Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Page 23
DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
spreyta sig á. Allar frægustu
ballerínur sögunnar hafa dans-
að hlutverkið: Crisi, Karsav-
ina, Spessivtsea, Markova,
Fonteyn.. . Hlutverk Al-
brechts hefur einnig verið við-
fangsefni og draumur karl-
dansara frá upphafi og meðal
þeirra sem hafa dansað það má
nefna Anton Dolin, John
Gilpin og Helga Tómasson og
þessir þrír leggja nú Þjóðleik-
húsinu lið svo um munar eins og
komið hefur fram í fréttum. Þar
eru samankomnar þrjár kyn-
slóðir Albrechts, eins og Dolin
skemmti sér við að rifja upp á
blaðamannafundi fyrr í þessari
viku. Anton Dolin dansaði
m.a. á móti Markovu, fyrst ár-
ið 1934. John Gilpin dansaði
einnig á móti öllum helztu
ballerínum sinnar samtíðar,
kunnastar þeirra hér munu
vera Markova, Fonteyn og
Toumanova. Af Helga
Tómassyni segjum við ekki
mikið, hann stendur nú á há-
tindi frœgðar sinnar og telst
með beztu dönsurum bæði
vestanhafs og austan. Þess má
geta að Anton Dolin gerði
nýlega sjónvarpsþátt um átta
frægustu Gisellurnar, eins og
hann orðaði það á blaða-
mannafundinum, og fékk þá
Helga til liðs við sig í þeim til-
gangi að rabba um hlutverk
Gisellu ogAlbrechts...
Nú, en það er allur íslenzki
dansflokkurinn sem kemur
fram, auk nokkurra leikara og
gesta. Meðal gestanna má
nefna Einar Svein Þórðarson,
sem Helgi Tómasson tók með
sér til New York eftir að hafa
séð hann dansa í Hnetubrjótn-
um fyrir 4 árum. Verður
spennandi að sjá hvernig Einar
Sveinn hefur nýtt sér dvölina
vestra. Hann dansar tvídans I
fyrri þættinum á móti Ólaflu
Bjarnleifsdóttur. Hlutverk
Myrthu drottningar dansa þær
á víxl, Guðmunda Jóhannes-
dóttir ogBirgitta Heide.
Ballettinn var frumsýndur í
gærkvöldi við mikinn fögnuð
áhorfenda og næsta sýning er
annað kvöld. Gert er ráð fyrir
fleiri sýningum en gengur og
gerist með danssýningar I
Þjóðleikhúsinu, en þó verður
að teljast ráðlegra að tryggja
sér miða frekarfyrr en seinna!
Ms
Margrét Guðmundsdóttir
fer með stærsta leikhlut-
verkiO / sýningunni.
flsa'fe soSI
...»
4 % llllí illi SsHr* „is »»l&f 3Mai» , 1 “r 1,»i
: 111 JH