Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn ínnheimtustjórinn öfundaði Blöð- bankann af að- ferðinni Lengi hefur það verið um- ræðuefni manna á meðal hvaða óskynsamleg tregðu- lögmái valdi þvi að viss gjöld eru ekki fyrir löngu orðin nef- skattar. Þar má til nefna af- notagjald af útvarpi og sjón- varpi, sem þá jafnframt ætti ekki að leggja á ellilifeyris- og örorkubótaþega. Fleiri gjöld mætti til nefna. Hófleg en oft kostnaðar- söm tilmæli til gjaldenda eru skiljanleg en stundum sorg- lega tilgangslaus. Nýlegur innheimtustjóri útvarps og sjónvarps, Theódór Georgs- son lögmaður, fetar í fótspor sinna fyrirrennara. Hann er sagður einn þeirra sem gefa reglulega blóð. Þeirra erinda var hann i Blóðbankanum skömmu eftir að hann tók við hinu nýja starfi. Horfði hann, eins og fleiri, með aðdáun og athygli á þegar hinn venjulegi hálf- pottur var dreginn upp i þar til gert hylki með Ijúfu hand- bragði fallegrar stúlku. ,,Ég fann ekki fyrir þessu,” sagði innheimtustjórinn. „Þér ættuð nú heldur betur heima á skrifstofunni hjá okkur.” Áður en stúlkunni gafst færi á þvi að spyrja hann hinnar sjálfsögðuspurn- ingar svaraði innheimtustjór- inn: „Ég vinn hjá innheimtu útvarpsins.” Stærsta Ifkams- rækt fslands I Köpavogi Stærsta og einhver full- komnasta likamsræktarstöð landsins, sumir segja norðan Alpafjalla, verður opnuð inn- an tiðar i Kópavogi. Framtak- ið gengur fyrir afgangsorku Árna Hróbjartssonar sem' rekið hefur póstverzluninav Heimaval. í þessu skyni hefur Árni keypt 940 fermetra hæð i Kaupgarði hf. sem Ólafur Torfason veitir forstöðu. Með samtökum allra Kópa- vogsbúa, undir öruggri en hávaðalausri forystu Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, og ýmissa fleiri ris nú, eins og af sjálfu sér, dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra f Kópavogi. Mörgum þykir sem Kópa- vogur hafi verið lengi i mót- un. Þar eru þó um þessar mundir að gerast markverðir hlutir. Snavs pá ffippen Sjónvarpsleikrit Davíðs Oddssonar, Kusk á hvít- flibbanum, var sýnt i danska sjónvarpinu á fimmtudags- kvöldið. Snavs pá flippen kölluðu Danir leikritið. Ekki höfum við enn frétt af undirtektum við sýningu leikritsins en það var sýnt á bezta tíma, eða klukkan 21.30. Næst á dagskrá eftir kuskinu var leikur Dana og Vestur-Þjóðverja í heims- meistarakeppninni í hand- bolta og ekki hefur það dregið úr fjölda þeirra er horfðu á Snavs pá flippen. Ekki alveg sami tilgangur með hlaupunum Fastagestur á þekktu veit- ingahúsi í Reykjavik pantaði eilt sinn kálfakótilettur sem matseðillinn bauð upp á. Eftir drengilega tilaun til að ná sér I hæfilegan bita og tyggja hann gafst hann upp. Kallaði hann á þjóninn og kvartaði. Þjón- inn kallaði á kokkinn. Kom hann að vörmu spori. Kvaðst gesturinn hafa borðað þarna árum saman og sjaldan lent í öðru eins hrágúmmíi. „Og svo leyfið þið ykkur að kalla þetta helvfti kálfa- kótilettur,” sagði gesturinr heitur í hamsi. „Ég kann nú fyrir mér i kjötvinnslu og matargerð,” sagði kokkurinn, ,,og ég full- vissa yður um að það er ekki meira en svona mánuður frá því þessi kótiletta hljóp í kringum belju af úrvals kyni.” „Það getur verið,” sagði gesturinn, „en ég fullvissa yður um að það hefur ekki verið til þess að sjúga hana.” Villikettir á Sel- fossi Suðurland skýrir frá því að villiketlir hafi verið til um- ræðu