Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 36
44 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MANUDAGUR 8. MARZ 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Svíðsljósið SÆNSKUR FLOKKSLEIÐTOGI BREGÐUR SÉR TIL RÍÓ MEÐ 6 YFIRMÖNNUM FRÁ SAS — Á sama tíma bera flokksbræöur hans framtil- lögu á þingi SAS í óhag ^iÆ Nýtt hneykslismál er í uppsiglingu í Sviþjóð og í þetta sinn stendur það í sambandi við skemmtiferð Ulfs Adelsohns, leiðtoga Hægfaraflokksins, með sex háttsettum yfirmönnum flugfélagsins SAS á kjötkveðjuhátíð í Rió de Janero. Fór hún fram um sama leyti og nokkrir af flokksbræðrum Adelsohns báru fram tillögu á sænska þinginu sem getur þýtt 130—180 milljóna króna tap fyrir SAS. Hvatinn að tillögu hægfaramann- anna er hið mikla tap á rekstri innan- landsflugs í Danmörku. Þeim finnst ekki lengur ástæða til að styrkja það með ágóða af innanlandsflugi í Svíþjóð, en sá ágóði er sagður um 180 milljónir króna. Þess vegna vilja þeir fremur að sænskum aðilum verði falið að sjá um sænskt innanlandsflug í stað hins samnorræna flugfélags SAS. Adelsohn, sem áður gegndi embætti samgöngumálaráðherra, var spurður við heimkomu sína frá Ríó hver hefði greitt fyrir skemmtiferðina, en Adelsohn flaug á 1. farrými og kostar farmiðinn fram og til baka um 60 þúsund krónur. Neitaði að sýna flugfarseðilinn — Ég greiddi sjálfur fyrir mig, og það hvern einasta eyri, sagði Adelsohn. — Það bauð mér enginn. Hann neitaði þó eindregið að sýna flugfarseðilinn sinn og sagði að það væri óforskammað að fara fram á slikt. — Stjórnmálamenn hljóta að eiga rétt á því að skreppa í fri eins og annað fólk, sagði hann. — Allt frá bernsku hefur mig dreymt um að komast á kjöt- kveðjuhátíð í Ríó. Og hún var alveg stórkostleg... Adelsohn vill ekki tjá sig um það hvort hann ræddi flugmál við yfirmenn SASáleiðinni. — Hvað við ræddum kemur okkur einum við, segir hann. SAS-mennirnir hafa hins vegar látið þau boð út ganga að ferð þeirra til Ríó hafi verið hrein og klár viðskiptaferð. Ulf Adelsohn: Vafasöm skemmtiferð til Rló. Afmæli Elísabetar Það þykir ekki lítill viðburður þegar fræg kvikmyndastjarna verður fimmtug. Liz Taylor, sem skammast sin ekkert fyrir aldurinn enda enn í fullu fjöri, hélf upp á afmælið með því að dansa diskó fram á morgun. Var veizlan haldin á fínasía næturklúbbnum í London og sögðu gestir að Liz hefði staðið sig jafnvel og tvítugt telputetur í dansinum. Sá af veizlugestum sem vakti mesta athygli var gamla ástin hennar og tvívegis fyrrverandi eiginmaður, Richard Burton, en sagt er að nú dragi saman með þeim hjúum á ný. Enda var það hann sem stóð við hlið stjörnunnar er hún skar hina glæsilegu afmælis- tertu, prýdda fimmtiu kertum. YokoOno:Áttihugoghjörtuáhorfcnda GRAMMY-VERÐ- LAUNIN AFHENT Það var társtokkin Yoko Onö sem tók við Grammy-verðlaunum fyrir plötu hennar og hins myrta manns hennar, Johns Lennons, Double Fantasy. Risu áhorfendur úr sætum síuum og hylltu hana ákaflega er hún kom fram á sviðið ásamt sex árá syni þeirra Johns, Sean. Þetta er í 24. sinn sem - Grammy-verðlaunaafhending fer fram og lá við að aðrír sigur- vegarar hyrfu i skuggann af Yoko. Meðal sigurvegara voru Quincy Jones, sem hefur fengið fleiri Grammy-verðlaun en nokkur annar, og Kim Carnes, en hás rödd hennar hýtur stn vel 't hinu rinsæla lagi er leiddi hana til sígurs:*Bette Davis Eyes. A! Jarreau, Lena Horne, Dolly Parton, The Police, Manhattan Transfer og höfundur þemalags Hill Street Bluse, Mike Post, fengu öll tvennverðlaun fráNationat Academy of