Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð Átti hann sjálfur sök á eigin morði? Þrotlaust bankiö á dymar var í mikilli mótsögn viö skerandi vein kon- unnar. „Ray er dauöur,” kveinaöi hún. „Einhver hefur skoriö hann. 0, guð minngóður!” Þaö haföi engan tilgang aö spyrja hana neins. Hún var í allt of miklu upp- námi til aö geta svarað nokkurri þeirra þúsund spuminga sem komu upp í hug- ann. I staö þess aö spyrja hljóp ná- granni hennar yfir í húsiö og upp á aðra hæð. I svefnherberginu lá góöur vinur hans, Raymond E. Duerr, 59 ára gamall, í stómm blóðpolli. „Fyrsta hugsun mín var: Hvers vegna liggur hann á hliöinni? Hvers vegna hefur enginn lagt hann á bak- iö?” sagöi hann síðar. „Þaö hefðu verið eölileg viöbrögö til aö sjá hvort hann andaði enn. Ég var um þaö bil aö fara að snúa honum viö þegar ég heyrði sírenu væl í lögreglu bíl. ” Lögregluforingjanum í Hamilton County, Ohio, var látiö eftir aö snúa líkinu viö og ákvaröa aö Raymond E. Duerr væri látinn. Stuttu síöar eöa um klukkan 8.15 á þessu heita þriðjudags- kvöldi í maí 1981 hóf iögreglan ná- kvæma rannsókn á heimilinu í Britt- any Acres í smábænum Anderson. Lög- reglan yfirheyröi fyrst Carol, fertuga konu hins látna. Hún sagöi svo frá aö fyrr um kvöldið hefði hún farið út aö verzla ásamt stjúpdóttur sinni, Catherine Sue og unnusta hennar, Dennis Goerler. Þau komu heim aftur um klukkan 8 og um leiö og þau komu inn í húsiö varö þeim ljóst aö eitthvaö haföi gerzt. I stigan- um hafi þaúséö jakka Raymonds útat- aðan í blóöi. Maöur hennar haföi komið heim á meöan þau voru úti og nú lá hann á svefnherbergisgólfinu, augljós- lega dauöur. Rannsókn á heimili Duerr-hjónanna leiddi í ljós aö allar dyr voru læstar, að undanskilinni þeirri sem var á milli íbúðarinnar og bílskúrs sem var sam- byggöurhenni. Var innbrotsþjófur að verki „Augljóslega hefur Duerr verið drepinn af innbrotsþjófl,” sagði einn lögreglumannanna. „Innbrotsþjófur- inn hefur komið inn í gegnum bílskúr- inn og þar sem engar aðrar dyr voru opnar, hefur hann farið sömu leið út aftur. Svo virðist sem Duerr hafi mætt honum í stiganum þar sem jakki hans fannst. Þjófurinn hefur skotiö Duerr þar, en hann reynt aö komast undan og látizt á svefnherbergisgólfinu.” Annar lögreglumaöur sagði aö þar sem fundizt hefði skothylki úr 32 kalibera byssu á gólfinu, hlyti morð- vopniö að vera sjálfvirk byssa sem spýtti úr sér skothylkjum, frekar en venjuleg skammbyssa. Kona Raymonds Duerr og stjúpdótt- ir eyddu nóttinni hjá ættingjum sinum. Þær sögöu lögreglunni aö þær myndu koma aftur heim til að segja til um hvort einhverju hafi verið stoliö. Til aö athuga hvort persónulegar ástæöur heföu getaö legiö að baki morðinu eyddi lögreglan mestum hluta næturinnar til að yfirheyra vini, kunn- ingja, og nágranna hins myrta. Þeir komust að því aö Duerr hafði unniö hjá sama fyrirtækinu í 30 ár og nýverið hafði hann veriö geröur aö deildarstjóra yfir umsvifamikilii deild innan þess. Á miðvikudegi komst morödeildin að þeirri niðurstööu