Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐfÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. Svar f á tæklinga víð fjárhagsáætlun Reagans: VONLEYSIOG UPPGJOF Móðir frá Ohio sagðist nýlega vona að átta ára dóttir sin yrði kvik- myndastjarna. Ekki vegna þess að kvikmyndastjörnur séu dáðar af al- menningi og lifi i vellystingum; nei, hún sér einfaldlega enga aðra leið fyrir dóttur sína út úr hörmungum fátæktarinnar. Einn vinur minn hérna sem er að læra við Haskóla Kansas gerir ekki ráð fyrir að ljúka námi sínu. Hann fjármagnaði það fyrsta árið með því að selja 5000 dollara stereó-græj-' urnar sínar og þetta ár fær hann lán frá alríkisstjórninni og foreldrum sínum og einhvern pening fær~hann fyrir helgarvinnu í nálægri stór- verzlun. „Næsta ár . . .," sagði hann við mig nýlega og hristi höfuðið með angistarsvip án þess að ljúka setning- unni. Eins og móðirin frá Ohio hafði hann daginn áður heyrt eða lesið um niðurskurðinn i fjárhagsaætlun Bandaríkjaforseta. Fyrir hann og æ fleiri Bandarikjamenn nú er efna- hagsastandið fer versnandi, er áætlunin ekki hara talnaröð í þykkum bæklingi heldur sent í vasa, hiti í hús, matur í munn. Biðraöir við vinnumiðlanir Næstum því einn af hverjum tíu Bandaríkjamönnum sem vilja vinna og geta það fær ekki vinnu. í sumum bæjum er ein af hverjum fimm fjöl- skyldum á framfæri ríkisins — fram- færi sem nægir stundum fyrir timburkofa, upphitun og dálitlum mat — og stundum ekki. Ráðamenn segja áð ástandið sé að kenna fimmtíu ára timabili vinstri- stjórna í Washington. Og þeir segja að þeir hafi ekki skorið niður styrki til hinna fátæku, þeir hafi aðeins skorið niður hina árlegu hækkun á þessumstyrkjum. Fyrir gamalmenni sem hefur ekki efni á að hita upp hanabjálkann sinn er þessi staðhæfing grimmur brandari. Þeir sem standa i löngum bið- röðum fyrir utan vinnumiðlunina skilja ekki hvað Reagan forseti er að fara þegar hann gefur i skyn að at- vinnuleysingjarnir hljóti að vera hálf- gerðir letingjar, þegar hann bendir á Washington Post, stórblaðið, og segir að í því séu 22 blaðsíður auglýsingarnar mörg þúsund sem flestar óska eftir faglærðu fólki, frá skrifstofufólki til skurðlækna. Þeir vita persónulega allt um auglýsing- arnar sem lýsa eftir ófaglærðum Verkamenn í bilaverksmiðjunum fyrir norðan sameinaðir í sterkasta verkalýðsfélaginu í Bandarikjunum eru tilneyddir að semja um kaup- lækkanir. Valkostir þeirra eru upp- Svar Reagans við kreppunni i Bandarikjunum cr að minnka aðstoðina við nauðstadda. DV-myndÞ6.G. eingöngu með auglýsingum um at- vinnutækifæri. Biðraðavesalingarnir vita allt um blaðsíðurnar 22. Þeir vita líka um verkamönnum, þjónustufólki og næturvörðum. Þeir vita að aðrir voru fyrri til og að þeirra sjálfra bíður enn cinn dagur i biðröð. sagnir eða kaupskerðing. Margir þeirra hafa þegar fengið að kynnast atvinnuleysi; hinir.sem enn eru vinn- andi hafa lítinn áhuga á að sækja um niðurlægjandi og nirfilslega ávisun á ríkissjóð. Reagan vill fórnirfyrir hernaðarmáttinn Reagan segir að nú þurfi Banda- rikjamenn að taka höndum saman og auka afköstin. Hann segir að fyrir- tæki verði að fjárfesta. Hann segir að þjóðin verði að fóma sér til að hægt sé byggja upp hcrnaðaimátt Bandarikj- anna. Hann segir að hann viti um þjáningar almennings; hann hafi sjálfur gengið í gegnum kreppuna miklu á sínum fyrstu vinnuárum. En hann segir ekki hvers vegna verkamaður í Detroit þarf að sam- þykkja kaupskerðingu á meðan kaup raðamanna í Hvita húsinu eru hækkuð hér um bil sautján próseht. Hann segir ekki hvers vegna fátæk, einstæð móðir fær annaðhvort matarmiða eðá styrk til að hita upp kofann sinn, en ekki hvort tveggja. Hann segir ekki hvers vegna ungt fólk sem vill fara í skóla til að búa sig undir hin flóknu störf framtíðarinnar er gert það ókleift vegna niður- skurðar í nemendalánum. Ronald Reagan hefur ekki valdið kreppunni sem nú ríkir hér. Hann er allur af vilja gerður til að leysa hana. En hann vill gera það með ráðum hægrisinnaðra kreddumanna sem hefur klæjað í fingurgómana eftir tækifæri til að sannreyna lfnuritin sín. Það er kannski virðingarvert að hann hefur staðfastlega ákveðið að gefa þessum mönnum tíma til að sýna hvað þeir geta. En hann hefur gefið þeim rangan tíma. Hagkerfi frjáls- hyggjunnar þarf svigrúm til að sanna gildi sitt. Móðirin frá Ohio hefur ekkert svigrúm. Hún getur bara látið sig dreyma um framtíð dótturinnar í Hollywood, maðan hún veltir fyrir sér hvort hún eigi nóg fyrir graut á morgun. Þórir Guðmundsson, Kansas. Verðandi stýrimenn .m: ^ -«Ng *&&, Hin árlega björgunaræfing nemenda á lokastigum Stýrimannaskólans var haldinn á Laugarnestanga og sjónum þar fyrir utan sl. mánudag. Æfð var notkun fluglínutækja og björgun manna úr sjó. Um 25 nemendur tóku þátt í æfing- unni undir stjórn Ásgríms Björnssonar hjá Slysavarnafélagi islands. Bjðrgun- arbátur Slysavarnafélagsins, Gísli Johnsen var notaður við æfinguna. Þeir sem dregnir voru í land í björg- unarstól og eins þeir sem dregnir voru upp úr ísköldum sjónum, voru allir í sérstökum flotbúningi. Búningur þessi hefur reynzt mjög vel og þegar sannað gildi sitt. Menn í honum haldast þurrir auk þess sem búningurinn heldur mjög vel hita. Hafa Norðmenn lögleitt bún- ing þennan í öll skip og báta sem ekki' hafa lokaða björgunarbáta um borð. Flotbúningurinn kom sér einkar vel þegar norsk-grænlenzki rækjutogarinn' Sermelik fórst við Vestfirði sl. vetur. Þá bjargaðist öll áhöfn skipsins fyrir utan skipstjórann sem var sá eini sem ekki náði að komast i búninginn. Lézt skipstjórinn vegna kulda. -KMU. Maöur á fioti í sjónum fyrír utan Laugarnestanga. Hann er í ffothúningi sem hefdur mjöy velhrta. Verkamenn óskast til starfa strax. Uppl. hjá verkstjóra, Haraldi Jónssyni (ekki í síma). m ,. Hringbraut 121. Björgun meö fíugfínu undirbúin. (DV-myndirlnga Egilsdóttir/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.