Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. „Opnunartími verzlana mikiö formaðurNS, hagsmunamál fyrir neytendur" lögfræðingur Alþjóðaheilbrigðisstofnumn ræðir um áfengisvandamálið Á aðalfundi Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) sem hald- inn verður í næsta mánuði verður áfengisneyzla og vandamál af henn- ar völdum á dagskrá. Halfdan Mahler, forstjóri WHO, skýrir svo frá aö einkum muni rætt um hvaða áætlanir aðildarþjóðirn- ar hafa gert varðandi stjómun og hðmlur á dreifingu áfengis. Vísar hann til þeirra tilmæla sem WHO hefur þegar beint til þjóðanna um 'þessi efni. Minna má á að WHO beindi því til aðildarþjóðanna 1979 að beita ðllum tiltækum ráðum til að draga úr áfengisneyzlu og benti í því sam- bandiáeftirfarandi: a) hækkunáfengisverðs, b) skömmtunarkerfi á framleiðslu, c) eftirlit með innflutningi, d) fækkun vínsölu- og veidnga- staða. Ástæða er tíl að geta þess að þeg- ar á árinu 1976 lagði sérfræöinga- nefnd WHO til að í staö hugtaksins drykkjusýki (alkóhólismi), sem nefndin taldi óljósrar merkingar, kæmu tvö hugtök, þ.e.: 1) heilsutjón sem stafar af áfengis- drykkju og 2) vanabundin áfengisneyzla. (AleogbvflniaráA) Drykkja veldur krabba í munni I læknariti bandariska krabba- meinsfélagsins segir aö rannsókn tveggja þekktra vísindamanna, dr. Mashbergs og Garfinkels, bendi til þess að áfengisdrykkja valdi krabbameini í munni. Mikil drykkja virðist mun hættulegri í þessum sökum en miklar reykingar. Það er athyglisvert að neyzla léttra vina og áfengs öls hefur að líkindum skaðvænlegri áhrif aö þessu leyti en drykkja sterkra teg- unda ef sama magn vínanda er inn- byrt. Krabbi í munni er afar fátíðut meöal þeirra sem hvorki reykja n< drekka. En þeir sem drekka að ráðí eru i allt að 15 sinnum meiri hættu en bindindismenn hvaö sjúkdóm þennan varðar. (Afeoglsvflniaráð) „Fyrsta mál sem nýkjörin stjórn mun snúa sér að er stofnun Reykja- víkurdeildar í framhaldi af skipulags- breytíngum sem samþykktar voru á aðalfundinum 17. april sl.,” sagði Jón Magnússon lögfræðingur, ný- kjörinn formaður Neytendasamtak- anna í viötali við blm. DV. Neytendasamtökin eru nú, eftir skipulagsbreytingar sem samþykktar voru á aðalfundinum, landssamtök neytendafélaga á íslandi, en aðildar- félögin eru alls 14. Hin nýkjörna stjórn NS er þannig skipuð: Jón Magnússon formaður, Jóhannes Gunnarsson varaformaður, Ólafur Ragnarsson, gjaldkeri, Reynir Ár- mannsson (frv. formaður NS) ritari. Meðstjórnendur: Anna Bjarnason, Anna Birna Halldórsdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Dröfn Farestveit, Jón Óttar Ragnarsson, Jónas Bjarnason, Sigrún Gunnlaugsdóttir og Steinar Þorsteinsson. Félagar í Neytendasamtökunum í dag eru um 5300. Stofnun Reykjavlkurfólags ,,Á fyrsta stjórnarfundi nýkjörinn- ar stjómar sl. laugardag var ákveðið að stofnfundur Reykjavíkurfélags NS verði i næsta mánuði,” sagði Jón Magnússon. ,,Á stjórnarfundinum voru einnig settar á laggirnar fjórar nefndir og kjörnir formenn fyrir hverja þeirra. Þessar fjórar nefndir eru fræðslu-, fjölmiðla-, hollustu- og samskiptanefnd. Sú síðasttalda mun starfa sem tengiliður á milli félaga NS.” Þá var talinu vikið að störfum NS i nútið og framtið. „Það er erfitt fyrir neytendur í verðbólguþjóðfélagi að ganga út frá ákveðinni forsendu um eðlilegt