Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Side 33
DV. — HELG ARBLAD. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
33
Menning
Menning
Menning
Menning
Amf tnynd vmr tmkin á mHngu og löngu áöur an Ijóst varö hvanu nUkll
valgangnl Slgaunabarónsins œttí aftíraö varöa. Framst á myndinni ar Ásrún
Davíösdóttir, sam syngur i ainu af aðalhlutverkum óperunnar.
UNNULAUS ÓPERA
Madonufar nr. 4.
Ljósm. GBK.
í„Bókahomi" útvarpsins kl. 1620 varður fluttur stuttur þittur aftk tóffira
pitt, Kristín . Pótursson. Nefnist þótturinn „Shakaspaara" og ar fíuttur af
nokkrum jafnöldrum höfundar.
Enn fremur verður i þættínum talað viö nokkra aöstandendur skólablaös
Hagaskólans og fíutt efniúrþvi.
Bjarnlerfur okkar tók þessa mynd, þagar hinir ungu laikarar og rithöfund-
ar voru aö undirbúa þáttínn i húsakynnum hljóövarps viö Skúlagötu.
Leiðbeinandi þeirra, Sigriður Eyjtórsdóttir, sóst í aftari röö til vinstri.
Ekkert lát er á aðsókninni á Sígauna-
baróninn eftir Strauss, fyrsta verkefni,
íslenzku óperunnar. Einhvern tímann
fyrr í vetur heyrðist því fleygt að 25
uppseldar sýningar nægðu til að í land
sæist með stofnkostnað óperunnar og
þar eð sú 25. var um síðustu helgi. sló
DV á þráðinn til Árna Reynissonar,
framkvæmdastjóra Islenzku óperunn-
ar, og spurði hvort ekki hefði verið
haldið upp á daginn.
Ekki kvað Árni svo hafa verið
stofnkostnaður hefði hækkað nokkuð
dagana fyrir frumsýninguna og þyrfti
því fleiri en þessar 25 sýningar til að út-
séð yrði um stofnkostnað. ,,En það er
útlit fyrir að svo verði; aðsóknin hefur
verið mjög mikil og síður en svo að úr
hennisé aðdraga.”
Páll P. Pálsson hefur nú tekið við
hljómsveitarstjórn. Um aðra helgi, þ.e.
á sýningum þ. 25., 26. og 27. ntarz
verður ennfremur sú breyting að þýzk
söngkona — frá Ríkisóperunni í
Milnchen — mun syngja hlutverk Zaffi
því um þá helgi heldur Ólöf Kolbrún
Harðardóttir tónleika í New York. en
hún fer annars með rullu Zaffí.
En sem sagt, aðsóknin að óperunni
er góð og ekki ráð nema í tíma sé tekið
að fá miða. íslenzka óperan eða
a.m.k. Sigaunabarón Strauss virðist
hafa slegið algjörlega í gegn.
Ms
Fúð óstæöa artílaö vakja athygli ó að þramur sýningum lýkur á Kjarvals-
stöðum annað kvöld, þeirra Einars Hókonarsonar, Karis Júlíussonar og
Steinunnar Þórarinsdóttur. Allar þessar sýningar hafa vakið athygli og eru
meira en valjtess virði að lita inn á Kjarvalsstaði um helgina. Og svo veröur
opnuð þar sýning á „patch-work" teppum — gömlum bandariskum búta-
teppum. Sú sýning stendur aöeins í eina viku.
QakkaleBchúsið, Tónabæ:
Karlinn I kassanum í kvöld og annað
kvöld kl. 20.30, s. 35935 íTónabæ.
Kópavogsleikhúsið:
Leynimelur 13 í kvöld kl. 20.30.
Aldrei er friður á morgun kl. 15. —
Fáarsýningar eftir. S. 41985.
Leikfólag Reykjavíkur
Jói sýndur í kvöld. Uppselt.
Rommí annað kvöld. Næstsíðasta sinn.
Salka Valka, næsta sýning þriðjudag.
Uppselt.
Skomir skammtar í kvöld í Austur-
bæjarbíói kl. 23.30.
Ofvitinn verður sýndur í siðasta sinn á
fimmtudaginn.
Nemendaleikhúsið í
Lindarbæ:
Svalirnar eftir Genet. Sýning annað
kvöld kl. 20.30. Næstu sýningar mánu-
dag og þriðjudag. Miðasalan er opin
milli 5 og 7 alla daga nema laugardaga
og sýningardaga frá kl. 5. Síminn er
21971.
Þjóðleikhúsiö:
Gosi — i dag og á morgun kl. 14.
Amadeus í kvöld kl. 20. Uppselt.
Sögur úr Vínarskógi, næsta sýning
miðvikudag.
Kisuleikur, næsta sýning á morgun kl.
16.
Ballettinn Giselle — næsta sýning
sunnudag og svo þriðjudag.
Uppselt. 4. sýning er á fimmtudaginn
og eru enn til miðar á þá sýningu.
Áskriftarkortin gilda líka á þessar sýn-
ingar.
