Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Side 1
Srjálst, óháð dagblað 55. TBL. — 72. og 8. ARG. — MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.. Tvær andstæðar fylkingar áttust við hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi: Klofningur Alþýðubanda- lagsins eftir prófkjör —„Er ekki stríð í öllum flokkum?” sagði oddviti flokksins í morgun Mikill kurr er nú innan Alþýðu- bandalagsins i Kópavogi í framhaldi af prófkjöri flokksins, sem fram fór um helgina og aðdraganda þess. Er óhætt að segja að flokkurinn skiptist þar í tvær andstæðar fylkingar. Alþýðubandalagið á nú 3 bæjar- fulltrúa í Kópavogi, en Ijóst var fyrir- fram að a.m.k. einn þeirra yrði að víkja vegna prófkjörsreglna, sem flokkurinn setti. Þar var kveðið á um að merkja skyldi við 3 karla og 3 konur, þannig að a.m.k. ein kona hlaut að koma upp á milli þeirra þriggja karla er nú eiga sæti í bæjarstjórninni, Björns Ólafssonar, Snorra Konráðssonar og Ásmundar Ásmundssonar. Sam- kvæmt heimildum DV stóð fylking Björns Ólafssonar með Ólaf Jónsson fv. bæjarfulltrúa og formann uppstillingarnefndar í fararbroddi gegn Ásmundi Ásmundssyni og stuðningsmönnum hans. Fyrirfram lá fyrir að þar sem tvær fylkingar tækjust á, væru allar líkur á því að sú fylking sem yrði ofan á, raðaði sínu fólki í efstu sæti listans, en hin yrði úti í kuldanum. Raunin varð sú að Björn og hans fólk náði 53—54“7o atkvæðamagni og skipar efstu sæti listans, en Ásmundur og hans fólk er með rétt tæplega innan við 40% fylgi og nær Ásmundur þar með 5. sæti. Mjög ákveðin smölun var fyrir prófkjörið og mönnum lagðar línurnar hvern kjósa ætti. „Það fer ekki á milli mála, að það var hópur manna, sem hafnaði mér í prófkjörinu. Það kom í ljós er lesin voru upp atkvæði á fundi félagsins,” sagði Ásmundur Ásmundsson bæjar- fulltrúi. ,,Ég hafði haft af þessu spurnir fyrir prófkjörið, en prófkjör er prófkjör og það má búast við ýmsu í þeim.” Tekurðu sæti á lista Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi? „Það er uppstillingarnefndar að fjalla um þetta prófkjör. Ég tek ekki afstöðu til þess fyrr en hún hefur skilað sínu starfi.” ,,Er þetta ekki eins og gerist alls staðar, er ekki stríð í öllum flokk- um?” sagði Björn Ólafsson í morgun. ,,Það er alltaf slagur um að komast í þau sæti, sem eru örugg. En það er ekki svo einfalt að hér sé um tvohópa að ræða.” Áttu von á því að einhverjir neiti að taka sæti á listanum? ,,Það getur alltaf skeð. En félagið tók þá ákvörðun að velja yrði bæði konur og karla og því hlaut a.m.k. einn bæjarfulltrúinn að detta. Vegna þess var baráttan e.t.v. hatramm- ari.” -JH. Ekiðátvöhross Harður árekstur varð rétt norðan við Húsavík í gærkvöld, er fólksbifreið af gerðinni Toyota ók á tvö hross. Drápust þau nær samstundis. Verið var að reka hrossin en slæmt skyggni var og dimmviðri. Mun ökumaður bilsins ekki hafa séð hrossin. Bíllinn er stór- skemmdur og farþegar fengu lítilshátt- ar meiðsli. -ELA. Rúmur helmingur þeirra, sem afstöðu taka, er fylgjandi því að kapalsjónvarp verði leyft. DV spurði fólk í skoðanakönnun, hvort það væri fylgjandi eða andvígt því að kapalsjón- varp væri leyft. 46.5% þeirra sem spurðir voru vilja leyfa kapalsjónvarp, en 36.7% eru því andvígir. 10.8% spurðra voru óákveðnir og 6% vildu ekki svara. Séu aðeins teknir þeir sem afstöðu taka eru 55.9% fylgjandi kapalsjón- varpi, en 44.1% eru því andvígir. í skoðanakönnuninni kemur í Ijós að karlar eru frekar í því að leyfa kapal- sjónvarp en konur og fleiri eru því fylgjandi á Reykjavikursvæðinu en annars staðar á landinu. -JH. — sjánánarábls.4 Kemur fyrir ríkisstjórn á morgun — segir Hjörleifur um hækkun hita og rafmagns „Erindi frá Reykjavíkurborg liggja nú þegar fyrir hér í iðnaðarráðuneytinu og ég hef skoðað þau nokkuð. Við eigum von á upplýsingum um afstöðu viðskiptaráðuneytisins og málið kemur líklega fyrir ríkisstjórnina á morgun,” sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra í samtali við DV í morgun. Hann var inntur álits á ákvörðunum borgaryfirvalda varðandi 13% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunn- arog 22% hækkun hjá Rafmagnsveit- unni. Svo sem skýrt hefur verið frá, samþykkti borgarráð þessar hækkanir á þriðjudaginn var og borgarstjórn staðfesti þær á fimmtudaginn. Telja borgaryfirvöld að hækkanirnar séu heimilar að fengnu venjulegu samþykki iðnaðarráðuneytisins, þar sem verðstöðvunarlög séu nú úr gildi fallin. Þurfi því ekki ríkisstjórnarsamþykkt. Iðnaðarráðherra kvað viðskipta- ráðuneytið kynna afstöðu sína til síðastnefnda þáttarins jafnvel í dag, þar væri um að ræða túlkun á verðstöðvunarákvæðum. Á morgun myndi hann síðan leggja málið fyrir rikisstjórnarfund. „Almennt er ég hlynntur þvi að svigrúm sveitarfélaganna í gjaldskrár- málum verði aukið, þó með tilteknu aðhaldi. Þetta var einn liðurinn í yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar nú síðast, en eftir er að móta hann nákvæmlega. Erindi borgaryfirvalda ýta á eftir því, að það verði gert,” sagði ráðherrann. -HERB. „Þoir hafa spurt mig hvort þotta sé veitt i Mosel, sagoi vatgeir Sigurðsson stöðina i Luxemborg. Lúðan er þáttur f mikiiii íslandskynningu þar i borg, veitíngamaður i Luxemborg. Það sem Valgeir áttí að hafa vaitt i Mosei var sem byrjaði fyrir helgina og stendur fram eftír þessum ménuði. Óhsett er að 120 kg lúða úr Breiðafirðinum, sem hann sýndi fyrir framan jámbrautar segja að mikið só um dýrðir og nafn ísiands vei kynnt JH/DV-mynd Jóhannes Reykdal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.