Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982. 19 Bflar Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar £ramt íöar- innar ver ða íír plasti og plastbflvélin er í augsýn TUraunabfllinn frá FIAT, Fiat VSS. Plastbílar — mörgum dettur eflaust í hug Trabant og P—70 sem fluttur var inn fyrir nokkrum árum. En plastbílar eru að veröa staðreynd, ekki bílar smíðaðir úr þeim plasttegundum sem við þekkjum nú heldur úr nýjum plast- tegundum, beint úr tilraunapottum efnafræðinganna. Hvað með útlitið? Hvað með eld- hættu? Munu þessir bílar ekki splundrast í árekstrum? Það á ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur. Plastbílarnir eru staðreynd og þeir eru að koma. Hvaö varðar útlit verða þeir hagkvæmari en „gömlu" bílarnir. Smábeyglur munu réttast upp. Ekki ætti ryðið að éta þá í sundur. Aætlað er að meöalending plastbílanna verði 20 ár í stað 10 ára nú. Eldhættan verður ekki inikil. Þessi nýju plastefni verða sjálfslökkvandi. I árekstrum ættu þessir nýju bílar að verða hættuminni en þeir gömlu. En það sem verður enn betra. Bílarnir verða þriðjungi léttari og mun auöveldara verður að móta þá í straumlínuform. Þess vegna verða þeir hraðskreiðari, liprari og nota mun minna eldsneyti. Nú þegar eru uppi áætlanir um plast- bíla frá Austin, Fiat, Ford, Volkswagen og Vauxhall. Þær koma frá vinnuhópi tæknimanna sem vinna að þessu máli í Hollandi hjá dótturfyrir- tæki General Electric, Plastics Company. Forystumaður hópsins, Bretinn Huw Radley, segir: „Þetta verður ein af mestu og áhirfamestu breytingum í sögu bílanna. Ein þeirra verður að gef a Evrópu möguleika gegn framleiðslugetu Japana." I vinnuhópi Radleys eru meðal annarra Paul Huges, sem áður var teiknari hjá British Leyland, Dick McKechnie, sem teiknar vörubíla fyrir BL, Mike Freestone, áður hjá General Motors, og Hollendingurinn Eric Spronk.semáðurvar hjáVolvo. Það sem vinnuhópurinn hefur afrek- að er ,<J ekki aðeins að finna upp nýjar aðferðir við að framleiða plast, heldur alveg nýja leið til aö setja bíla saman. Hugmyndin er að bolta, skrúfa eða líma hluta búna til úr þessu nýja plasti á tölvuteiknaðan ramma sem búinn er til úr stáli. Ryðvarinn og soðinn saman af vélmennum er ramminn óhemju sterkur. Ramminn veitir f arþegunum vörn og er jafnframt burðargrind fyrir stærri hluti eins og vélina og fjöðrun- ina. Likt og með beinagrind mannsins þá verður það sem kemur utaná sem ger- ir muninn. Bara með því að breyta hlutunum sem falla utan á rammann þá verður hægt að breyta um,-búa til fólksbfla, skutbíla sendibila og jafnvel litlapallbíla. Þetta sparar óhomju fé í teikningu og framleiðslu. Auöveldara verður að þróa nýjar gerðir vegna þess að aðeins þarf að breyta ytra laginu. Kaupend- urnir munu fá meira af bílum á því sem spáð er, lægra verði. Forsvarsmenn FIAT voru fyrstir til að tilkynna að þeir mundu snúa sér að því að framleiða bíla eftir hugmynd General Elecrtric. Þeir segja að í lok áratugarins muni flestir ef ekki allir þeirra bflar verða úr plasti á stálgrind. En fyrirboði þess sem koma skal kemur í ljós fljótjega þegar Ford kynn- ir arftaka Cortínunnar, kallaður Sierra. Þá mun þessi nýi fjölskyldubíll verða með stuðara úr nýja plastefninu frá GEP, Xenoy. Þetta verða fyrstu stuðararnir sem ekki verða með nein- um hlutum úr málmi. Þeir eiga að rétt- ast aftur eftir smáhögg og munu standast allar öryggiskröfur. Það voru kröfur Ford um plastefni sem hef ði þessa eiginleika um höggþol LANOUVEU.ESIERR/ ¦ ¦ $MC£tl«*n> * t» tvri ItJTO, 1« «•«• t» BKtt» iíftM, fHWftxlt, f Nýi bíllinn frá Ford, Sierra, sem koma á í stað Cortinunnar, er með stuðara úr plasti. Huw Radley, sem stjérnar plasttil- raununum h já General Electric. Hugmyndir General Electric hópsins um framtíðarbfla. Með því að bæta við hlutum er hægt að breyta um gerðir. Bíllinn notar vélina og helztu hluti úr Fiat Strada og er í sömu stærð og Escort. En þrátt fyrir að hér er um til- raunabil að ræða þá vegur hann 21 prósenti minna en Strada. Það þýðir meiri ökuhæfni, minni bensíneyðslu og minna dekkjaslit, fyrstu kostirnir til að koma i ljós hjá eigandanum. Hjá FIAT kemur hugmynd General Electric Plastics út á þann veg að alla meginhluti, svo sem f ramendann (með framljósum, loftinntaki og stuðara), afturendann, mælaborðið og alla hluta þess, hurðir, sæti og þakklæðningu er