Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐID & VlSIR. MANUDAGUR 8. MARZ 1982. Spurningin Hvað f innst þór um reyklausan dag? Páll Bjarnason kennari: tet einnverjir hætta að reykja þennan dag þá er þaði til bóta. Þvi fleiri, þvi betra. | Halldór Sigmundsson skrifstofusljóri: Prýðilegt, nauðsynleg. Hafa svoná daga sem oftast. i Gunnar Jóhannsson neml: Allt í lagi með hann. Ég reyki ekki, þetta skiptir mig litlu. Guðmundur Guðjónsson, starfar hjá Slippfélaginu: Mér lizt vel á hann. F.g reykti í fáein ár, mér fannst enginn vandi að hætta. Anna Pétursdóttir skrifstofustúlka: Mér fínnst allt í lagi með hann. Ingibjörg Axelsdóttir, starfar við fram- leiflslu: Ljómandi gott. Ég er hætt aðj reykja, það var mjög cinfalt, bara að slökkva í stubbnum. Nú er þetta allt! annað líf. Lesendur Lesendur Lesendur Vegna kjallaragreinar Haralds Blöndal um súrálsmálið: Hvorheldur áfram illindum? Guðmundur R. J. Guðmundsson, 5406—5590, hringdi: Mér finnst Alþýðubandalagið engan forgang eiga á þvi að ræða um súrálsmálið, eins og Haraldur Blöndal viröist halda, sbr. kjallaragrein hans í DV 3. marz sl.. Þetta er mál sem varðar alla þjóðina og alla flokka. Sú furðulega hugmynd Haraldar, að það sé „að halda áfram illindum við Alusuisse," ef nokkur maður dirfist að ræða þetta mál, finnst mér jafnframt vera algjör firra. Þegar vandamál kemur upp á milli tveggja samningsaðila, þá verða að koma til samningsumræður, svo vandann megi leysa. Mér er spurn, hvor haldi áfram illindum, sá sem vill semja, eða sá sem hunzar samninga? Mergurinn málsins er, að töluverð- ar fjárhæðir hafa verið hafðar af rík- inu, skattalega séð. Finnst mér því viðhorf og hegðun forráðamanna Alusuissevera til háborinnar skamm- ar, á heimsmælikvarða, og ekkert annað sýna en sekt þeirra i súrálsmál- inu. Sú hugmynd að þjóðnýta álverið er ekki svo fjarri lagi að öllu leyti. Þjóðnýta mætti svo sem 51%. Til þess ætti þó varla að þurfa að grípa, '^^^^ymumm: .-.-r^jl :" ."SsEBRÍ Guðmundur R..I. Guðmundsson ræðir um Alverið og nýlega kjallaragrein Haraldar Blöndal og segin „Sú furðulega hugmynd Haraldar, að það sé „að halda áfrani illindum við Alusuisse," ef nokkur maður dirfist að ræða þetta mál, flnnst mér jafnframt vera algjör firra." til þess að ráða ferðinni, heldur að- eins að sýna meiri staðfestu og svo- litla hörk u. Varðandi raforkuna væri ég sem -sásemviíl semja eða sásem hunzar sanwinga? skattborgari samt miklu sáttari við að borga með þeirri raforku, sem til ,ál- versins fer, eins og við gerum nú, ef við ættum 51 % í fyrirtækinu. Eins og komið er, borgum við með raforku til fyrirtækis sem er í 100% eigu erlendraaðila. Ég er hræddur um að þar fari í súg- inn stór hluti af þeim stórkostlega ávinningi, sem Haraldur Blöndal heldur að við höfum af þessu. Haraldur likir saman álverinu og Sementsverksmiðju ríkisins. Sýnist mér sú samlíking vera langsótt og lítt réttlætanleg. í fyrsta lagi er álverið mun stærra í sniðum. í öðru lagi þarf álverið ekki að greiða aðflutnings- gjöld af því efni, sem það þarf til uppbyggingar, svo sem til nýbygg- inga, viðhalds — og svo að segja dag- legs reksturs, í flestum tilfellum. Eru þessi atriði tilgreind í sam- ningi, sem gerður var milli Alusuisse og rikisins, 1966. Þann samning er hægt að fá hjá iðnaðarráðuneytinu, hafi einhver áhuga á að kynna sér hann. Finnst mér allar umræður um súr- álsmálið einkennast af flokkspólitík. Slík sjónarmið eiga að víkja fyrir þjóðarhagsmunum. Ættu þeir, sem eru við völd, að taka saman höndum, sýna dug sinn og koma þessu máli í höfn hið snarasta. SVO VIRÐIST SEM SUM BÖRN EIGIHVERGIHEIMA — hvar eruð þið, f oreldrar þessara barna? 