Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 4
DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982.
Emi um bókmenntir um og
spíritista:
Sé tilverustigið hátt
I þessari grein, sem er nokkum veg-
inn sjálfstœtt framnald greinar sem
birtist hér um siðustu helgi, verður
fjallað um lækningasögur spiritista,
hugmyndaíræoina sem birtist í dul-
rænum frásögnum og Örlítið vikið að
afstöðu þeirra Þórbergs Þórðarsonar
og Halldérs Laxness til spiritismans.
Lækningarnar
Sögur um lækningar eru stofninn í
bók Eiríks Sigurðssonar, Skyggna kon-
an, semf jallar um Margréti frá öxna-
felii. I bókunum um Láru og Hafstein
miðla er lækninga getiö. Það er hins
vegar athyglisvert að lækningartil-
raunar Indriöa miðils er ekki getið í
bókinni um hann. Tilraunin olli miklu
fjaðrafoki á sínum tima en þótti ekki
takastvel.
Margrét hafði á sínum snærum
framliðinn lækni, Friðrik að nafni, sem
sá um lækningarnar. Mjög mikið var
leitað til hennar, bæði af sjúklingunum
s jálfum og aðstendendum þeirra.
Form frásagnanna af þessum lækn-
ingum er mjög fast. Sjúklingurinn hef-
ur yfirleitt leitaö til jarðnesks læknis
/ Heimsljósi Halldórs Laxness er aö fínna frábæra skopstælingu af miOHs-
fundi. Sá sem talar þar i gegnum miðilinn er „Friörik huldulæknir í öðrum
heimi".
án þess að fá bót meina sinna. Þá er
honum bent á Margréti. Oft er þess
getið að hann hafi haft litla trú á þessu
en látið þó til leiöast. Lækning verður
yfirleitt algjör. 1 meiri hluta frásagn-
anna er þess getið að sjúklingur hafi á
einhvern hátt orðið lækningarinnar
var. Margir vitnaumaðlækningin iiafi
oröið án þess aö þeir vissu að hennar
værileitað.
„Hann strýkur hana..."
Meiri hluti þeirra sem verða lækning-
arinnar varir er konur, eða 22 á móti 5
kö'rlum. „Huldulækningin" eróljóseft-
irmynd jarðneskrar lækningar. Oft er
getið um notkun einhverra dularfullra
áhalda sem hafa einkennileg áhrif:
„Þá kom hann með dökkt, kringlótt
áhald og lagði á sárið. Fannst mér það
verka svæfandi á mig, og enda eins og
kæmi þoka í herbergið."(Skyggna kon-
an, bls. 214 ) Sumir þurfa meira:
„Eina nótt finnst henni hún vakna um
klukkan tvö og sjá hurðina opnast og
mann koma inn með tösku i hendinni.
— Svo snýr maðurinn sér að töskunni,
festir eitthvað á rúmgaflinn, sviptir af
henni sænginni og fer að strjúka hana.
Hann strýkur hana niöur brjóstin og
kviöarholið, fastar og fastar. Hún fann
mikiö til á meðan á þessu stóð. — Ekki
vissi hún, hvað það var, sem hann
hafði á rúmgaflinum, en datt í hug ljós-
lækningatæki. (Skyggna konan, bls.
148-9)
Hér er augljós lotningin fyrir lækna-
stéttinni með sinar dularfullu aðgerðir
og tæki. Alls konar ljóslækningatæki
eru mjög algeng í þessum frásögnum.
Má ef til vill rekja það til þess að þá
var röntgentæknin nýkomin til sögunn-
ar og menn bundu miklar vonir við
geislalækningar.
Sókn eftir
sjúkdómum?
Margt það fólk sem vitnar um lækn-
ingar hefur mikið yndi af að segja frá
sjúkdómum sínum. Þennan áhuga á
sjúkdómum álitur sálar- og félags-
. fræðingurinn Erich Fromm sérstakt
taugaveiklunareinkenni nútíma-
mannsins: „1 vissri gerð tauga veiklun-
ar er að finna hneigð til aö verða lík-
amlega veikur og bíða, meðvitað eða
ómeövitað, eftir sjúkdómi eins og guðs-
gjöf. Oft leiðir þetta til slysa sem ekki
hefðu orðiö ef ekki hefði verið aö verki
ósjálfráð hneigð til aö lenda i þeim."
(The Fear of Freedom, London 1975,
bls.123.)
Samfara þessu er svo sterk hneigð til
að geta gefið sig einhverjum á vald,
þurfa ekki sjálfur að taka á sér
ábyrgðina. Eg held að þessa hneigð
megi greina hjá sumum þeirra sem
leita sér huldulækninga. Sjúklingurinn
þarf ekkert að gera annað en trúa, þarf
í raun ekkert að leggja á sig sjálfur og
getur gefið sig fullkomlega á vald hinu
óþekkta.
Hugmyndafræðin
Hér nota ég hugtakið hugmynda-
fræði í merkingunni kcrfi skoðana sem
einkennir sérstaka stétt eða hóp
manna, bæði meðvitað og ómeðvitaö.
Kristindómurinn
Einn veigamesti þátturinn í hug-
myndafræði spíritista er hinn hefð-
bundni kristindómur. t öllum bókunum
er það algengt að fólk vitni um krLstna
trú sina um leið og trúna á miðlana.
Sálmasöngur og bænalestur á miðils-
fundum haf a gefið þeim kristilegt yfir-
bragð og komið í veg fyrir að á þá væri
litið sem syndsamlegt kukl. Þá má
ekki gleyma því að hluti prestastéttar-
innaraðhylltistspíritisma.
