7% vildu ekki svara. Könnun þessi náði til 600 manna og var þar jafnt hlutfall milli kynja, helmingur úrtaks á Reykjavíkur- svæðinu, helmingur annars staðar á landinu. Greinilegt er að fleiri eru fylgjandi kapalsjónvarpi á Reykja- víkursvæðinu en utan þess. Þá er áberandi að fólk í sveitum er í tals- verðum meirihluta andvígt kapal- sjónvarpi. -JH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðuþessar: Fylgjandi 279 eða 46£ Andvígir 220 eða 36,7% Óákveðnir 65 eða 10£% Svaraekki 36 eða 6,0% Efaðeins eru teknir þeir sem tókuafstöðu verða niðurstöð- umarþassar: Fykjjandi55,9% Andvígh-44,1% .Athugasemdir f ólks: Þúsundir tjölskyldna n/ota nú sjónvarps, annars en hhts ríkisrekna. Flestír eru tengdir inn é kapalkerfí moð ákveðna fasta dagskrá iviku hvorrion sumir oiga sín oigin myndseguibönd. DVmyndHörður „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKIAÐ SPORNA VIÐ ÞRÓUNINNI ,,Ég er samþykk því enda er það orðið einhæft þetta sjónvarp," sagði kona á Akureyri. „Fylgjandi kapal- sjónvarpi, en þó með takmörkun- um," sagði karl á Akureyri. „Fylgj- andi því en þó ekki hömlulaust," sagði karl á Blönduósi. „Allar fram- farir eru til góðs," sagði karl í Reykjavík. „Það þýðir ekki að sporna gegn þróuninni," sagði karl í Reykjavík. ,,Það er allt í lagi fyrir þá sem nenna aðhorfa á það," sagðií kona í Reykjavik. ,,Ég fylgi frjálsræði, fólkið verður að stjórna börnunum og sjálfu sér," sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Ég er fýlgjandi þessu á vissan máta. Sjónvarpið hefði mátt taka þetta fyrr til umfjöllunar og fá niðurstöður í því hvernig menn hafa hugsað sér þetta," sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Kapalsjónvarp er í lagi, svo framarlega sem það er ekki eftir- litslaust," sagði karl á Reykjavíkur- svæðiiiu. „Meðan kapalsjónvarp er ekki Iögbrot er ég fylgjandi því," sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Jú, mér finnst hverjum og einum eigi að vera þetta í sjálfsvald sett," sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. Til f ræðslu „Já, sjáðu, ég er fylgjandi kapal- sjónvarpi sem notað yrði til fræðslu og fyrir skóla, en ég er andvígur kapalsjónvarpi eins og er í blokkun- um í Reykjavík," sagði karl í fsa- fjarðarsýslu. „Þetta fer algjörlega eftir því hvernig það er framkvæmt. Mér finnst allt i lagi að fólk fái sér þetta í einstökum blokkum," sagði karl í Suður-Þingeyjarsýslu. „Mér er alveg sama um kapalsjónvarpið. Þessi hugmynd er svo fjarlæg okkur hér í dreifbýlinu," sagði kona í Borg- arfirði. „Mér finnst alveg óþarfi að almenningur sé að koma sár upp svo» leiðis vitleysu. Það ætti að einskorða svona nokkuð við skóla," sagði kona í Mýrarsýslu. „Þetta er bara bóla sem allir verða orðnir leiðir á eftir nokkur ár," sagði kona á Súðavík. Ég vildi heldur tvær rásir á sama tíma. Það er of lengi fram á nætur, krakkarnir koma ósofin í skólann," sagði karl í Reykjavík. „Það er varla hægt að svara þessari spurningu með jái eða neii. Ég er fylgjandi því í höndum aðila sem eru ábyrgir og sýna ekki bara efni sem er stolið úr íslenzka sjónvarpinu," sagði karl í Reykjavík. Tímaþjófur „Sjónvarpið er mikill tímaþjófur, íslenzka sjónvarpið er alveg nóg," sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Hef horft á svona kapalsjónvarp í Breiðholtinu og langaði til að sparka í það," sagði karl í Þingeyjarsýslu. „Ég vil ekki sjá það. Það eyðileggur líf okkar," sagði karl í Vogunum. „Ég er andvíg því, það vantar ís- lenzkan texta," sagði kona í Kefla- vík. „Tímaþjófur og ekki gott fyrir börn," sagði kona á fsafirði. „Þetta video er vandræði á heimili," sagði kona á Akureyri. „Það breytir lifs- venjum þegar fjölskyldan situr stjörf fyrir framan sjónvarpið," sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er held- ur á móti þvi, hreyfing er betri en kyrrseta," sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Það yrði aðeins til þess að unglingar horfðu allt* of mikið á glæpamyndir," sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Að