4017—4125 hringdi: Nú er nóg komið af því góða. Ég var að enda við að lesa að nú væri verið að opna eina höliina — og. það kvik- myndahöll. Er nú ekki bráðum nóg komið af þessum skemmtanahöllum? Eiga að- standendur þessara staða ekki börn? Hvernig væri að þetta fólk og foreldrar almennt slepptu eigin skemmtun svona eitt kvöld og litu í kring um sig; spáðu í það hvar börn þeirra eru um kvöld, nætur og daga. Svo virðist sem sum þessara barna eigi hvergi heima. Hefur ykkur foreldr- unum hugkvæmzt, að það kann að vera ykkar barn, sem gengur um og betlar mat. eða betlar peninga? Hvar eruð þið, foreldrar þessara barna? Takið ykkur á. „Ilefur ykkur foreldrum hugkvæmzt, að það kann að vera ykkar barn, sem gengur um og betlar mat, eða betlar peninga?" spyr 4017—4125. SJALFSAKVORDUNARVALD SEÐLA- BANKANS ÓEÐULEGT 0G ÓÆSKILEGT! Helgi l-Iakon Jónsson, viðskipta- fræðingur, skrifar: Ég get ekki orða bundizt við lestur orða, er höfð eru eftir Birni Tryggva- syni, um óheilbrigða auglýsingastarf- semi Fjárfestingafélagsins. Að aðstoðarbankastjóri Seðlabankans skuli geta haldið því fram, að því er virðist i alvöru, að umboðsaðili milli kaupenda og seljenda „búi til markaðinn sjálfir" finnst mér heldur betur bera vott um að sá kasti grjótinu sem í glerhúsinu býr. Flestir aðrir hljóta að sjá að framboð og eftirspurn hlýtur að ráða þarna ferðinni. Það er hins vegar einn aðili í þessu þjóðfélagi sem hefur að mínu mati (og vonandi fleiri) óeðlilegt og óæski- legt sjálfsákvörðunarvald um vexti og stjórn peningamarkaðarins, en það er Seðlabanki íslands. Einmitt nú hefur það gerzt að þessi aðili yfirbýður hinn svonefnda frjálsa markað með því að bjóða fjármagns- eigendum 3 1/2% vexti auk verð- tryggingar, á sama tíma og sami aðili setur öðrum hámark um 2 1/2% vexti á sðmu lánum. Það er ótrúlegt að Seðlabankinn hafi ekki séð það fyrir að slíkt yfirboð hlyti að koma niður á eigendum eldri bréfa.Jafnvel Björn Tryggvason hlyti, held ég, sem kaupahdi að velja það sem hagstæð- araer. Talandi um 80 kr. fyrir hverjar 100 þá hlýtur fjárþörf seljanda að ráða því hvort hann lætur bréfin eða ekki, en ekki ímynduð drottnunaraðstaða Fjárfestingafélagsins. Hitt er svo annað mál að traust kaupanda á ríkistryggðum skulda- bréfum er eftir því sem ég kemst næst þvi miður langt frá því að vera 100%. Elztu bréfin eru með ákvæð- um um framtalsfrelsi, sem með laga- boði hefur verið afnumið. M.ö.o., kaupendur gera skriflegan samning við islenzka ríkið, sem síðan er breytt með einhliða aðgerð skuldara! Þá er og hinn almenni þegn í stöðugum ótta við einokunaraðstöðu stjórn- valda til áhrifa og krukks i vísitölur, og það ekki að ástæðulausu, heldur biturrireynslu. Það er leitt til þess að vita að ann- ars jafnágætur drengur og Björn Tryggvason skuli verða svo samofinn drottnunarvaldi hins opinbera að hann sjái vaidi sínu ógnað af þeim votti frjáls markaðar er enn leynist hjá okkur, þrátt fyrir jötungreipar Seðlabanka og rikisvalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.