Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ& VlSlR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. 5 „Kjaftakeriing” ígagnið hjá fíkniefnalögreglunni Tekur við öllum upplýsingum um f íkniefnamál sem almenningur lumar á „Þetta er sjálfvirk hljóðritun upplýsinga um fíkniefnamál í næstu sjö minútur og hefst með hljóðmerki. Ef óskað er að tala lengur en í sjö minútur þarf að hringja aftur.” Þetta segir gull- falleg kvenmannsrödd ef hringt er í síma 14377 í Reykjavík. Símanúmer þetta er hjá fíkniefnalög- reglunni, en þar var sjálvirkur símsvari eða „kjaftakerling” tekinn í notkun fyrir nokkru. í síma þennan er hægt að hringja ef viðkomandi telur sig hafa einhverjar upplýsingar um sölu eða óeðlilega notkun fikniefna og þarf hann ekki að láta nafn sins getið. Starfsmenn fíkniefnadeildarinnar sögðu, er við töluðum við þá í gær, að engin reynsla væri komin á þetta enn- þá. Síminn hefði sama og ekkert verið notaður og því lítið á honum að græða enda vissu sjálfsagt ekki margir um þetta símanúmer. Símsvarar eins og þessi eru mjög al- gengir á lögreglustöðvum víða um heim. Hafa mörg mál verið upplýst eft- ir að lögreglan hafði fengið ábendingar í símsvarann. Má þar m.a. nefna fíkni- efnamál, morð, mannrán og hvað eina enda er nú símsvara að finna í nánast öllum deildum lögreglunnar í flestum löndum heims. -klp- Ef þú lumar & einhverjum uppfýsingum um fíkniefnamál áttu að hringja í þetta simanúmer I Reykjavik. 14377 Gagnrýni á rekstur Norræna hússins íNorðurlandaráði: FJÁRVEITINGAR EKKIVERÐBÆTTAR — og þvíerfitt að gera raunhæfar áætlanir, segir Guðlaugur Þorvaldsson stjórnarformaður „Þessi gagnrýni mun beinast gegn fjármálastjórninni í tíð Eriks Sönderholms sem var forstjóri Nor- ræna hússins frá miðju ári ’76 til árs- loka 1980,” sagði Guðlaugur Þorvalds- son, stjórnarformaður Norræna húss- ins, um þá ákvörðun norræna menningarmálasjóðsins að láta fara fram gagnrýna endurskoðun á rekstri hússins. „Fjárlög Norræna hússins eru samin allt að tvö ár fram i tímann. í verð- bólgu, eins og er hér á landi, er mjög erfitt að gera raunhæfar áætlanir nema allar fjárveitingar séu verðbættar sam- kvæmt vísitölu, en það eru þær ekki. Aðeins launakostnaðurinn hefur verið verðbættur en hann er aðeins lítill hluti af rekstrarkostnaði.Kostnaður við kaup á erlendum dagskráratriðum og far- gjöld erlendra gesta er stærsti liðurinn og hann er ekki verðbættur. í því sam- bandi má nefna að flugfargjöld hala hækkað miklu meira heldur en fram- lögin til hússins. Ég vil ekki draga fjöður yfir það að þegar Ann Sanderlin tók við forstöðu Norræna hússins í ársbyrjun 1981 var afskaplega lítið fé til ráðstöfunar. Þetta stafaði af því að áður en Sönderholm fór hafði hann staðið fyrir mjög kostnaðarsamri dagskrá þannig að varla var fyrir hendi fjármagn til að halda uppi eðlilegri starfsemi. Það er að þessu sem gagnrýnin beinist,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Guðlaugur sagði að þessu ástandi hefði verið mætt með auknum sparnaði í rekstri og ódýrari dag- skráratriðum auk þess sem fyrirgreiðsla fékkst hjá íslenzka ríkinu og 250 króna aukafjárveiting frá norræna menningarmálasjóðnum. Þessi vandi hefði nú verið leystur að mestu, sagði Guðlaugur. ÓEF HLEKKUR í NÝRRI KEÐJU BRAST Grimseyingar misstu einn fimmta af bátaflota sínum í fyrrinótt þegar 11 tonna bátur, Sigurbjörn, slitnaði upp á legunni og rak upp í fjöru. Floti Grimseyinga, en hann var fimm 11 tonna bátar, var úti á legunni í fyrri- nótt en þá var vestanátt og stórstreymt við Grimsey. Um klukkan fjögur um nóttina tóku menn eftir þvi að einn bát- urinn hafði slitnað upp og var kominn upp í fjöru. Hafði hlekkur í nýlegri keðju, sem hann var festur með, slitn- að. Menn komust strax að bátnum en gátu ekkert gert þar sem þungt var í sjóinn og var þvi ákveðið að bíða til morguns. Um klukkan sex um morguninn gerði aftur á móti hið versta veður og þegar því slotaði var báturinn gjörónýtur eftir að hafa lamizt um í grjótinu. Í gær var unnið að því að bjarga vél- inni og öðru nýtilegum hlutum úr bátn- um á strandstað og tókst það vel enda veður þá orðið gott. -klp- Lögreglan rakti sloð bílþjófanna í snjónum Lögreglan í Hafnarfirði hafði í fyrri- nótt hendur í hári þriggja ungra manna sem leitað hafði verið vegna bílþjófn- aðar. Þarna var um að ræða þrjá pilta á aldrinum 16 til 19 ára. Brutust þeir inn i bíl í Breiðholti og óku á honum suður með sjó. Sást til þeirra í Grindavík en þar er talið að þeir hafi unnið spjöll á tveim bílum og auk þess brotið rúðu í íbúðarhúsi. Á lciðinni til baka óku þeir út af og festu bílinn við Engidal, á milli Garða- bæjar og Hafnarfjarðar. Var engan annan bíl að hafa í næsta nágrenni fyrir þá og löbbuðu þeir því af stað. Lögreglan í Hafnarfirði fann bílinn og rakti síðan slóð piltanna í sjónum upp Hraunsholtið að biðskýlinu við Ásgarð. Þar voru kauðar teknir með fangið fullt af dóti sem þeir höfðu stol- ið úr bílum sem þeir brutust inn í á gönguferðinni. Er vitað um a.m.k. 3 bíla sem þeir fóru inn í á þeirri ferð en verið er að rannsaka nánar ferðalag þeirra og viðkomustaði á ökuferðinni suðurmeðsjó. -klp- xfv.V Laugavegi 54, sími 11232. Hafnargötu 16 Kefiavík, sími3220. Sérsaumaðir fermingarkjólar frá ítafíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.