ísienzka óperan
Sígaunabaróninn sýndur i kvöld og
annað kvöld en það er bara alltaf upp-
selt! Sími óperunnar er 11475.
Tónlist
Tónlist um helgina og í næstu viku.
í dag, laugardag, leikur Rudolf
Kerer á vegum Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói kl. 14.30. Hann vann
hug og hjörtu áheyrenda með leik
sinum í Háskólabíói á fimmtudags-
kvöld og er ekki að efa að marga fýsir
að hlýða á einleikstónleika hans.
Annars gerist lítið á músíkvettvangi í
höfuðborginni um helgina utan að
Áskell Másson leikur verk eftir sig á
málverkasýningu á Kjarvalsstöðum á
sunnudag kl. 16.
En Húnvetningar og Skagfirðingar
njóta tónleika Jónasar Ingimundarson-
ar á Blönduósi, í Varmahlíð og á Hofs-
ósi um helgina og svo leikur hann fyrir
Suðurnesjamenn í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju á miðvikudagskvöld. íslenska
óperan heldur sínu striki með sýningum
á Sígaunabaróninum og enn er alltaf
uppselt.
Og fái höfuðstaðarbúar ekki nóg af
músik í vikunni er ráð að bregða sér á
sýningar Fjalakattarins á kvikmynd-
inni, óperunni.Don Giovanni i Tjarnar-
bæ á laugardág kl. 19.30; þriðjudag kl.
19.00; fimmtudag kl. 19.00 og laugar-
dag þann 20. mars kl. 19.30.Það kostar
það að ganga í klúbbinn, fyrir þá sem
ekki eru meðlimir, en ætti að vera fylli-
lega þess virði.
Eyjólfur Melsted
HANDMENNT
Karl Júlíusson hefur opnað sýningu
að Kjarvalsstöðum þar sem hann sýnir
16 verk. Flest eru þau byggð á sama
grunnforminu (sleðaformi) sem fær í
höndum listamannsins mismunandi úr-
vinnslu.
Attterfíst
Það hefúr gjarnan verið sagt að skap-
andi listamenn „sjái list” út úr öllum
hlutum. Þessi hugmynd hefur verið sér-
lega þanin á þessari öld, og allt sem
komið hefur á ská við „opinbera” list
eða ákveðna skólastefnu, hefur verið
tekið sem enn eitt sjónarhornið á hið
stóra og göfuga listhugtak.
f umræðum um þessa hluti hefur þó
stundum komið fram sá misskilningui
að rugla saman list og fagurfræði. Því
ljóst er að þegar Duchamp stillir pissu-
skálinni upp í sýningarsal í byrjun ald-
arinnar þá var hann ekki að velta fyrir
sér fagurfræðilegum hugleiðingum,
hvorki formrænum né sálfræðilegum,
heldur vildi hann fyrst og fremst setja
spurningarmerki við orðið List.
En stóra byltingin, sem varðar nýja
myndsýn, á sér stað á 7. áratugnum
þegar „Ný-realistarnir” taka verk-
smiðjuframleidda hluti og setja þá senr
„ívitnun”, beint inn í listaverkið án
nokkurra milliliða, svo sem teikningar,
ljósmyndir, videó etc. Þeir brutu upp
listhugtakið og buðu listamönnum að
vinna beint í hið næsta umhverfi, allt
gat orðið möguleiki og tækifæri til list-
sköpunar. En gætum að því að þetta
þýðir ekki að listin sé dauð eða allt sé
orðið list. Þvi bak við þessa nýju raun-
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
sæislist er vel grundvölluð hug-
myndaleg forsenda, einskonar skil-
greining á þeirra list sem sýnir vel að
listin er í senn hugmyndaleg og
plastísk.
Handmennt
En þótt listaverk Karls séu úrtíningur
úr okkar næsta umhverfi, er spurning-
in ekki i raun um sjálft listhugtakið.
Hér er um að ræða listaverk sem ein-
kennast af mikilli nostursemi og sérlega
góðu handbragði. Og þó grunnhug-
myndin sé eflaust bæði sniðug og vel
íhugað ná verkin ekki að losa sig und-
an því að vera aðeins ágæt handmennt.
Sleðaformið er endurtekið, með ótal
variationum, án þess þó að ná því að
vera annað en sleði með mismunandi
fáguðu skrauti, — skrauti sem hefur
fyrst og fremst sjónrænt gildi þar sem
allt miðast við að ná samræmi og há-
marks-jafnvægi.
Þessi sýning minnir okkur á að allri
listsköpun fylgir hugmyndalegur ásetn-
ingur sem síðan er unnin í ákveðið efni
og form. Hér aftur á móti virðist
áherzlan lögð á sjálft efnið eða þá hug-
mynd sem því miður kemur hálfri öld
of seint.
-GKB
Leiklist
Alþýðuleikhúsið:
Súrmjólk með sultu, sýning sunnudag
kl. 15. Miðasalan er opin frá 14en 13 á
sunnudögum, s. 16444.