Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 34
DAGBLAÐID & VlSIR. MANUDAGUR 8. MARZ 1982. Stray Cats-Gonna Ball: Rokkadaf festu og einurd Quarterfíash: LETTROKKUÐ EN BOÐAR FÁ TT NÝTT Það eru ekki margir söngvarar í hljómsveitum sem eru jafnframt saxó- fónleikarar og sjáifsagt mjög sjaldgæft að söngvarinn sé kvenmaður og jafn- framt virkur og liðtækur saxófónleik- ari. En það er einmitt þetta hlutverk sem Rindy Ross hefur í sextettnum Quarterflash og það sem meira er að eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum á Quarterflash kemst maður að því að hljomsveitin stendur og fellur með henni. Quarterflash hefur nýlega skotizt upp á stjörnuhimininn með laginu Miábæjar bakan Handverksbakarí Háaleitísbraut 58-60 Sími35280 Framleiðum margar stærðir af kransakökum og kransakökukörfum ur h.num þekkta 08DENSEmarsipanmassa.Einnlgflögumv1ð rjómatertur og pAiyir'.^1 marsipantertur eftir óskum kaupanda. Geymið auglýsinguna. I A.H. Briddebakamneistan. ATH.: Opifl alla virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 13—17. B\ Það oru meiri möguloikar á afl bfllinn \ , soljist hjá okkur ^ÍAltify Borgartúni 24 Sími 13630 og 19514 Bilasala Bilaleiga Ara.: Vorö'; BMW 518, ok. 66 þús. km..................%... /?»?» i ib.OOO/ Galant 1600.................................1979 95.000 Volvo244 DL,ok. 28þús.km....................1980 140.000 Malibu station i sérflokki,......................1979 160.000 Saab900GLS,ok. 30 þús., sjáffsk................1979 155.000 Chovrolot Impala, ok. 80 þús. Tvoir eig.r toppbfll, ... 1976 99.000 Honda Accord, ok. 2 þús., sjálf sk................ 1981 160.000 Mazda 626 2000,2 dyra, ok. 29 þús................1980 110.000 Galant 1600 GL, okinn 20 þús. km. 1980 105.000 Toyota Corolla station......... ...............1979 85.000 Saab99GL4d............... ...............1978 97.000 Colt GL 1200, 5 dyra........................... 1981 95.000 BMW520Í ok.4þus........ ..................1982 220.000 Mazda 929,4 dyra sjárfsk. ek. 12 þús............. 1981 130.000 Mitsubishi pick-up 4x4 L2ÖÖ 1982 127.000 BMW316,2dyra,nýtt lakk....................1977 95.000 Mazda 323 station, sjáKskipt, ek. 19 þús...........1900 95.000 Honda Accord...............................1979 100.000 Paihatsu Charado, ok. 16. þús...................1900 79.000I Ford Fiosta ok. 15 þus. km.... ..... ........1979 85.000 Toyota Cprolla ok. 4 þús. km....................1981 115.000 Volvo245GL,ekinn4þús.km................... 1980 185.000 BMW528ok.110þús.km......................1976 145.000 Plymouth Volarc 4 d. ok. 38 þús. km..............1978 125.000 Rango Rovor................................1978 230.000 VÖRUBÍLAR: Volvo F87 m/2,5 tonna krana Iftifl okinn...........1978 370.000 Volvo F88, ok. 270 þus. km.....................1969 180.000 Höfum kaupondur að Benz 22—24 irnnna árg. 79—'80 og Volvo ofla Scania "74—'76,6 hjóla. Einnig vantar allar gerðir vörubíla og vinnuvéla á skrá. Stór og bjartur sýningarsalur, malbikaö útisvœði. Mikið úrval af nýlcgum scndibílum á skrá, árg. 79,'80/81. ' Harden my Heart sem er ágætisrokkiag og auðvelt að melta það. Annars er fátt nýtt við músik Quarterflash, hún fetar í fótspor frægra hljómsveita eins og Eagles og Fleetwood Mac og minnir óneitanlega á þessar ágætishljómsveit- ir. A plötunni eru níu lög og