Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 1
BUWW. 55. TBL. — 72. og 8. ARG. — MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. frjálst, áháð daghlað Tvær andstæðar fylkingar áttust við hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi: Klof ningur Alþýðubanda- lagsins eftir prof kjör —„Er ekki stríð í öllum flokkum?" sagði oddviti f lokksins í morgun Mikill kurr er nú innan Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi í framhaldi af prófkjöri flokksins, sem fram fór um helgina og aðdraganda þess. Er óhætt aðsegjaaðflokkurinnskiptist þar í tvær andstæðar fylkingar. Alþýðubandalagið á nú 3 bæjar- fulltrúa í Kópavogi, en ljóst var fyrir- fram að a.m.k. einn þeirra yrði að víkja vegna prófkjörsreglna, sem flokkurinn setti. Þar var kveðið á um að merkja skyldi við 3 karla og 3 konur, þannig að a.m.k. ein kona hlaut að koma upp á milli þeirra þriggja karla er nú eiga sæti í bæjarstjórninni, Björns Ölafssonar, Snorra Konráðssonar og Ásmundar Ásmundssonar. Sam- kvæmt heimildum DV stóð fylking1 Björns Ólafssonar með Ólaf Jónsson fv. bæjarfulltrúa og formann uppstillingarnefndar í fararbroddi gegn Ásmundi Ásmundssyni og stuðningsmönnum hans. Fyrirfram lá fyrir að þar sem tvær fylkingar tækjust á, væru allar líkur á því að sú fylking sem yrði ofan á, raðaði sínu fólki í efstu sæti listans, en hin yrði úti í kuldanum. Raunin varð sú að Björn og hans fólk náði 53—54% atkvæðamagni og skipar efstu sæti listans, en Ásmundur og hans fólk er með rétt tæplega innan við 40% fylgi og nær Ásmundur þar með 5. sæti. Mjög ákveðin smölun var fyrir prófkjörið og mönnum lagðar linurnar hvern kjósa ætti. „Það fer ekki á milli mála, að það var hópur manna, sem hafnaði mér í prófkjörinu. Það kom í ljós er lesin voru upp atkvæði á fundi félagsins," sagði Ásmundur Ásmundsson bæjar- fulltrúi. ,,Ég hafði haft af þessu spurnir fyrir prófkjörið, en prófkjör er prófkjör og það má búast við ýmsu í þeim." Tekurðu sæti á lista Alþýðubanda- lagsins i Kópavogi? „Það er uppstillingarnefndar að fjalla um þetta prófkjör. Ég tek ekki afstöðu til þess fyrr en hún hefur skilaðsínustarfi." „Er þetta ekki eins og gerist alls staðar, er ekki stríð í öllum flokk- um?" sagði Björn Ólafsson í morgun. , ,Það er alltaf slagur um að komast í þau sæti, sem eru örugg. En það er ekki svo einfalt að hér sé um tvohópaað ræða." Áttu von á því að einhverjir neiti að taka sæti á listanum? ,,Það getur alltaf skeð. En félagið tók þá ákvörðun að velja yrði bæði konur og karla og því hlaut a.m.k. einn bæjarfulltrúinn að detta. Vegna þess var baráttan e.t.v. hatramm- ari." -JH. Kemurfyrir ríkisstjórn ámorgun — segir Hjörleif ur um hækkun hita og rafmagns „Erindi frá Reykjavíkurborg liggja nú þegar fyrir hér í iðnaðarráðuneytinu og ég hef skóðað þau nokkuð. Við eigum von á upplýsingum um afstöðu viðskiptaráðuneytisins og málið kemur líklega fyrir ríkisstjórnina á morgun," sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra í samtali við DV í morgun. Hann var inntur álits á ákvörðunum borgaryfirvalda varðandi 13% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunn- ar:og 22% hækkun hjá Rafmagnsveit- unni. Svo sem skýrt hefur verið frá, samþykkti borgarráð þessar hækkanir á þriðjudaginn var og borgarstjórn staðfesti þær á fimmtudaginn. Teija borgaryfirvöld að hækkanirnar séu heimilar að fengnu venjulegu samþykki iðnaðarráðuneytisins, þar sem verðstöðvunarlög séu nú úr gildi fallin. Þurfi því ekki ríkisstjórnarsamþykkt. Iðnaðarráðherra kvað viðskipta- ráðuneytið kyrina afstöðu sína til síðastnefnda þáttarins jafnvel í dag, þar væri um að ræða túlkun á verðstöðvunarákvæðum. Á morgun myndi hann síðan leggja málið fyrir ríkisstjórnarfund. „Almennt er ég hlynntur því að svigrúm sveitarfélaganna í gjaldskrár- málum verði aukið, þó með tilteknu aðhaldi. Þetta var einn liðurinn i yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar nú síðast, en eftir er að móta hann nákvæmlega. Erindi borgaryfirvalda ýta á eftir því, að það verði gert," sagði ráðherrann. -HERB. Ekiðátvöhross Harður árekstur varð rétt norðan við Húsavík í gærkvöld, er fólksbifreið af gerðinni Toyota ók á tvö hross. Drápust þau nær samstundis. Verið var að reka hrossin en slæmt skyggni var og dimmviðri. Mun ökumaður bílsins ekki hafa séð hrossin. Hillinn er stór- skemmdur og farþegar fengu lítilshátt- ar meiðsli. -ELA. „Þoir hafa spurt mig hvort þetta só veitt í Mosel," sagoi vaigeir Skjurðsson stöðina í Luxemborg. Lúðan er þáttur í mikilli /standskynningu þar í borg, veHingamaður í Luxemborg. Það sam Vakjeir éttí að hafa veitt í Mosel var Sem byrfaði fyrir helgina og stendur fram eftír þessum mánuði. Óhætt er að 120 kg lúða úr Breiðafírðinum, sem hann sýndi fyrir framan járnbrautar- segja að mikið sé um dýrðir og nafn íslands velkynnt JH/DV-myndJóhannos Reykdal. Skoðanakönnun DV um kapalsjónvarp Ríflega helmingur vill kapalsjónvarp Rúmur helmingur þeirra, sem varp væri leyft. 46.5% þeirra sem Séu aðeins teknir þeir sem afstöðu sjónvarp en konur og fleiri eru því afstöðu taka, er fylgjandi því að spurðir voru vilja leyfa kapalsjónvarp, taka eru 55.9% fylgjandi kapalsjón- fylgjandi á Reykjavíkursvæðinu en kapalsjónvarp verði leyft. DV spurði en 36.7% eru því andvígir. 10.8% varpi, en 44.1% eru því andvigir. í annarsstaðarálandinu. -JH. fólk í skoðanakönnun, hvort það væri spurðra voru óákveðnir og 6% vildu skoðanakönnuninni kemur í ljós að . , " ui M fylgjandi eða andvígt því að kapalsjón- ekki svara. karlar eru frekar í því að leyfa kapal- — Sj^ 113113 T 3 DlS. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.