Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. 45. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið iSfiSZ HÉLDU FÉLAGSFUND SINN I FLUTNINGASKIPI Það hlýtur að heyra til undantekninga að félagasam- tök haldi fundi sína um borð í íslenzkum millilandaskipum. Þetta gerðu JC— félagar í Reykjavík á dögunum og fór fundurinn fram í ekjuskipi EiíÉi skipafélaga íslands, Álafossi, sem að vísu lá við Sundahöfn á meðan fundurinn fór fram. Hvað sem því líður þótti fund- urinn takast mjög vel í alla staði og þótti félögum þessi ný- breytni vera mjög til eftir- breytni. JC— félagar í Reykjavík halda félagsfundi sína öðru jöfnu mánaðarlega í húsakynn- um sínum að Dalshrauni, en að þessu sinni var sem sagt brugð- ið út af vananum og akveöiö að halda fundinn í einhverju fyrirtækja borgarinnar og kynnast starfsemi þess í leið- inni. Fyrir valinu varð Eim- skipafélag íslands, eins og að framan greinir, og var ákveðið að undirlagi Eirnskipafélagsins að halda fundinn í skipinu fremurenílandi. Eftir fundarsetningu og al- menn fundarstörf gengu JC— félagarnir um skipið og kynntu sér starfsemina enda var verið að vinna á f ullu í skip- inu þegar fundurinn átti sér stað. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem félagasamtök halda fund sinn í millilandaskipi og hvort slíkt á að teljast til eftirbrevtni skal ósagt látið, en hitt er víst að þetta er nokkuð nýstárlegt. -SER. Hluti JC-félaganna um borO í Ála- fossi. Á innfelldu myndinni má s/á hvar ainn félagsmannanna, sem við þvi miður kunnum ekki að nafn- greina, faðmar skipstiórann aO sér, en sá hehir Erlendur Jónsson. (DV-myndir: Einar Ólason.l JC-hópurinn saman kominn IhurOarkjafti'ek/uskipsins Álafoss. Inn afþvlmé eygja lestarrýmlskipsins. Valli og víkingarnir ÚR KAUPFÉLAGSHOFI FÁSKRÚÐSFIRÐINGA Vafalítið hefur það ekki farið framhjá mörgum að Sambandið hélt — með tveggja laga ptötu Það þykir ekki lengur tíðind- um sæta þó ný islenzk híjóm- plata líti dagsins Ijós. Athygli tónlistargrúskara beinist þó væntanlega mjög þessa dagana að vœntanlegri plötu með hinni sérstæðu hljómsveit Valla og víkingunum. Mun platan koma útsíðar íþessum mánuðl Mikil íeynd er sögð hvíla yjír gerð plötunnar og allri út- gáfu hennar — og segir svo í nýlegu fréttabréfi Steina hf, sem gefa plötuna út, að leynd- in sé svo mikil að Valli og víkingarnir séusjálfir ekkifull- komlega vissir um aðþeirséu í hljómsveitinni! Plata Valla og víkinganna verður tveggja laga og nefnast þau Oti alla nóttina og Til í allt. Fyrst verið er að tala um hrœringar í íslenzka hljóm- sveitarbransanum má getaþess í framhjáhiaupi að piltarnir í Mezzoforte eru staddir um þessar mundir í Luxemborg þar sem þeir koma m.a. fram í sjónvarpi og útvarpi. Flokkur- inn kemur einnig fram á ís- lenzkri iðnkynningu sem nú ferfram í Lux og er óhætt að segja að þar séu mjög fram- bœrilegir fulltrúar íslenzkrar tónlistar. Sigmar bóndi Magnússon i Dökmn fkittiaoalreaOudagsms. á dögunum upp á áttræðisafmælið sitt. Fór hátíðin fram á flestum ef ekki öllum stöðum landsins sem státa af kaupfélagi og þótti takast með ágætum. Fáskrúðsfirðingar voru ekki eftir- bátar annarra i nefndum hátiðar- höldum. Héldu þeir afmælishóf Sam- bandsins með viðhöfn í félagsheimil- inu á staðnum, sem nefnist því smekklega nafni Skrúður. Þar voru saman komnir flestir bæjarbúar og voru borð hlaðin dýrindis veigum og öðru meðlæti. Sigmar bóndi Magnússon í Dölum eystra flutti aðalræðu dagsins og lagði út af sam- vinnuinntakinu. Aðrir lóku til máls og fjölluðu ákaft um ágæti kaup- félagsins á staðnum. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga verð- ur hálfrar aldrar gamalt á næsta ári, en það var stofnað 6. ágúst árið 1933. Voru stofnendur þess tuttugu og eiiuim betur. Núverandi -kaupfélags- stjóri þess er Gísli Jónatansson. Meðfylgjandi myndir tók Ægir Kristinsson fréttaritari DV á Fáskrúðsftrði í afmælishófinu þar eystra. -SER. Eins og sjá mé vertti Kaupfóktg Fáskrúösfírðinga rikulega i afmælishóf- inu. íSS:í;BK*S.í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.