verð vöru i daglegum innkaupum. En á hinn bóginn held ég að megi segja að hinn venjulegi neytandi sé orðinn meðvitaðri en áður var og geri orðið körfu um að fá góða þjónustu og góöa vöru. Það má marka á því að menn kvarta meira en fyrr, fái þeir lé- lega vöru í hendur eða telji að órétt- mætir viðskiptahættir brjóti á ein- hvern hátt gegn þeim sem neytend- um.” ! Samstarf fleiri aðila um neytendamál „Mörg erindi berast skrifstofu Neytendasamtakanna,” hélt Jón áfram. „Mest ber þar á kvörtunum vegna heimilistækja og hvers konar rafeindatækja, svo og vegna t.d. galla á fatnaði. 1 langflestum tilfell- um er starfsmanni NS tekið mjög vel af söluaðilum og málin leyst farsæl- Iega. Mörg brýn verkefni þarf að kanna og leysa í nánustu framtíð, af mörgu er að taka. Það þarf til dæmis að fara i saumana á sölusamningum hvers konar á milli söluaðila og neyt- enda. Flestir samningar eru útbúnir af þeim er selur vöruna eða þjónust- una og þarf að athuga hvort um eðli- leg ákvæði er að ræða í þeim samn- ingum. Hvort söluaðili taki á sig ein- hverja ábyrgð og hverja, einnig í hvaða tilfellum sá aðili undanþiggi sig ábyrgðinni. Annað mál er samstarf á milli hinna fjölmörgu aðila sem vinna að neytendamálum, eins og t.d. Leið- beiningastöð húsmæðra og neytenda- deild Verölagsstofnunar Ég tel æski- legt að þessir aðilar hafi ákveðna samvinnu við Neytendasamtökin. Og þá dettur mér í hug að segja þér frá því að komið hefur til tals að ákveðin samvinna verði tekin upp á milli Fé- lags íslenzkra ferðaskrifstofa og Neytendasamtakanna. í ferðaþjón- ustu koma stundum upp ágreinings- mál á milli feröaskrifstofa og neyt- enda og væri æskilegt að úrskurðar- aðili kæmi þar til skjalanna og greiddi úr málum.” Þá vék Jón Magnússon að útgáfu- málum NS og kvað það ljóst að með aukinni útgáfutíðni væru tengsl við neytendur bezt aukin. Nefndi hann sem dæmi varðandi útgáfustarf að ákjósanlegt væri aö NS hefðu bol- magn til að gefa út, jafnvel árlega, handbók neytenda, rit sem byggðist á nytsömum upplýsingum, m.a. lögum og reglum og eftír því sem kostur væri, fjallaði einnig um gæði ein- stakra vöruflokka. Er fyrirmynd að starfsemi Neyt- endasamtakanna hér sótt til annarra þjóða? „Á hinum Norðurlöndunum eru neytendasamtök meira og minna rek- in á stofnanagrundvelli, sem hluti af ríkisgeiranum. Hér byggist starf- samtökin á frjálsum félagasamtökum semin ekki á þeim grundvelli heldur á og einstaklingum og eru þau samtök einstaklingunum, hinum almenna liklega þau öflugustu i heimi. Þó félagsmanni 1 Neytendasamtökunum. óliku sé saman aö jafna vegna fólks- í Bandaríkjunum bvaaiast nevtenda- fjölda þar og hér í landi sakar ekki að lita til þeirra samtaka með eftír- breytni í huga. En tíl þess að Neyt- endasamtöldn geti risið undir nafni þarf að virkja fleira fólk til starfa. Á undanförnum árum hefur mikill hugur verið í mönnum og neytenda- félög verið stofnuð víða um land og hafa mörg þeirra verið virk og starfaö vel. í hugum margra eru Neytendasam- tökin einungis kvörtunardeild óánægðra neytenda. Hvað segir for- maður NS um það hugarfar? „í flestum tilfellum, þegar leitað er til okkar, er það vegna kvartana eða óánægju, svo kannski er þetta ekki óeðlilegt. Ég lít nú þannig á starf NS að samtökin ættu líka að vera um- sagnaraðili um verðákvarðanir, alla