leyfa kapalsjón- varp væri óðs manns æði," sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Sýn- ingarefnið er bölvað drasl og ómenn- ing að því," sagði karl á Reykjavík- ursvæðinu. -JH Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vinahót við fallít grannríki Norðurlandarið hefur haldið þing sitt og menn crn komnir til sins heima með samþykktir og framtiðarsýnir, sem jafnan fylgja þessu samstarfi þjóðanna. Yfirleitt koma ekki mörg mil fyrir Norðurlandaráðsþing, sem: íslendingum koma við. Engu að sfður höfum við' vissan hag af þessu sam- starfi í veraldlegum efnum, enda styrkir það okkar efnahag að vera hluti af stærri heild. Á hitt ber þó að lita að innan þessarar heildar eru veikbyggðir aðilar, sem geta sjálfir litla björg sér veitt. Svo er um Dani um þessar mundir, en þar hafa tíu fyrirtæki fari á huusinn daglega síðan i áramótum, eða um sex hundruð alls, það sem af er árinu. Segir það sína sögu um ástand mála í einu af sæluríkjum sósialismans. Noregur og Svíþjóð eru heldur bet- ur á vegi stödd, þótt margsinnis sé búið að spá þvi um Svia, að þeir séu næslir á hrakfallaskránni. En nýlega var i það bent að heilbrigðisþjón-j ustan þar i landi ein saman mundi liema 150% þjóðartekna innan ikveðins irafjölda ef héldi fram sem horfir. Hér heima drögilm við mjög dim af ríkjum eins og Svíþjóð, enda ganga hér um stórir flotar manna, sem hafa numið þar margvisleg fræði við góðan farnað í daglegum búnaði, og telja þvi að þannig eigi allar þjððir að vera. Þeim var hins vegar aldrei sagt hvaðan þeir fjirmunir voru teknir, sem fóru til að kosta nim- dvöld þeírra i grannlandinu. Margt i norrænni samvinnu ber keim af þeim stefnumiðum, sem Svi- ar og Danir hafa orðið frægir fyrir um heimsbyggðina. Fyrir utan nina samvinnu, þar sem sósíalisminn er litinn riða ferðinni, bindum við miklar vonir við að geta leyst flest okkar mannlegu vandamil með þvi að taka upp samskonar stefnu i sam- neyslu og þessar þjóðir. Þar mun því koma að okkur mun ekki þykja til- tökumil þótt i endanum fari svo að 150% þjóðartekna lendi til samhjilp- arinnar. Ekki mun verða spurt um greiðslugetu i því sambandi frekar en endranær. Það er út af fyrir sig ekki mikið mil að hitta fulltrúa grannþjóða einu sinni i ári. Hitt er verra ef slíkir sam- fundir eiga eftir að gera okkur sam- dauna gjaldþrotastefnu sósialista- ríkja. Nefndir og sjóðsstjórnir eru að störfum alil irið. Við þuri'um langt að sækja i slika fundi, og höfum ekki alltaf erindi sem erfiði. Einkum fer að þrengjast fyrir dyrum nú, þegar Ijóst er að grannþjóðir okkar eiga við mikinn vanda að stríða heima fyrir. Af þeim sökum mi vænta þess aO fjirlögum Norðurlandariðs verði i auknum mæli skipt upp eftir fram- lögum, og verOur þi litið eftir handa tslendingum nema ferðakostnaður- inn vegna nefndafundanna. Eftir þvi sem harðnar i dalnum með hin Ijúfari mil i eftir að aukast þrýstingur i pólitiska sviðinu, þar sem m.a. krafan um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd verður sifellt hiværari. Sviar hafa nú mannað sig upp i að svara þvf til, að ekki þýði um þetta að ræOa nema tryggt verði að engin umferð kjaraorkuvopna fari fram i baltfska sjómim. Sýnilegt er að ekki mitti miklu muna að þessi yfir- lýsing yrði i annan veg. Sviar hafa raunar hegðað sér cins og fifl í al- þjóðamilum af og til i liðnum ira- tugum, enda frægt að iróðursmenn þeirra hafa jafnvel tekið upp klæða- burð Mao-tse-tung, þegar mest var litiO út af Kina. Þi voru þeir gistivin- ir Hanoi-stjórnarinnar og munu ef- laust blanda sér i El Salvador-miliO meO eftirminnilegum hætti. Dagens Nyheter sendir ufliir i móti enga til aO tala viO eftirlifendur þeirrar hilfu milljónar manna sem myrtir hafa ver- ið i Afganistan siðustu þrjú irin. Kannski er það vegna klæðleysis. Og krafan um baltfska sjóinn i sér þi einföldu forsögu, að rússneskur kaf- bitur með kjarnorkuvopn festist i sænsku landi nýverið. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.