Recording Arts & Science. Guincy Jones sigursæll Quirtcy Jones, sem fékk alls ftmm Grammy-verðlaun, var m.a. kosinn framleiðandi ársins og bezti útsetjarinn. Plata hans, The Dude, var valin bezta blús- og rythmaplata ársins og upptökur hans á Velas og Ai No Corrida fengu verðlaun fyrir hljóðfæraskipan og söng. Jones deildi einnig verðlaunum með Lenu Horne fyrir plötuna Lena Horne: The Lady and Her Music, en Lena fékk einnig verðlaun sem skemmtikraTtur. Höfundar vinsæl- asta lagsins, Bette Davis Eyes, unnu einnig til verðlauna og hin skozka Sheena Easton, sem vann sér mikla hyili fyrir lagiö úr James Bond myndinni For Your Eyes Only, og ballöðuna Morning Train, var kosin listamaður ársins. 1 klassískri tónlist vann sinfóníuhljómsveit Chicago og kór hennar til verðlauna fyrir flutning sinn á 2. sinfóniu Mahiers undir stjórn sir Georg Solti. Fiðluleikarinn Itzhak Perlman vann til einna verðlauna og deildi tveimur með öðrum. Ekki ónýtt að giftast fursta Heestíréttur i Los Angeles dæmdi nýlege saudi-arabískan fursta maðlagsskyldan með konu sinni sem sækir um skilnað frá horium. Hanni var einnig dæmdur umráðaróttur yfir börnum þeirra fjórum. Olli dómurinn fursta- frúnni, DanuAIFassi, svo mikillikætiað hún dansaðium dómsalinn. Dena fer einnig fram á eignaskipti tilhelm- inga og takist henniað fá það igegn nemur hlutihennar um þremum milljörðum Bandarikjadala. Eiginmaðurinn, Mohammed Al Fassi, býr nú í Flórída ásamt tveimur öðrum eiginkonum og hafa lögfræðingar hans áfrýjað dómi þeim sem felldur var í Los Angeles. Elzti flugmaður í heimi: HANNER NIRÆÐUR OG HELDUR ENN ÁFRAM AÐ FLJÚGA Etrti flugmaður iheimi og vélin hans:Hann smíðaðihana„aðeins" 79ára aðaldri. Hann lætur ekki aldurinn halda aftur af sér, hann Harold Probyn. Hann hélt nýlega upp á níræðis- afmælið sitt með góðri flugferð i heimasmíðuðu flugvélinni sinni. Harold er nefnilega flugmaður og flýgur enn og er þar með elzti flug- maður í heimi. Hann býr í Kenya í S- Afríku. — Mér finnst svo afslappandi að fljúga og flugið heldur mér ungum í anda, segir Harold. — Ég vona bara að mér endist líf og heilsa til að fljúga þangað til ég verð 100 ára. Harold fæddist á Englandi 12. des- ember 1891. Hann lauk flugprófi í apríl 1916 — aðeins 13 árum eftir að Wright-bræðurnir fóru í sína fyrstu flugferð. — Ég varð fjórum sinnum fyrir því að flugvéi mín var skotin níður í fyrri heimsstyrjöldinni, segir Harold. — Ég slasaðist þó aldrei alvarlega og það kom aðeins einu sinni fyrir að ég varð að fá tveggja vikna sjúkraleyfi. „ Algjört undur" Harold barðist líka með enska flughernum í heimsstyrjöldinni síðari en fluttist að stríðinu loknu til Kenya. Og þar flýgur hann heimagerðu vél- inni sinni sem hefur hvorki væng- speldi né hemla. Vélin er úr Volks- wagen bíl. Ég smíðaði hana þegar ég var 79 ára, segir Harold. — Það er í raun- inni afar auðvelt að fljúga henni. Það má segja að ég hafi flogið yfir alla Afríku og Evrópu og mér þykir jafn- gaman að fljúga núna og mér þótti fyrir 65 árum. — Hann er algjört undur, segir dr. George Robertson, læknir í Nairobi, sem rannsakar flughæfni Harolds á sex mánaða fresti. — Hann er við hestaheilsu og getur þess vegna haldið áfram að fljúga um ófyrir- sjáanlega framtið. — Það er aðeins eitt ráð sem ég vil gefa því fólki sem langar til að halda lil'i og heilsu sem alira lengst, segir Harold. — Og það er að finna sér starf sem það hefur brennandi áhuga á og halda svo áfram að sinna þvi án þess að hugsa nokkuð um aldurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.