vega I þeim málaflokkum sem snerta almennar neyzluvörur. Á fyrsta stjórnarfundinum, sem ég vék aðeins að áður, var leitað um- sagnar hjá okkur um tillögu um opn- unartima verzlana í Kópavogi. Sú til- laga felur í sér að opnunartími verzl- ana í Kópavogi verði gefínn frjáls. Menn voru sammála um það í stjórn- inni að taka jákvætt undir þau sjón- armið sem fram komu í þeirri tillögu. Maður getur ekki séð að það saki nokkurn að þessi tilraun verði gerð í Kópavogi. Þarna erum við komin aö miklu hagsmunamáli fyrir neytendur á höfuðborgarsvæðinu, opnunartima verzlana. Ég vil gjarnan láta þess getið að endingu að þó mörg og mismunandi sjónarmið ríki í nýju stjórn NS cru allir stjórnarmenn ákveðnir í að efla samtökin, að svo miklu leyti sem þeir geta,” sagði Jón Magnússon lög- fræðingur, formaður Neytendasam takanna. -ÞG Jón Magnússon, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. ÁFENGI0G KRABBAMEIN Af athugunum síðustu ára er ljóst að ofneytendum áfengis er mun hættara við að fá krabbamein en Öörum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um drykkjusýki skýröi A.B. Lowenfels, aðstoðarframkvæmda- stjóri skurðlækningadeildar lækna- miðstöðvar einnar í New York, svo frá að tíðni krabbameins í drykkju- sjúku fólki sé nálægt 30% hærri en almennt. Dr. Lowenfels kvað ekki Ijóst hvað þessu veldur en benda mætti á ýmsamöguleika. „Hugsanlega er áfengið sjáift krabbameinsvaldur enda þótt nú liggi ekkert fyrir sem sanni að hreint áfengi valdi krabbameini, hvorki i mönnum eða dýrum. Áfengi getur skaðað líffæri og auk- ið hættu á að tóbaksreykur valdi krabbameini. Flestir drykkjusjúkl- ingareru stórreykingamenn. Bragð- og litarefni, sem notuð eru í áfengi, eða aðferðir við fram- leiöslu og geymslu, geta leitt til krabbameins. Næringarskortur, fylginautur drykkjusýki, getur haft áhrif; t.d. vantar marga drykkju- sjúklinga A-vítamín sem verndar síimhimnuna gegn krabbameini. Mögulegt er og að áfengi orsaki hormónabreytingar. Dr. Lowenfels sagði að ógerningur væri aö sjá á þessu stígi hver framangreindra til- gáta væri hin rétta. Vandamáiið er sérstaklega erfitt sökum þess að flestir alkóhólistar eru stórreyk- ingamenn og margir einnig van- næröir. Hann kvaö nauösyn bera til aö kanna hvort áfengi eitt sér veldur krabbameini svo og hvort áfengi geti fariö gegnum fylgjuna og valdið krabbameini í fóstri. (AfcnglsramartiO) MATARSKAMMTAR FRA MEISTARANUM SS-Sparímarkaður selur þrjá saman með afslætti Þessir matarskammtar eru frá Meistaranum, nýkomnir í matvöru- verzlanir. Við hringdum í fáeinar verzlanir tii að gera verðsamanburð. Birtíst listi yfir þær verzlanir í þriðju- dagsblaðinu, 27. apríl. Verðið er al- mennt frá 40—55 krónur. Hringt var frá SS-Austurveri þar sem sax- bautinn var sagður vera á 57,10, en rétta verðið er 51,10. Sparimarkaöurinn er í sömu bygg- ingu og SS-Austurveri. Þar eru þessir pakkar seldir þrír saman ásamt fleiri vörutegundum sem seldar eru í meira magni, pökkum sem þeir nefna þrí- pakk. Eins og oftast þegar maður kaupir mikiö magn i einu þá gerir maöur góð kaup. Saxbauti í SS- Sparimarkaði kostar 42,55x3, fisk- bollur eru þar seldar á 36,80x3, nauta- og lambasteikin kostar 55,90 í verzluninni SS-Austurveri en 46,60 x 3 í Sparimarkaðnum. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.