er Rindy Ross í aðalhlutverki í sjö laganna bæði sem söngvari og saxófónleikari. Mætti hvaða hljómsveit sem er vera stolt af að hafa hana sem saxófónleikara, sýnir hún það bezt í síðasta lagi plötunnar Williams Ayenue. í tveim laganna, Critical Times og Cruisin with The Deuce, er hún ekki með. Og þá dettur allur kraftur úr hljómsveitinni og út- koman er að mínu áliti léleg eftiröpun á Eagles. En tvö lög af sjö eyðileggja ekki plötuna því að restin er ágætis rokk af léttari gerðinni. Það er erfitt að dæma um framtíð Quarterflash því markaðurinn er yfir- fullur af hljómsveitum sem flytja sams konar tónlist, eða soft-rock. Beztu lögin eru Hearten My Heart, Find Another Fool og Williams Avenue. HK Tæpast hefur það farið framhjá tónlistarunnendum að rykið hefur ær- lega verið dustað af gamla rokkabillí- inu svo nú glansar það út um borg og bí á nýjan leik, Þetta nýja rokkabilli er tvennskonar.Fyrst skal nefna það sem er fyrirferðarmeira, flytjendur á borð við Stebba hristing og Matchbox, sem láta glensið og gamanið sitja í öndvegi líkt og HLH flokkurinn islenzki hér um áríð. Hinn hópurínn tekur hlutverk sitt alvarlegar, þeir flytjendur rokka af festu og einurð, stunda einhverskonar rokktrúboð og láta spaug og spé lönd og leið. Hér má nefna Stray Cats og Rockats. Flækingskettirnir eru þrír og banda- rískir að þjóðerni. Þeir tóku saman pjönkur sínar vestra þar sem fólk hafði ekki nennu í sér til þess að veita tónlist þeirra athygli og héldu til fyrirheitna landsins, Bretlands, árið 1980. Strax og fyrsta framleiðsla kattanna leit dagsins ljós þurfti engum blöðum um það að fletta að þeir höfðu öll tromp í hendi sér. Lögin Runaway Boys, Rock This Town og Stray Cat Strut náðu 011 miklum vinsældum og breiðskífan fyrsta sömuleiðis. Kröftugt og fábrotið rokk Flækingskattanna hreif margan manninn inn í sveiflu gamla tt'mans og á Lundúnartorgum mátti snemma sjá þriggja pottorma hljómsveitir slá upp hljómleikum í anda Stray Cats: með gitar, kontrabassa og einfalt trommu- sett — að viðbættu túberuðu brilljant- ín - smurðuhári. Áður en síðasta ár rann sitt skeið á enda sendi Stray Cats frá sér aðra breiðskífu, Gonna Ball, sem verður að teljast mjög eðlilegt framhald af fyrri skífunni. Rokkið er öllu kröftugra en áður og áberandi drift í öllum hljóð- færaleik. Á hinn bóginn eykur það á fjölbreytni plötunnar að kunningjar eru gengnir til þess að blása i saxafón og ef grannt er hlustað má greina örfáa tóna úr hljómborði. öll hljóðfærin eru fábrotin sem fyrr og þess raunar getið á plötuhulstri að aðeins ódýrustu hljóð- færi hefðu verið notuð við plötugerð- ina. Flest lögin eru eftir þá þremenn- ingana, utan þrjú sem fengin eru til láns. Tvö Iög af plötunni hafa verið gefin út á smáskifum „Little Miss Prissy" og You Dont Believe It" en gengi þeirra því miður ekki í samræmi við gæðin. Of snemmt er raunar að spá um síðara lagið. Þó Stray Cats rokki hér af röskleika er það samt sem áður eina rólega Iag plötunnar sem mér finnst bera af, Lonely Summer Nights eftir söngvarann Brian Setzer, eihhver geðslegasta ballaða rokksins (og þó viðar væri leitað!). Sértu á þeim buxunum að rokka dulítið í takt við gömlu rokkkempurnar finnur þú ekki einlægari og heiðarlegri flytjendurenStrayCats. .Gsa| StrayCats Depeche Mode—Speak & Spelh PLÖTUR Órómantískt tölvupopp