Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Qupperneq 37
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
45.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
HÉLDU FÉLAGSFUND SINN I FLUTNINGASKIPI
Það hlýtur að heyra til
undantekninga að félagasam-
tök haldi fundi sína um borð í
íslenzkum millilandaskipum.
Þetta gerðu JC— félagar í
Reykjavík á dögunum og fór
fundurinn fram í ekjuskipi EiflH
skipafélaga íslands, Álafossi,
sem að vísu lá við Sundahöfn á
meðan fundurinn fór fram.
Hvað sem því líður þótti fund-
urinn takast mjög vel í alla
staði og þótti félögum þessi ný-
breytni vera mjög til eftir-
breytni.
JC— félagar í Reykjavík
halda félagsfundi sína öðru
jöfnu mánaðarlega í húsakynn-
um sínum að Dalshrauni, en að
þessu sinni var sem sagt brugð-
ið út af vananum og ákveðið
að halda fundinn í einhverju
fyrirtækja borgarinnar og
kynnast starfsemi þess í leið-
inni. Fyrir valinu varð Eim-
skipafélag íslands, eins og að
framan greinir, og var ákveðið
að undirlagi Eimskipafélagsins
að halda fundinn í skipinu
fremur en í landi.
Eftir fundarsetningu og al-
menn fundarstörf gengu JC—
m
Hluti JC-fótaganna um borð i Áhh
fossi. Á innfelldu myndinni má sfá
hvar einn fóiagsmannanna. sem vk)
því miður kunnum ekki að nafn-
greina, faðmar skipstjórann að sór,
en sá heitir Eriendur Jónsson.
(D V-myndir: Einar Ólason.)
félagarnir um skipið og
kynntu sér starfsemina enda
var verið að vinna á fullu í skip-
inu þegar fundurinn átti sér
stað.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem félagasamtök halda fund
sinn í millilandaskipi og hvort
slíkt á að teljast til eftirbrevtni
skal ósagt látið, en hitt er víst
að þetta er nokkuð nýstárlegt.
-SER.
i \m m1é m # # • # 1 ijf
i fv'íá&C CZ jgg *• ^
Valli og víkingarnir
með tveggja /aga plötu
Það þykirekki lengur tíðind■
um sœta þó ný íslenzk hljóm-
plata líti dagsins Ijós. Athygli
tónlistargrúskara beinist þó
væntanlega mjögþessa dagana
að vœntanlegri plötu með
hinni sérstæðu hljómsveit
Valla og víkingunum. Mun
platan koma út síðar I þessum
mánuði.
Mikil leynd er sögð hvíla
yfir gerð plötunnar og allri út-
gáfu hennar — og segir svo i
nýlegu fréttabréfi Steina hf,
sem gefa plötuna út, að leynd-
in sé svo mikil að Valti og
víkingarnir séu sjálfir ekki full-
komlega vissir um að þeir séu I
hljómsveitinni!
Plata Valla og víkinganna
verður tveggja laga og nefnast
þau Úti alla nóttina og Til I
allt.
Fyrst verið er að tala um
hrœringar I íslenzka hljóm-
sveitarbransanum má geta þess
i framhjáhlaupi að piltarnir í
Mezzoforte eru staddir um
þessar mundir I Luxemborg
þar sem þeir koma m.a. fram í
sjónvarpi og útvarpi. Flokkur-
inn kemur einnig fram á ís-
lenzkri iðnkynningu sem nú
fer fram í Lux og er óhœtt að
segja að þar séu mjög fram-
bœrilegir fulltrúar íslenzkrar
tónlistar.
ÚR KAUPFÉLAGSHÓFI
FÁSKRÚÐSFIRÐINGA
Eins og sjó má vartti Kaupftíag Fiskrúðsfkðinga ríkuioga i afmæiishóf-
inu.
á dögunum upp á áttræðisafmælið
sitt. Fór hátíðin fram á flestum ef
ekki öllum stöðum landsins sem státa
af kaupfélagi og þótti takast með
ágætum.
Fáskrúðsfirðingar voru ekki eftir-
bátar annarra i nefndum hátíðar-
höldum. Héldu þeir afmælishóf Sam-
bandsins með viðhöfn í félagsheimil-
inu á staðnum, sem nefnist þvi
smekklega nafni Skrúður. Þar voru
saman komnir flestir bæjarbúar og
voru borð hlaðin dýrindis veigunt og
öðru meðlæti. Sigmar bóndi
Magnússon í Dölum eystra flutti
aðalræðu dagsins og lagði út af sam-
vinnuinntakinu. Aðrir tóku til máls
og fjölluðu ákaft um ágæti kaup-
félagsins á staðnum.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga verð-
ur hálfrar aldrar gamalt á næsta ári,
en það var stofnað 6. ágúst árið 1933.
Voru stofnendur þess tuttugu og
einum betur. Núverandi -kaupfélags-
stjóri þess er Gísli Jónatansson.
Meðfylgjandi myndir tók Ægir
Kristinsson fréttaritari DV á
Fáskrúðsfirði i afmælishófinu þar
eystra. -SER.
Vafalítið hefur það ekki farið
framhjá mörgum að Sambandið hélt
Sigmar bóndi Magnússon I Dökrnn
fkrtti aðairæðu dagsins.