að einn maöur hafi veriö aö verki, vopnaöur 32 kalibera sjálfvirkri skammbyssu. Hinn myrti hljóti aö hafa veriö á leiðinni upp stig- ann þegar innbrotsþjófurinn skaut og hitt hann í hálsinn. Kúlan hafi farið út úr líkamanum og lent í hendi Duerrs. Dennis Goerler. Tók hann á sig annarra sök? Duerr hafi komizt upp í efsta þrepið, þar sem innbrotsþjófurinn hafi hitt hann aftur í bakiö. Annar rannsóknarlögreglumaður taldi aö Duerr hafi verið á leið upp á efri hæöina til aö skipta um föt. „Hann skildi skjalatöskuna sína eftir á stofu- borðinu og haföi þegar tekið af sér bindiö og fariö úr jakkanum þegar hann kom í stigann. Þegar kúlan hitti hann, missti hann fötin sem hann hélt á og hentist á lokaðar svefnherbergis- dymar,” sagöi þessi rannsóknarlög- reglumaður og hélt áf ram: „Þaö var undarlegt af honum að gera það. Við vitum ekki hvers vegna hann lokaði sig ekki inni á baöher- bergi, þar sem hann hefði getað veriö öruggur. Þaö sem við vitum er aö hann fór inn í svefnherbergið við endann á stuttum gangi á annarri hæð og þar náöi innbrotsþjófurinn honum og skaut aftur. Kúlan fór i gegnum höfuöiö út um hægra augaö og festist í loftinu fyr- ir ofan rúmiö. Morðinginn hljóp síðan útúrhúsinu.” Líkurnar virtust benda til að Duerr hafi komið að innbrotsþjóf í húsinu. Fjölskyldan skildi vanalega eftir ólæstar dymar inn í bílskúrinn og þeg- ar frú Duerr kom heim stóðu bílskúrs- dymar upp á gátt. Enginn í nágrenn- inu haföi heyrt skot. Þaö olli lögregl- unni nokkrum áhyggjum aö atburður- inn átti sér staö á þeim tíma, sem hvaö mest umferö var um götuna. Dennis Goerler, unnusti Catherine Sue, kom oft í heimsókn til Duerr-hjón- anna. Lögreglan spurði nágrannana hvaö þeir vissu um þann mann. Ná- grannamir gátu sagt það eitt aö Goerler hafi komið oft í heimsókn en þeir hafi lítiö kynnzt honum. Unnustinn dæmdur fyrir iíkamsárás Lögreglan komst að því að Goerler hafi kynnzt Catherine Duerr á íþrótta- velli þar sem þau unnu bæði. En það sem vakti mestan áhuga var að Goerl- er hafði veriö dæmdur i eins árs skil- orösbundið fangelsi fyrir likamsárás. Nágrannar hans lýstu honum sem ró- legum manni en bezta náunga. Ungur maður sem bjó í nágrenni viö hann minntist á það aö Goerler hafi oft hjálpaö sér aö koma bílnum í gang á köldum vetrarmorgnum. „Hann sagöi mér að hann væri skil- inn,” sagöi þessi nágranni hans. „Á síðasta vori átti hann vinkonu sem hann kynnti sem kærustuna sína, en þaö flosnaöi upp nokkrum mánuöum síöar. Síðan sá ég hann eingöngu meö þessum táningi f rá Anderson. ’ ’ Dennis Goerler, Catherine Sue og móðir hennar Carol Duerr voru allan miðvikudaginn í yfirheyrslu hjá lög- reglunni. Þau héldu því fram að þegar þau hafi komið heim um kvöldið hafi þau komið aö einni hurðinni brotinni upp. Lögreglan skildi ekki hvemig það var mögulegt. Þá var það enn furðu- legra aö innbrotsþjófurinn haföi ekki gefið sér tíma til að hafa neitt með sér. Auk þess vita allir reyndir lögreglu- menn aö þjófar starfa sizt á þeim tima sem mestar líkur eru á