Tölvupoppið hefur tekið flesta með trompi og í Bretlandi spretta upp marg- ar gorkúlur á þessu sviði. Fyrir nokkru gaf SPOR út plötuna Speak & Spell með hljómsveitinni Depeche Mode (depetse mód) og mun sú plata vera fyrsta stóra afkvæmi hinna tvítugu fjórmenninga sem hljómsveitina skipa. Þeir heita: David Gahan (söngur), Andrew John Fletcher, Martin Lee Gore og Vince Clark (allir á hljómborð). Sá síðastnefndi mun vera aðallaga- og textahöfundur hljóm- sveitarinnar. Það mun hafa verið fyrir um ári siðan að Depeche Mode gaf út sína fyrstu litlu plötu en þær urðu sam- tals þrjár áður en Speak & Spell leit dagsins ljós. Tvær þeirra komust hátt á brezka vinsældalista. Þegar Speak & Spell kom loks út í nóvember síðastlið- inn fór hún beint í 10. sæti eins vin- sældalistans í Bretlandi. Og er þá kom- inn timi til að snúa sér að umræddri plötu. Nýjasta nýtt í poppmúsik er nefnt nýrómantík sem í raun er fáránleg nafngift. Miklu mun frekar mætti kalla fyrirbærið tölvupopp eða eitthvað i þá veru. Tónlist þessi, en af boðberum STYRKIR til háskólanáms í Kína Stjórnvðld Alþýðulýðveldisins Klna bjoða fram tvo styrki handa Islendingum til háskóla- náms I Klna háskólaárið 1982—83. Eru styrkirnir ætlaðir stúdentum til náms I bðkmenntum, sögu, heimspeki, raunvlsindagreinum eða kandldðtum til framhaldsnáms I klnversku. Námsmenn I raunvlsindum geta búist við að þurfa að gangasi undir sérstakt próf hérlendis I stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. — Umsðknir skulu hafa borist menntamálaráðuneylinu, Hverfisgðtu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 6. aprll nk. Umsðknareyðublöð fást I ráðuneytinu. MonntamálaráAunoytifl, 4. mars 1982. SMÁAUGLÝSINGÍ Híh ATHUGIÐ! ER ENGIN SMÁ-AUGLÝSING Opidallavirkadagafrákl. 9-22 , Laugardaga frákl. 9—14 Sunnudagafrákl. 14—22 wmiMmmmm Smáauglýsingadeild-Þverholtill -Síim27022 hennar mætti nefna frumkvöðulinn Gary Numan, Human League, OMD og Landscape, á næsta lítið skylt við rómantík að neinu marki. Kalt, einfalt tólvupopp, að vísu melódiskt, getur aldrei verið kennt við rómantík. En kannski má finna örlítinn keim af rómantíkinni sé mið eingöngu tekið af pönkinu og nýbylgjunni sem tölvu- poppið hefur leyst af hólmi sem ríkjandi tónlistarstefna i Bretlandi; flaggskipi poppsins. Og á sama hátt er erfitt að finna rómantískan flöt á text- um „nýrómantíkurinnar" umfram það sem loðað hefur við poppið á undan- förnum tveimur áratugum. En nóg um það. Hljómlist Depeche Mode er dæmigert tölvupopp og minnir einna helzt á OMD og Landscape. Þau þrjú lög sem hljómsveitin hafði áður sent frá sér á litlum skifum eru einnig á Speak & Spell en þau heita Dreaming Of Me, New Life og Just Can't Get Enough og verða þessi þrjú að teljast með betri lögum plötunnar. En auk þessara þriggja er þar að finna átta önnur lög. Það fer víst ekki á milli mála að Depeche Mode er með betri tölvu- poppurum sem fram hafa komið en þó er eins og þeir eigi eftir að marka sér bás innan hinnar nýju línu. Lögin á plötunni eru glettilega lík en þar er kannski einhæfum útsetningum um að kenna. öll eru lögin í mjög ákveðnum danstakti sem enn frekar verður til þess að þau renna saman. í heild er Speak & Spellágætis tölvupoppsplata en langt I frá að vera meistaraverk á neinn máta. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.