Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Qupperneq 2
AUGLYSINGASTOFA KRlSTINAR HF
VBHRARSPORHÐ!
Flugpúðinn hefur farið í loftköstum um skíðalönd Evrópu að undanförnu
og hvarvetna valdið byltingu í sleðabrekkunum.
NlDSTEREfflR EN LUNGAMJtFKIIR
Á honum eru engar skarpar brúnir eða fletir, þannig að slysahætta í sleða-
brekkum verður hverfandi lítil.
LÆTUR MJÖGVEL AÐ STJÓRN
Neðan áhonum eru upphleyptargúmmímottursem komaívegfyrirað hann
snúist um sjálfan sig.
Þú breytir um stefnu með því að færa til líkamsþungann á „púðanum” eða
notar fæturna til stýringar.
Þö BLÆST HAffl URPÁ BREKKUBRÚN
Loftlaus Flugpúðinn tekursama og ekkert pláss, hvorki í bílnum né
geymslunni.
SNJÓR,GRAS EÐAWN!
Flugpúðinn hefur þann eiginleika að geta runnið í hvaða snjó sem er og þú
getur líka rennt þér á honum niður blauta grasivaxna brekku og flotið á
honum í sundlauginni.
PUJGPOÐIM eæst í tveimur sterðum
PYRIR BÖRN OG PTJLLORÐNA
Aukum öryggið í sleðabrekkunum. Góða skemmtun.
Reykjavík:
Reykjavík:
Reykjavík:
Borgarnes:
Patreksfjörður
ísafjörður:
Hvammstangi:
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Húsavík:
------------UTSOIUSTAÐIR: -
Hilda hf., Borgartúni 22, Egilsstaðir:
Bikarinn Skólavörðustíg 14,
Hagkaup Skeifunni 15,
Kaupfélag Borgfirðinga
Seyðisfjörður:
Neskaupstaður:
Eskifjörður:
Kaupfélag V-Barðstrendinga, Fáskrúðsfjörður:
Sporthlaðan h.f.,
Kaupfélag Húnvetninga
VerzluninTindastóll,
Verzlunin ögn,
Víkursport s.f..
Hornaf. Höfn:
Selfoss:
Keflavík:
Vestmannaeyjar:
Verzlunin-Skógar,
Verzlunin Túngata 15,
Kaupfélagið Fram,
Verzlun ElísarGuðnasonar,
Verzlunin Þór h.f.,
Verzlun Björns Axelssonar,
Verzlunin Sportbær,
Sportportið,
Gunnar Olafsson & Co., H.f.,
DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
Ekki neyðarastand í Póllandi en
gíf urlegur skortur:
Póllandssöfn-
halda áfram
—talið að ástandið fari versnandi
næstu mánuði
Nú þegar hafa verið send hátt á ann-
að hundrað tonn af matvælum frá ís-
landi til Póllands á vegum Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, Alþýðusam-
bands íslands og kaþólsku kirkjunnar,
að því er kom fram á biaðamannafundi
þessara aðila í gær.
Þrir menn, séra Bragi Friðriksson,
Jóhannes Siggeirsson og Ögmundur
Jónasson, voru sendir á vegum
Póllandssöfnunarinnar til að fylgja eft-
ir fyrstu sendingunni til landsins og til
að kynna sér þörfina fyrir aðstoð og
hvernig dreifing hennar fer fram. Þeim
bar saman um að ekki væri ástæða til
að óttast að aðstoðin bærist ekki í rétt-
ar hendur. Væri mjög strangt eftirlit
með því af hálfu pólska samkirkju-
ráðsins að aðstoðin kæmist i hendur
þeirra sem mest væru þurfandi.
Sá farmur sem fulltrúar söfnunarað-
ila fylgdu til Lublin í Póllandi fór að
mestu á munaðarleysingjahæli og
spitala en að einhverjum hluta til ein-
staklinga. Töldu þeir að stjórnvöldum
og öðrum aðilum væri ljóst að of mikið
væri í húfi að aðstoð frá Vesturlöndum
héldi áfram að berast til að nokkur
undanbrögð væru á að hjálpargögn
bærust þeim sem þurfandi væru.
„Það er ekki rétt lýsing á ástandinu i
Póllandi að segja að þar sé neyðar-
ástand,” sagði Ögmundur Jónasson,
„heldur er þar gífurlegur skortur. Fólk
er vel klætt og það virðist ekki líða sér-
staka nauð en þáð virðast engar vörur
til i verzlunum. Eina matvaran sem eitt-
hvað virðist til af er grænmeti og
ávextir en kjötvara er fáséð.” Hann
benti þó á að líklega hefðu þeir ekki séð
þájsem.mestan skortinn líða, þ.e. gamalt
fólk og mæður með ungbörn sem ekki
hafa aðstöðu til að standa í biðröðum
til að nota skömmtunarseðlana.
