Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Side 8
•:. .•x-x-x-x-xv . éi&áiéi iÍIIÍI II v " ■ xh.. ••••:■•••:•:•:■.-x-:-:: -: •:•:•:••:•:• wv..wW * x— X'vvXXvX-^ív’ííx’vivvXÍ'Xw'í'X-XWí': •■: DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Herskip hennar hátignar biða tilbúin til orrustu við Falklandseyjar. Falklandseyja- deila Breta og Argentínu- manna: Argentína og Bretland virðast á hraðleiö inn í meiriháttar stríðsátök, en stjórnir beggja landa hafa lýst því yfir að herir þeirra munu ráðast á hinn aðilann ef hann sést á ferli innan 200 mílna yfirlýsts stríðssvæðis umhverfis Falklandseyjar. Styrjöldin sýnist óumflýjanleg Herforingjastjórnin tilkynnti í út- varpi i gærkvöldi, að sérhvert þrezkt herskip eða brezk flugvél, sem fyndist innan 200 mílna hrings frá meginland- inu eða Falklandseyjum, yrði skoðað sem fjandsamlegt og „tekið viðeigandi tökum”. Þessi tilkynning berst i hálfum sólarhring áður en hafnbann Rreta og flugbann á svæðinu umhverfis Falk- landseyjar átti að taka gildi. BuenosAires-stjómin hefur lýst þvi yfir að síðustu málamiðlanir Banda- rikjamanna væru ófullnægjandi og dygðu ekki til sátta. Þá kom i fréttum í gærkvöldi í Argentínu að argentínski flotinn hefði látið úr höfn en ósagt var hvert siglt., væri. Brezki flotinn, sem á sunnudaginn endurheimt: S-Georgíu úr höndum Argentínumanna, er almennt talinn undirbúa landgöngu á Vestur-Falk- landseyju. Óstaðfestar fréttir herma að froskmannasveit Breta sé fyrir nokkru þegar komin þar á land til undirbún- ings landtöku. Sameiginlegt 1. maí ávarp norrænna jafnaðarmanna Anker Jorgensen Formaður Danska jafnaðarmannaflokksins Knud Christensen Forscti Alþýðusambands Danmcrkur. paLme 0lof eom* Pentti Viinanen Forscti Alþýðusambands Finnlands. 0 Gro Harlem Brundtland Formaður Norska Verkamannaflokksins Gurmar Nilsson Forscti Alþýðusambands Svíþjóðar Kjartan Jóhannsson Formaður • Alþýöuflokks Jafnaðarmenn á Norðurlöndum eiga mikilvægt verk að vinna. Við krefjumst þess að allir eigi rétt á vinnu. Við munum vinna að friði og alþjóðlegri afvopnun. Norrænir jafnaðarmenn sameinast því um I. maí-kröfuna. FRIÐUR OG VINNA • Fjöldaatvinnuleysi hefur dunið yfir vestrænar iðnaðarþjóðir. Meðal orsakanna er að íhaldsrikisstjórnir hafa í efnahagsstefnu sinni sett til hliðar markmiðin um fulla atvinnu og féiagslegt öryggi. Jafnaðarmenn geta aldrei samþykkt slíka stefnu. Þeir krefjasl þess að þjóðfélagið standi vörð um hæfileika alls fólks og vinnuvilja. • Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfmgarnar munu vinna að því bæði á Norðurlöndum og á alþjóðavettvangi að full atvinna sé tryggð. • Styrjaldarhætta hefur aukizt. Margir óttast framtíðarhorfur. Spennan milli risaveldanna eykst. Vígbúnaðarkapphlaupið er komið á nýtt stig. Kúgun og mannréttindabrot eru í sjálfu sér ógnun við friðinn. • Jafnaðarmannafokkarnir og verkalýðshreyfingarnar munu á Norður- löndum og á alþjóðavettvangi vinna að slökun spennu. alþjóðlegri afvopnun ogfriði. Hin sameiginlega krafa um kjarnorkuvopnalaus Noröur- lönd sem þátt í slökun spennu í Evrópu, er framlag lil afvopnunar og friðar. Við hvetjum alla Norðurlandabúa til þess að fylkja sér hinn 1. maí undir kröfunni um „FRIÐ OG VINNU”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.