á bæjarstjórnarfundi á Selfossi. Meðal gagna sem lögð voru fram um þetla mál varskýrsla fra lögreglu. I henni kom meðal annars fram að villikettir væru ekki „mjög fjölmennir" á Sel- fossi. i i jBragi Sigurðsson Kvikmyndir Kvikmyndir Kirkjuráð fagnar f rumvarpi um samstarf snef nd: Tarzan og Jane i vatninu (sem er eins og á pöstkorti|,horta hvort á annað og væmnin skin úr báðum andlitum. Rétt eins og öll myndin er. Gamla bíó—Tarzan: SU HALUERIS- LEGASTA... Gamla bló: Tarzan Leikstjórí: John Derak Handrit: Tom Rowe og Gary Gtxidord — byggt á persónum í sögum Edgars Rice Burroughs Tónlist: Perry Botkin Kvikmyndun: John Dorek Framleiöandi: Bo Derek á vegum Svengali Productions Aðalhlutverk: Bo Derek, Richard Harris, John Phillip Law og Miles O Keefe. Einhverjum varð að orði yfir miðri Tarzan — myndinni: „Gvöð, hvað þetta er hallærislegt,” en þá leit Jane (Bo Derek) ástaraugum til vöðva- búntsins Tarzan og bað hann að fara ekki frá sér. Þessi setning eins bió- gestsins í Gamla bíói lýsir í fáum orð- um þessari mynd John Dereks. í atriðum þar sem líklegast hefur verið ætlazt til að viðkvæmir áhorfendur felldu tár varð allsherjarhlátur í bíó- inu. Myndin er heldur ekkert venju- lega væmin — hún er hræðileg. Það er augljóst hvert John Derek stefndi með myndatökunni — að auglýsa eiginkonu sína (fyrrverandi). Falleg kona í fallegu umhverfi. Hún leikur sér í fjörunni, veltir sér í sand- inum og hleypur í fallega hvíta kjóln- um sínum út í sjóinn og kemur svo rennvot upp aftur þannig að kjóllinn klessist að líkamanum. (Kannast ein- hver við lýsingarnar). Þessi mynd þeirra hjóna hefur orðið til þess að þau moka inn peningum. Aðsóknin hefur verið vægast sagt mjög góð víða um heim. En hvers vegna? Hvað er það sem fólk sækir í? Að sjá fallega konu og fallega karlmenn baða sig í vatni? Annað er varla boðið upp á. Leikur inn er ömulegur og Bo Derek ætti heldur að halda sig við sitt fyrra hlut- verk i sýningarbransanum. Þó að myndin sé á köflum mjög falleg, þá er í henni vaðið úr einu í annað, þannig að áhorfandinn veit nánast ekkert hvar hann er staddur. Ekki bæta úr skák allar þær klipping- ar sem gerðar hafa verið á myndinni. Þær eru svo illa unnar að jafnvel fólk eins og ég, sem venjulega pæli ekki í tæknivinnu kvikmynda, get ekki komizt hjá að sjá hvar klippt hefur verið. Ekki veit ég hvað á að rekja sögu- þráð þessarar myndar. Það er í einu og öllu reynt að stæla gömlu Tarzan- myndirnar en þó ekki. Jane kemur ein síns liðs til Afríku árið 1910 (ártalið hefur líklega gleymzt í mynd- inni, því hún er eins og tekin í dag) og leitar föður síns sem hún finnur auð- vitað. Karlinn pabbi hennar er með leiðangur sem ætlar sér að finna merkilegan stað — nefnilega legstað filanna. Jane heldur með föður sín- um og fylgdarliði í leit að staðnum en áður en komið er að honum koma þau að „innhafinu mikla”, sem er grænblátt og fagurt eins og á póst kortum. Þarna veltir* dóttirin sér drjúgan hluta myndarinnar eða þang- að til Tarzan sjálfur birtist. Jane sér að Tarzan er ekki api, eins og faðir hennar hafði sagt henni, heldur fallegur ungur maður og hún verður strax ástfangin af honum. Tarzan verður hræddur við hana er hún hleypir af skoti og hypjar sig. En örlögin ráða því að skömmu síðar kemur hann henni til hjálpar á hættu- legri stundu og sjáum við þá að minnsta