Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Síða 18
DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
MimMBWBmwmiriiir
Það brakar í stiganum þegar haldið
er upp gamlan tréstiga upp í stofu á
efri hæð rauða hússins við Bókhlöðu-
stiginn. Borðið er hringlaga og unnið
úr tré og margar hillur eru fullar af
bókum. Ein þeirra heitir Ljóð og
fékk menningarverðlaun blaðsins á
dögunum. Höfundur hennar Vilborg
Dagbjartsdóttir er í helgarviðtali.
Landslagið
„Ég er orðin hundgömul, enda ólst
ég upp í fornöld og gerði mér skó úr
blásteinslituðu sauðskinni og átti
gráa klukku með marglitum randa-
bekk að neðan.
Ég fæddist á Vestdalseyri við Seyð-
isfjörð árið 1930, dóttir Erlend-
ínu og Dagbja.is á Hjalla. Nú er
Vestdalseyri konun í eyði. Á bernsku-
dögum minum var þar fallegt þorp.
Á Seyðisfirði er hrikafagurt.
Landslagið þar hefur greypzt mér svo
í minni að allir mínir draumar gerast
þar. Það er sama hvar þeir gerast,
umhverfið er alltaf þaðan. Kannski
er þetta ekkert undarlegt, ég var
orðin tólf ára þegar ég fyrst kom út
úr firðinum. Ég var svo hissa að ég
trúði ekki minum eigin augum. í
rauninni hélt ég að ekkert væri á bak
við fjöllin.
Litlar stúlkur risla sér heima. Þær
fara ekki langt, ef til vill upp i árgil
að tína blóm, á berjamó, niður í
fjöru að fleyta kerlingar ellegar inn í
dal að færa engjafólkinu kaffi.
Aftur á móti fara strákarnir í göngur
og á rjúpnaveiðar upp um öll fjöll,
þeir sjá yfir Héraðið. Svo fara þeir á
sjó og þekkja miðin. Þeir venjast þvi
frá blautu barnsbeini að kanna heim-
inn i kringum sig.
Það er engin furða þó karlmenn-
irnir eigi betra með að henda reiður á
hlutunum!
Stjömumar
Ég er svo heimsk að ég hef aldrei
getað lært áttirnar, segi bara upp
eftir, niður eftir, út eftir og inn eftir.
Svona er að ala aldur sinn í þröngum
firði.Jafnvel himirminn og stjörnurn-
ar hérna fyrir sunnan eru mér fram-
andi. Ég hef ekkert til að miða við,
fjöllin eru svo langt í burtu.
Má rekja upphaf skáldskapar þíns
til hins þrönga landslags á Aust-
fjörðum?
„Já, það hlýtur að mega gera það.
Enginn hlutur sprettur af sjálfum sér.
Umhverfið og uppeldið hefur áhrif á
allar gjörðir manns.
Ég ólst upp við sagnaskemmtun í
eldhúsinu. Móðir min vay mikill
fræðasjór og kunni ókjör áf kveð-
skap. Amma min, Guðríður Páls-
dóttir, fædd 1859, var á heimilinu.
Hún dó þegar ég var sjö árá. Það var
gaman þegar amma var að spinna að
fá að halda ,i smalann og hlusta á
hana segja frá. Mig langaði einlægt
til að þóknast ömmu minni, en henni
gramdist að ég hét ekki í hennar ætt.
Hún kallaði mig slettireku eða skelli-
bjöllu. Svona hugsaði gamla fólkið
þá.
Forfeður
Pabbi var fæddur á Hjalla en for-
eldrar hans komu frá Vestmanna-
eyjum. Forfeður þeirra flýðu undan
eldinum 1783. Eins og ég sagði áðan,
þá er ég alin upp í fornöld við lifandi
minningu um Tyrkjaránið og móðu-
harðindin. Pabbi sagði ævinlega
þegar ég vildi ekki borða grautinn:
„Guð hjálpi þér, Bogga, i móðuharð-
indunum átu menn skóbætur!”
Mér er minnisstætt atvik sem
gerðist þegar ég var litil. Það var um
sumar í dandalaveðri. Föðursystur
minar voru að þvo stórþvolt. Allt i
einu datt á biindþoka og sjáum við þá
ekki hvar kemur ógurlega stórt skip
út úr þokunni. Frænkur mínar urðu
skelfingu loslnar og ein fórnaði
höndum og hrópaði upp yfir sig:
,,Guð almáttugur, þetta er þó ekki
Hundtyrkinn!” Mikið urðum við öll
fegin þegar skipið kom nær og við
sáum að það hafði uppi Danabrók.
Menntun
Lífið á Vestdalseyrinni var svipað
því lífi sem fólkið i landinu hafði lif-
að i þúsund ár. Þangað kom aldrei
rafmagn og vatnið var sótt í
brunna.”
Menntun?
„Það var náttúrulega ekki auðvelt
fyrir Austfirðinga að verða sér úti um
skólamenntun á þessum árum, nema
þeir væru af efnuðu fólki eða dug-
miklu sem gat drifið börn sín i burtu.
Ég var litið i barnaskóla, af því að
árið sem ég varð sjö ára var skólinn
lagður niður á Vestdalseyrinni. Það
var of langt að sækja skóla inn i Bæ
og oft ófært á veturna vegna snjó-
flóðahættu úr Bjólfinum. Svo fór ég
til Norðfjarðar, þegar ég var tólf ára.
Á Nesi var gagnfræðaskóli. Ég fór i
hann.”
Einhver hvíslaði þvi að mér að þú
hafir unnið alla ævi mjög mikið og
lengi dags.
„Rétt svona eins og gengur og ger-
ist með fólk af minni kynslóð. Menn
tóku þá vinnu sem til féll. Stelpurnar
fóru í vist en strákárnir á sjóinn.
Þegar ég var sautján ára fór ég til
Reykjavíkur. Ég vann á veitinga-
húsum og i vistum og mér tókst að
drusla mér í gegnum Kennaraskól-
ann.”
HversdagsBfíð
Hvenær byrjaðir þú að yrkja að
ráði?
„Það veit ég ekki. Ég held ég hafi
aldrei ort neitt að ráði.”
Kannski ekki gefið þér tima til
þess?
„Ætli ég hafi ekki þetta kvenlega
viðhorf að finnast aðrir hlutir svo
mikilvægir — hversdagslifið sjálft —
að menntun og bókmenntir og jress
háttarhafi frekarsetiðá hakanum.”
Hvers eðlis eru ljóð þin að þér
finnst. Fæstu meira við náttúrulýrík-
ina en ádeiluljóð ef.dæmi eru nefnd?
„Það er vist ekkert leyndarmál að
ég hef Iengi verið kommúnisti og hef
tekið drjúgan þátt i róttæku starfi.
Ég er sátt við alþýðlegan uppruna
minn og hef enga löngun lil að klifra
upp i samfélaginuoggerast stéttsvik-
ari. Mér finnst sjálfsagt að taka til
máls á fundum og skrifa í Blaðið um
dægurmálin, en Ijóðið er galdur og
ekki nein brúkskúnst.”
Þú segist vera mikil draumamann-
eskja. Ráða draumarnir einhverju
um þinn Ijóðstíl?
Kvennaljóð
„Nei ekki vinn ég alveg ómeðvitað.
Hins vegar getur verið að sum Ijóðin
eigi rætur sínar i draumi.”
Hvað um svonefndar kvennabók-
„Hef enga V
klifra upp í s
og gerast s
—segir Vilborg Dagb jartsdótl
verðlauna DV fyrir I
Texti: Sigmundur Ernir Rúnarsson