aö fólk sé heima hjá sér. Á fimmtudagskvöldi tilkynnti lög- reglan, að eftir tveggja sólarhringa stanzlausa rannsókn hafi hún handtek- iö þrjár manneskjur, Carol og Catherine Sue Duerr og Dennis Goerl- er. Lögregluforinginn tilkynnti blaöa- mönnum að það hafi veriö ljóst strax sama kvöld og moröiö var framið aö þar hafi ekki veriö að verki venjulegur innbrotsþjófur. „Þau höföueinfaldlega ekki nægilega góöa og samræmda fjar- vistarsönnun,” sagöi hann. Á blaöamannafundi sagöi lögreglan aö hún teldi að Goerler hafi beöið eftir Raymond Duerr á heimili hans og skot- ið hann efst í stiganum þegar hann kcm heim um klukkan 16.15. Síöan hafi hann hringt til Carol og Catherine Sue sem hafi dvalið í húsi ekki langt frá. Eftir um stundarfjórðung hafi konum- ar komið og sótt Goerier. Þau hafi síöan haldið til Ohio-árinnar, þar sem Goerler hafi losað sig við morövopniö, handklæði, skothylki og að likindum gula gúmmihanzka. Handklæöiö hafi verið notað til að fela byssuna þegar hún var borin út úr húsinu. Lögreglumenn eyddu miklum tíma meö Goerler við leit aö sönnunargögn- um á bökkum Ohio-árinnar. En vatns- borðið var hærra þá daga en veriö haföi daginn sem morðið var f ramið og þeir urðu að fresta leitinni þar til vatn- iöí ánnilækkaöi. Var ástæðan andlegt og líkamlegt ofbeldi? „Ástæðan fyrir moröinu virðist hafa veriö ofbeldi fórnarlambsins gagnvart konu sinni og stjúpdóttur,” sagði Stokes lögregluforingi. Þaö var upp- lýst aö eftir handtöku kvennanna hafi þær báöar sagt frá því aö þær hafi ver- iö beittar bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu Raymonds Duerr. Svo virtist sem ofbeldið hafi þó aö mestu leyti verið fólgið í ásökunum og upp- nefnum, sem beint hafi veriö gegn dótturinni. I bænum höföu fréttimar um hand- tökuna lamandi áhrif á fólk sem varla trúði sínum eigin eyrum., jEg er þeirr- ar skoðunar aö þessi saga um ofbeldi Raymonds Duerrs sé uppspuni,” sagöi einn nágranna þeirra. „Raymond var rólegur maöur svo að af bar. Hann hvessti sig aö vísu stundum þegar hon- um vanhagaði um eitthvaö frá kon- unni, en hann var aldreigrófur.” Annar nágranni þeirra sagöi: „Kon- an hans var með hvítblæði. Ef hann hefði barið hana gæti henni hafa blætt út. Ég man eftir því að fyrir mörgum árum datt Carol niður stiga og þaö varð aö flytja hana með hraði á s júkra- hús. Þá heyrði ég Raymond öskra. Hann öskraði á hundinn og dóttur sína. En ég heyröi ekki neinar ógnanir eöa skammir.” Á miðvikudag 27. maí voru lagöar fram kærur á Dennis Goerler og Carol og Catherine Sue Duerr í hæstarétti í Hamilton County fyrir morö af yfir- lögöu ráöi. I fyrstu vikunni í júní upp- lýstist þaö aö í ágúst 1974 hafi Raymond Duerr gert erfðaskrá þar sem hann hafi arfleitt konu sína aö öll- um sínum eignum óskiptum. Viö dauöa sinn átti Duerr 110 þúsund dollara í fasteignum og um 50 þúsund dollara í öörum eignum. En ef kona hans yrði fundin sek um aðild aö moröinu yröi hún af öllum arfinum. Verjandi henn- ar, Melvin Rueger dómari, fór fram á að ákærunni