hægt að framleiöa langt i burtu frá samsetningarbrautinni. Þá má síðan flytja að til þess að samsetningin geti farið f ram á als jálfvirkan hátt. Jafnvel þótt samsetningin fari fram á „gamaldags" hátt þá tekur sam- setningin 5 stundum styttri tíma en Strada — sem þó er settur saman á samsetningarbraut sem er ein sú bezta í heiminum, búin vélmennum. Þessi klunnalegi FIAT sýnir að að- stæður eru fyrir hendi hjá bílaiðnaðin- um að skipta yfir í plast. En ímyndum okkur áhrifin á stáliðnaðinn sem á nógu bágt fyrir. Minnkandi eftirspurn á stáli skyndilega myndi verða stór- hættuleg. Stáhðnaðurinn þarf nokkur ár til aðlögunar, svo breytingin yfir í plast verðurhæg og sigandi. „Þetta er ein mesta breyting í hönn- un bila sem enn hefur komið fram," segir Idris Lewis verkfræðingur hjá Ford. „Gömlu hömlurnar viö að vinna í stáli hverfa nú fyrir nýju frjálsræði." Frá því aö nota stuðara úr plasti, þá mun Ford stöðugt nota fleiri hluti úr plasti (svo sem í hinum nýja Granada sem kemur á eftir Sierra). Volkswagen, sem um nokkurn tíma hefur notað önnur plastefni frá GE í mælaborð, eru á sömu leið. Einnig General Motors sem framleiða Vauxhall i Bretlandi og Opel i Þýzka- landi. Hjá BL í Bretlandi hefur plast frá GE verið notað í mælaborð í Metro og að hluta í aðrar gerðir. Nýi LM 10, sem kemur í stað Allegro og Maxi á næsta ári og keppir þá viö Ford Sierra, verður búinn mörgum lilutum úr plasti. En það er ekki aðeins á smábíla- markaðinum sem plastið hefur haldið innreið sína. Nýi Maserati Biturbo er með Xenoy stuðara og litli Benzinn Mercedes-Benz 190, sem kemur á markað í vetur, verður með hluti úr plasti. Einnig Jagúarbilar i framtíð- inni. A öðruin sviðum er plastiö í þróun. Ford í Detroit er að hanna vél sem er nærri öll úr plasti. Aðeins sveifarás- inn, strokkarnir og aðrir slitfletir eru úr málini. Hún er mjög létt, aðeins um 70 kíló, hefur háan snúningshraöa og framleiðir 320 hestöfl úr tveimur lítr- um rúmtaks. Líkt og í bílhlutunum þá verður slík vél mun hljóðlátari en væri húnúrmálmi. Margir aðrir hlutir, svo sem hemla- hlulir, verða úr sérstökumplastefnum, lfkt og kælivatnstankarnir sem nú eru i mörgum Evrópubilum. Þótt plastefni eins og Xenoy séu dýr- ari í framleiðslu en samkeppnisefnin þá spara þau mikið í úrkasti, verkfær- um og framleiðslu þannig að á endan- um koma slík efni ódýrar út. Ennfrem- ur munu plastefnin með hjálp tölvu- tækni og vélmenna tryggja nákvæmni í samsetningu. Huw Radley hjá General Electric Plastics er ekki hlutlaus en hefur nokk- uð til síns máls er hann segir: „Vegna þessara nýju efna og hvernig hægt er aö nota þau þá erum við í dögun nýs tima í teikningu og framleiðslu bíla." (Sunday Express Magazine) A þessari mynd sést hvernig hugmyndln er að plasthlutarnir falli utan á grindina sem er úr stáli. til viðbótar þoli gegn miklum hita og kukia sem ýtti Radley og mönnum hans af stað. Þeir endurbættu plastefnið Xenoy og f undu aðferð til að móta það í tæka tið svo hægt yrði að nota það í Sierra frá Ford. A sama tima teiknaði Paul Huges stálrammann til að sýna hvernig Xenoy yrði notaö í framtíð- inni. Hann fór til Detroit til að koma með þessa nýju tækni inn í bandaríska bilaiönaöinn. Stjórnendum Ford þótti svo mikið til um þessa tækninýjung að þeir biðu ekki eftir kynningunni á Sierra til að verðlauna Idris Lewis, verkfræöing- inn, sem sá um að hanna stuðarana og stjórnaði þróun þeirra. Stjórnarformaður Ford í Evrópu segir: „Okkar aðferð við að nota plast- ið í dag er rétt byrjunin." Plast er að s jálfsögðu ekki nýtt í bíl- um, eins og við þekkjum af Trabantin- um. Það hefur verið notað í æ ríkari mæli í 30 ár. Hlutir eins og ytra byrðið á stuðurunum í Renault R—5 og mæla- borðið í Austin Metro eru algeng sjón. En fram að þessu hefur ekkert plast- efni haft eiginleikana til fjöldafram- leiðslu á aöalhlutum bila. Stuðaramir i Renault til dæmis þurfa stálgrind og þeir eru alltaf gráir vegna þess að erf- itt hef ur verið að mála þá svo vel sé. I hrifningu sinni yfir plastbílunum hef ur FIAT búið til ökuhæfa frumgerð, sem þeir kalla Fiat VSS, til að sýna hvernig hugmyndin kemur út. Til að skilja VSS frá öðrum bílum þeirra þá gerðu þeir VSS dálítið klunnalegt. Eins og þeir segja: Það er ekki útlitið held- ur skinnið og beinin sem g ilda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.