Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Side 12
12 DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. Út um hvippinn og hvappinn Út um hvippinn og hvappinn Vigdís les á súpur líka Enn af Brellandsferð Vigdísar: Brezka blaðið The Sunday Telegraph lýsir undrun sinni á Vigdísi. Blaðið vissi ekki betur en forseti Islands væri „baráttu-reyndur og harðsviraður talsmaður rauðsokka, einstæðra foreldra og alls konar svo- leiðis hluta” en svo kom bara í Ijós að konan er „sjarmerandi, hógvær og með kímnigáfu”. Skrýtið! Annað brezkt blað, The Sunday Times, gengur fordómalaust til verks og fær forsetann til að lýsa einum degi i lífi sínu. Þar kemur okkur löndum fátl á óvart nema kannski, að það er bannað að vera á hjóla- skautum í stofunni á Bessastöðum og að þótt allir viti að Vigdís er mikill lestrarhestur, vita samt færri að hún les jafnvel það sem stendur aftan á súpupökkunum líka að eigin sögn. Verandi talsmaður einstæðra for- eldra með kímnigáfu getur hún ekki annað en fyrirgefið okkur að kjafta frá þessu! Þetta er ekki aug- lýsing um listaverk „Hvíld” heitir þessi mynd og er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Það vita e.t.v. ekki allir að Einar tók það sérstaklega fram í erfða- skrá sinni að ekkert mætti gera til að laða fólk að lista- verkum hans og að ekki mætti auglýsa sýningar á þeim eða safnið hans í Hnitbjörgum á Skólavörðu- hæð. Hvað um það, við leyfum okkur að geta safnsins sem er hið skemmti- legasta Það er nú opið tvo daga vikunnar, sunnudaga og miðviku- daga frá kl. 13.30—16. Forstöðu- maður þess er Ólafur Kvaran en nú- verandi stjórnarnefnd safnsins skipa dr. Kristján Eldjárn, dr. Ármann Snævarr, Runólfur Þórarinsson og herra Pélur Sigurgeirsson. Hörður Bjarnason er formaður, en hann var kosinn formaður í stað séra Jóns Auðuns, sem lézt á síðasta ári. Töluverður vandi mun stjórn safns- ins á höndunt vegna fyrirmæla Einars. Hvippur og hvappur er heldur ekki á því að ganga þvert á óskir listamannsins. Aftur á móli er hér með bent á að heimsókn í Hnit- björg er vel þess virðiy þvi af bjarg- brúnni er óvenjulegt útsýni yfir bæinn! wait! wa,t< Geishuleysi í Japan Frá Japan berast þær fréttir að geysilegur skortur sé þar að verða á geishum. Meðalaldur geisha nú er víst um 40 ár og nýliðar í starfinu allt of fáir að sögn Shigisuki Uetsuki, framkvæmdastjóra geishu-samtaka ív Asakusa, skemmtanahverfi Tokýóborgar. í Asakusa voru um 200 geishur í lok siðari heimstyrjald- arinnar en þeim hefur nú fækkað um helming. Og nú munu aðeins um 200 ekta geishur í öllu Japan. Ekta geishur voru áður fyrr frá fátækari heimilum og hófu nám i starfinu á barnsaldri. Meðal þess sem geisha á að kunna er að leika á hljóð- færið samisen, (þriggja strengja- hljóðfæri) dansa í þröngum kimorto og syngja japönsk þjóðlög með hárri, titrandi röddu. Betri hagur Japana hefur orðið til þess að ungt fólk leitar nýtízkulegri atvinnu, sem gefur meira af sér og nú til dags eru færri stúlkur reiðubúnar að leggja geishuslörfin fyrir sig. Ein ástæðan er lalin vera að hjónabandslíkur eru ekki góðar i þessu starfi en að auki eru laun ótrygg og atvinnuöryggi lílið Agurí Flestir nýliðar eru nú á þrítugsaldri og margar stúlknanna hafa þegar reynt fyrir sér í öðrum atvinnugrein- um. Ein slík er Aguri, 24 ára gömul, og hefur nú gerzt geisha eftir að hafa reynt skrifstofuvinnu. „Mamma mín kenndi mér að syngja og dansa þegar ég var sex ára og ég hef alltaf haft gaman af því. En það urðu allir í fjölskyldunni mjög undrandi, þegar ég hætti á skrifstofunni og lagði nýja slarfið fyrir mig. „Nám Aguri felst í tveimur danstímum, einum samisen-tíma og einum ásláttarhljóðfæristíma á viku. Þrisvar í mánuði fer hún í tíma til að læra á te-drykkjuhefðirnar. Hún þarf að eiga marga kimonoa til skipt- anna, sem eru rándýrir og gleypa stóran hluta launanna, sem eru um 19000 íslenzkar krónur á mánuði. Ungar, líflegar geishur, sem eru vel að sér í starfinu, hafa nóg að gera alll árið, að sögn Uelsukis. Bæði ein- staklingar og veitingahús geta pantað geishur. Þær vinna jafnan margar' saman og raunar búa þær oftasl saman líka. Þær eldri í hópnum leið- beina þá þeim sem yngri eru. Aguri sú, er nefnd var hér á undan, er að störfum á hverju einasta kvöldi, og ,,ég hef lítinn tíma til að skemmta sjálfri mér eða eignast kunningja. En mig langar hvort eð er til að einbeita mér að starfinu núna — hitl getur beðið.” Geishur ekkií vœndi Samtök geisha í Tokýó segja það erfiðara en áður að fá nýtt blóð í hópinn, einkum vegna þess hve mikils misskilnings gætir um starf geishanna. „Alls konar gervi-geishur vaða uppi — háskólastúdentar sem klæðast í kimonoa fyrir samkvæmi og svo kodda-geishurnar eða vændis- konur.” Uetsuki segir marga halda að geishur séu vændiskonur, jafnvel sumir Japanir eru þeirrar trúar, en það er ekki rétt. Erlendum ferða- mönnum er bent á að lendi þeir í boði, þar sem ein geisha kemur fram, megi öruggt telja að hún sé ekki ekta geisha í hinum gamla japanska stíl heldur gervi-geisha af nútímalegri toga spunnin. Ekla geishur koma aldrci fram öðru vísi en nokkrar saman. Uetsuki segir þó, að þrátt fyrir skort á alvöru-geishum núna sé útlit fyrir betri tíð í þeim efnum enda fer eftirspurn eftir þeim vaxandi á nýjan leik. Einhvern timann hefur maður nú heyrt talað um þetta áður, en aldrei þó í fullri alvöru. Lyktarbíó! Bandariski kvikmyndaframleið- andinn John Waters hefur alveg nýlega sett á markaðinn myndina „Polyester” Og viti menn, með aðgöngumiðanum fylgir lítið spjald með númeruðum tökkum. Þegar númer birtist á horni kvikmynda- tjaldsins, eiga bíógestir að nudda við- komandi takka og... finna lykt af þvi sem er að gerast á tjaldinu! Enska blaðið The Guardian segir að aðal- lyktin sé af Francine Fishpaw, (leikin af feitasta kynskiptingi i heimi). Sá sem „lyktar” af henni/honum finnur ilminn af „svita og eldhúsi, saur og bensini” — lyktarkortið hefur ekki lukkazt betur en það. Waters kvik- myndaframleiðandi segir sjálfur að „e.t.v. megi líta á æluna á gólfinu í lok myndarinnar sem nokkurs konar lófaklapp!” LYKT í BÍÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.