kosti tíu mínútna buslugang í jvatninu. Samvizku minnar vegna ráðlegg ég öllum að eyða ekki peningum í þessa dæmalausu vitleysu — nema auðvit- að ef einhver vill eyða peningunum sínum í að horfa á Bo Derek baða sig — í fötum. Þeir sem sluppu vel frá þessari mynd (en þeir eru fáir) voru aparnir, sem voru fyrirtak. Þökk sé þeim. Elín Albertsdóltir Kvikmyndir Kvikmyndir Alþingis og þjóðkirkjunnar Vegna framkominnar tillögu um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkju á aðalfundi kirkjuráðs samþykkti kirkjuráð eftirfarandi ályktun: Nú stendur yfir allsherjar endurskoðun á kirkjulöggjöfinni, væntir ráðið þess að frumvarp til laga um samstarfsnefnd Alþingis þjóð- kirkjunnar geti sem fyrst orðið að lögum. í kirkjuráði sitja nú auk biskups: Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjóafirði, Gunnlaugur Finnsson, Hvilft í önundarfirði, sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað og sr. Eiríkur Eiríksson fyrrum prófastur á Þingvöllum. Kirkjuráðsmenn hafa farið austur í Skálholt og kynnt sér starfið á staðnum og i skólanum. Þeir hafa rætt við ýmsa starfsmenn í kirkjulegu starfi, enda er aðalverk- efni fundarins að veita fé úr kristin- sjóði til slíks starfs. Nýtt kirkjuþing verður kjörið í sumar og kýs það síð- an nýtt kirkjuráð sem er fram- kvæmdaaðili kirkjuþings. H.G.G. Kirkjuráð er hér að Ijalla um tillögu d.. Ármanns Snævarr að nýjum frumvörpum um sóknargjöld, kirkjuþing, kirkjusóknir, kirkjulega þjónustu, sóknarkirkju og kirkjubyggingar. Talið ffá vinstri: Dr. Ármann Snævarr, sr. Eirikur Eiriksson, sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari, herra Pétur Sigurgeirsson biskup, sr. Sigurður Guðmundsson, Vilhjálmur Hjáimarsson, Gunnlaugur Finnsson og sr. Þorbergur Kristjánsson formaður Prestafélags lslands. Stór stund fyrir jassunnendur í kvöld: Joe Newmanmeðtónleika áBroadway Hingað til lands er kominn trompet- leikarinn Joe Newman og mun hann halda hér nokkra tónleika auk þess sem hann verður með kennslu í skóla F.Í.H. Fyrstu tónleikarnir verða á Broadway í kvöld það sem Newman leikur með tríói Kristjáns Magnússonar. Einnig kemur fram kvartett Krístjáns Magnús- sonar og Big Band ’81 undir stjórn Björns R. Einarssonar. Þá er stefnt að því að Joe Newman haldi tónleika á Akureyri. Það er Jazz- vakning sem stendur að komunni og mun Newman leika á klúbbkvöldi vakningarinnar. Joe Newman er meðlimur í Count Basie Big Bandinu. Hann er ættaður frá New Orleans, þar sem hann fæddist árið 1922. Newman vakti fyrst athygli með skólahljómsveit Alabama State Teachers Collage, sem stjórnuð var af Lionel Hampton. Árið 1943 gekk hann i Big Band Count Basies. Þá hefur hann leikið með ýmsum hljómsveitum og má þar nefna t.d., JC Heard og Illionois Jacquet. Joe Newman hefur farið hljómleikaferð um Skandinaviu með eigin hljómsveit, skipuð meðlimum úr Basie Bandinu. Fjölda hljómplatna hefur hann leikið inná með mörgum þekktum jassleikur- um. Má nefna menn eins og Milt Jackson, Zoot Sims, Buck Clayton, Tony Scott og að sjálfsögðu með Count Basie. Joe Newman hefur einu sinni áður komið til íslands þar sem hann lék við opnun Hótels Loftleiða. -ELA Joe Newman Lh. á myndinnl ásamt þeim Friðrik Theodórssyni (i miðið) og I. J. Johnson. XEROX’ Leiðandi merki í Ijósritun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.