Á fundinum fom fram að þegar
hefur safnazt 5,1 milljón til hjálpar-
starfsins í Póllandi. Fyrir það fé mætti
að líkingum senda hátt í 3 hundruð
tonn af matvælum og hefði meirihluti
fjárins þegar verið notaður. Á það var
lögð sérstök áherzla að söfnunin og
hjálparstarfið myndi halda áfram og að
ástandið í Póllaridi myndi að líkindum
fara versnandi næstu mánuði. Mikil
þörf væri fyrir matvæli, lyf og hrein-
lætisvörur en síður fyrir fatnað.
Söfnunaraðilar lýstu ánægju sinni
með þátttöku í söfnunni sem þeir sögðu
að hefði skilað meiri fjármunum en
dæmi væru til um varðandi slíkar
safnanir, auk þess sem framlag íslend-
inga til Póllandssöfnunarinnar væri
hlutfallslega meira en nokkurrar ann-
arrar þjóðar. Vonuðust þeir til að
landsmenn sýndu þessu máli sama
áhuga áfram. Hægt er að leggja fé inn
á gíróreikning söfnunarinnar, nr.
20005—0, í öllum bönkum, sparisjóð-
um og pósthúsum.
-ÖEF
Furðuský yf ir Seyðisf irði:
Menn bjuggust
við heimsendi
Seyðfirðingar fylgdust með
furðuskýi í u.þ.b. hálftíma í gær-
kvöldi. Skýið var dimmrautt og ærinn
fláki og á hreyfingu yfir fjöllunum.
Menn voru ákaflega hissa á fyrir-
bærinu og höfðu enga skýringu á því.
Einhverjir töldu líklegt að nú væri
heimsendir kominn en honum hefur
verið spáð stíft að undanförnu. Svo
mun þó ekki hafa verið þvi Seyð-
firðingar lifa enn. Ekki er vitað til þess
að leitað hafi verið til sérfræðinga um
skýringar á fyrirbærinu.
-JG/Seyðisfirði.
Jarðhitadeiid Orkustofnunar falið að annast
framkvæmdir við frægasta goshver íslendinga:
Stefnan að Geysir
gjósi í f ramtíðinni
„Geysisnefnd vill að við sjáum um
framkvæmdina, um það sem gert verð-
ur þarna. En það er engin ákvörðun
komin um hvað verður gert eða hvort
eitthvað verður gert,” sagði Valgarður
Stefánsson eðlisfræðingur við jarðhita-
deild Orkustofnunar.
Hópur visindamanna frá jarðhita-
deild Orkustofnunar fór upp að Geysi
föstudag í síðustu viku til að kanna
goshverinn fræga og þær breytingar
sem gerðar voru á gosskálinni sl. haust.
Settu þeir sápu í Geysi og fengu hann
til að gjósa „skínandi gosi”, eins ogl
Þórir Sigurðsson í Haukadal orðaði!
það. Var það gos jafnvel enn meira en
'gos DV - manna fyrir nokkru.
Aðspurður sagði Valgarður
Stefánsson að hann ætti frekar von á
því að stefnan yrði sú að láta Geysi
gjósa í framtiðinni. Sér sýndist sem
menn væru almennt á þeirri skoðun.
„Margar hugmyndir eru í gangi um
hvað gera eigi. Við höfum ekki komizt
að neinni niðurstöðu ennþá. En það
DV-bíó
Sverðfimi kvennabósinn heitir myndin j
sem sýnd verður í DV-biói á morgun
klukkan 13 i Regnboganum. i
verður á næstu vikum,” sagði Valgarð-
ur.
Þórir Sigurðsson sagði að Geysir
skvetti nú úr sér upp í tíu til fimmtán
metra hæð einu sinni til tvisvar á sólar-
hring. Hefði hann gert það síðan raufin
fræga vargerðsl. haust.
Hin frægu stórgos, sem gert hafa
nafn Geysis að alþjóðaheiti, koma þó
ekki nema með aðstoð manna. Setja
þarf nefnilega tuttugu til þrjátíu kiló af
sápu í hverinn en þá koma líka gos sem
vel eru peninganna virði. -KMU.
FöstuvakaíHafn-
arfjarðarkirkju
Sunnudaginn 14. marz verður haldin
föstuvaka í Hafnarfjarðarkirkju og
hefsthún kl. 20.30.
öldutúnsskólakórinn syngur undir
stjórn Egils Friðleifssonar, Gunnar
Gunnarson flautuleikari leikur einleik á
flautu og kór kirkjunnar leiðir
safnaðarsöng undir stjórn organista
kirkjunnar, Páls Kr. Pálssonar.
Ræðumaður: Kristján Búason
' dósent.
Megi sem flestir eiga góða stund í
Hafnarfjarðarkirkju á föstuvöku.
Safnaðarsljórn og sóknarprestur