Það er auðséö að Hafsteinn og
Margrét eru mjög háð öllum kristnum
dómum og bera mikla lotningu fyrir
þeiin. Margrét segist hafa séð Krist
sjálfan í e.k. kirkju þar sem var hörpu-
sláttur og bjölluhljómur. (Skyggna
konan bls. 64.) Hún sér konur viö altari
sem tákna fyrir henni Mörtu og Maríu.
(Sama rit, bls. 65—66.) Þeir sem leita
til hennar leggja áherslu á kristilegt
hugarfar hennar og heita trú: „Hún er
trúkona í þess orðs beztu merkingu,
trúir kenningum Jesú Krists um eilíft
líf, mátt bænarinnar og helgi sannleik-
ans." (Sama rit, bls. 166.) Á Margréti
er þannig litið sem sporgöngumann
Krists.
Sýnir Hafsteins miðiLs við andlát og
útför Einars H. Kvarans eru fullar af
kristnum hugmyndum og hlutum.
Hann sér t.d. kapellu með altari,
klæðum, dúkuin og stjökum og vængj-
aðar engilverur. (Miðillinn Hafsteinn
Björnsson I, bls. 20—21 ) Þessi lotning
fyrir hlutum og táknum tengdum
kristninni minnir á katólsku. Sama er
Þannig talar Margrét um e.k. blóm-'
álfa og ljósálfa (Skyggna konan, bls.
53), tröllaukna loft- og náttúruanda
(bls. 55) og búálf (bls. 56). Lára talar
um skógarálfa, blómálfa og búálfa
sem virðast greinast að eftir stærð og
búningi. (Lára miöill, bls. 173—4.) Hér
sjáum við enn viðleitni spiritistanna til
að sýna fram á að dularfullu fyrir-
brigðin séu allt í kringum okkur. I
rauninni viðurkenna þeir öll þaufyrir-
brigði sem hafa verið rakin til þjóðtrú-
ar og þar með ímyndunar fólksins;
þetta á allt að hafa átt sér stað og gera
þaðenn.
„Sé tihrerustigiðhátt. erfífíð yndislegt." sagði Einar H. Kvaranmeðalann-
ars þegar hann dró saman þá vitneskju sem hann hafði aflað sór um af-
leiðingar þessa lífs ihinu.
á kreiki í hinni sterku trú manna á að
kraftaverk gerist enn.
Lára og Indriöi virðast ekki jafnháð
kristnum hugmyndum. Þó verður
þeirra vart í frásögnum af fundum
Indriða. Þetta er haft eftir draugnum
Jóni Einarssyni: „Hann kvaöst vera í
neðsta víti og ganga á glóandi brenni-
steini, og þeir væru alltaf á eftir sér
þarna úr efri byggðum." (Indriði
miðm,bls.39)
Þarna er hin gamla helvitishugmynd
lif andi komin. Annars má vel vera að
frásögnin sé þarna eitthvaö krydduð af
skrásetjaranum.
Hversdagslrfiö
Annar mikilvægur þáttur í byggingu
hugmyndafræðinnar er tengslin við
hversdagslifið. Hinn jarðneski þáttur
fundanna hefur laðað fólk að og gert
þaö opnara fyrir því sem gerðist og
t dulrænum frásögnum er viss til-
hneiging til að gefa efninu skáldlegt
yfirbragð. Stundum verður þetta að
hálfgerðu „melódrama". Gott dæmi
um þetta er lýsingin á því er „franska
söngkonan" hans Indriða hittir fyrr-
verandi eiginmann sinn í fyrsta sinn
eftir dauðann. (Indriði miðill, bls. 79—
81) Hjúin voru skilin og því urðu engir
fagnaðarf uiidir. Því er ekki að neita að
það er af þessu dálítið reyfaralegt
bragð.
Vísindin
Spíritistar bentu sí og æ á upp-
götvanir og þróun í raunvísindum máli
sínu til stuðnings. Þeir töldu það kenn-
ingu sinni mjög til gildis að virtir vís-
indamenn væru að rannsaka fyrirbær-
in.
Texti: Helga Jónsdóttir
ófeimið. Sama gildi hefur það að láta
fólk hvaöanæva að vitna um reynslu
sína. Þetta vekur hjá fólki þá trú að
þetta séu fyrirbæri sem hent geti hvern
sem er. Þetta getur líka orðið til þess
að fólk fari að túlka atvik úr eigin
reynslu sem dulræn fyrirbæri, nokkuð
sem það hefði ekki gert annars.
Bókmenntirnar
Hugmyndir úr bókmenntum gægjast
víða f ram, þó að erfitt sé að f esta hend-
ur á þeim. Ég hef það á tilfinningunni
að hugmyndir þeirra Láru og Margrét-
ar um álfa séu nokkuð litaðar erlend-
um áhrifum, þá frá ævintýrum.
Eitt aðalvopnið i baráttunni fyrir
visindalegri viðurkenningu var svo-
kallaö útfrymi eða ektoplasma, dular-
f ullt ef ni sem miðlar áttu að geta f ram-
leitt í vissu ástandi. Þórbergur Þðrðar-
son gerir mikið úr því í formála sínum
að Indriða miðli. Eg fletti að gamni
mínu upp á fyrirbærinu i Hándbook of
Parapsychology (New York 1977). Þar
er þess eingöngu gctiö i sambandi við
spíritismann, svo að eitthvað virðist
það hafa faliið í áliti hjá visindamönn-
um.
Smásjáin og það sem hún opnaði
mönnum er notað sem hálfgildings
sönnun fyrir dularfullum fyrirbærum.
Sveinn Víkingur segir í formála að