um morö af yfirlögöu ráði yröi breytt í aðild aö moröi vegna gá- leysis, aö því er Carol og Catherine Sue snerti, eöa ákæran felld niöur. Sakborningar sakfella hver annan Þriðjudaginn 9. júní lýsti Ralph Winkler dómari því yfir að sakborning- amir þrír yrðu yfirheyrðir hvert i sínu lagi, vegna þess aö þeir heföu lýst sök hver á hendur öörum. Tvenn réttar- höld kynnu aö fara fram á sama tíma til að draga úr athyglinni sem búizt var viðað þauvektu. Viö réttarhöldin 8. júlí heyrðu frétta- menn í fyrsta sinn hluta af yfir- heyrslu yfir Dennis Goerler sem fram hafði farið 20. maí og verið tekin upp á segulband. Þar sagöi hann frá því meö grátbrostinni röddu, hvemig Raymond Duerr hafi öskraö og æpt aö Catherine Sue þegar hann hafi komiö meö hana heim um klukkan 10 eitt sunnudags- kvöld. Hann sagöi aö Duerr hafi einnig barið dóttur sína, en játaöi þó aö hann hafi aldrei orðið vitni aö slíkum at- burði. Verjendur Catherine Sue mótmæltu þeim úrskui'öi dómarans aö hafa henn- ar réttarhöld á eftir réttarhöldum móöur hennar og Goerlers. Verjendur voru þeirrar skoöunar að eftir að hin réttarhöldin heföu fariö fram, myndu réttarhöldin yfir Catherine Sue vekja enn meiri athygli og því væri þá erfið- ara aö finna óvilhallan kviðdóm. I síðustu viku ágústmánaðar komu Dennis Goerler og Carol Duerr fyrir rétt hvort í sínu lagi. Sterkasta sönn- unin um sekt Goerlers var klukku- stundarlöng frásögn hans hjá lögregl- unni skömmu eftir handtökuna. Þar lýsti hann því hvernig hann hafi falið sig í herbergi á annarri hæö í húsi Ray- monds Duerr og skotiö á fómariambið þegar hann gekk upp stigann. Vegna þess aö Duerr hafi beygt sig niður til aö taka upp bindið, sem hann hafi misst í stiganum hafi fyrsta kúlan misst marks og hitt hann í höndina. Skelfdur hafi Duerr snúið sér viö og sagt: ,ílr Catherine heima? Mér blæöir.” Síðan hafi hann fariö inn í svefnherbergið og Goerler hafi elt hann og skotiö á hann aftur. I þetta sinn hitti kúlan hann í hausinn. „Mér virtist hann ætla að standa upp aftur,” sagöi Goerler viö lögregluna. En áöur en hann reis á fætur skaut Goerler þriöja skotinu. Þegar Duerr datt á gólfið fór Goerler aftur niður á neöri hæðina og sparkaöi upp hurðinni á milli bílskúrsins og íbúðarinnar, til aö láta líta svo út sem morðinginn hefði komið sem innbrots- þjófur, eftir því sem Goerler sagöi viö lögregluna. Goerler sagöi aö samsærið heföi ver- ið ákveðið aöeins deginum áður en það var framkvæmt. Hann heföi rætt hugmyndina við konurnar og sagt þeim aö hann ætlaöi aö láta til skarar skríöa. „Ég sagði þeim aö ég væri orö- inn þreyttur á því hvemig hann kom fram viö Catherine og að ég ætlaði að stöðva þaö,” sagöi hann við réttarhöld- in. Hulgin lögreglumaöur sagöi síöar viö yfirheyrslu aö Goerler hafi sagt í játningu sinni aö hann hafi skotiö Duerr vegna Catherine Sue. Lögreglu- maöurinn var þeirrar skoðunar að Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð — Sérstæð sakamál imUMi /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.