Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGÁRDAGÚR14. AGtlST 1982.
Mats Wilander:
Arftahi Björns
Borgú
tennlsvell
tfttfift
Skötuhjúin Mats og Annette eru að verða eftirlætismyndefn
blaða um allan heim.
Hann er sautján ára og á góðri leið
með að verða stjarna. Þeir sem til
þekkja segja að hann sé arftaki
Björns Borg á tennisvellinum. Ekki
sízt nýverið þegar hann vann óopin-
bera heimsmeistaramótið í tennis í
París á dögunum eða French Open,
eins og það er kallað.
Hann heitir Mats Wilander og er
Svíi, eins og Björn Borg. Svíarnir og
reyndar fleiri eru sýknt og heilagt að
likja Mats við Björn en þjálfari þess
fyrrnefnda segir snúðugt: „Mats er
bara Mats en enginn nýr Björn
Borg."
„Ætla ekki að gif ta mig
f yrr en þrftugur"
Mats varð ókrýndur konungur
tennisvallarins og um leið heims-
frægur á einni nóttu. A þeirri sömu
nóttu var Birni Borg ýtt til hliðar.
Engum sögum fer af því hvernig
Björn hef ur tekið ósigrinum.
Þrátt fyrir þetta er þeim samt líkt
saman. Báðir eru þeir um 180
sentimetrar á hæð og svipaðir utan
um sig. Þeir þykja líkir á velli enda
eru þeir sagðir nota sömu takta á
tennisvellinum. 1 einu að minnsta
kosti ber þeim þó á milli: Mats hefur
Mats og Annette glöð og reif eftír siyurinn i París.
lýst því yf ir að hann ætli ekki að gifta
sig fyrr en í fyrsta lagi þegar hann
verði þrítugur! Og Mats brosir þegar
hann segir þetta og milljónirnar
streyma inn á bankareikninginn
hans.
Kímnigáfan ílagi
Mats Wilander er frá sænska smá-
bænum Vaxjö í Smálöndum. Hann er
yngstur þrigg ja bræöra og hefur leik-
ið tennis frá því hann var smágutti
með f öður sínum og bræðrum.
Mats er sagður meö góða kimni-
géfu, auðvelt sé að umgangast hann
og hann sé mjög hreinskilinn, hrein-
skilnari en Björn landi hans, segja
þeirsemtilþekkja.
Annette f ylgir honum
eins og skugginn
Fast sæti Björns Borg í slúðurdálk-
um um heim allan, ætti að vera víti
til varnaðar fyrir Mats, en sá síðar-
nefndi ku hfas vegar kunna því ágæt-
lega að vera umtalsefni manna á
meðal.
Til dæmis mun hann hafa fundið
það út að hann vekti meiri athygli ut-
an tennisvallarins með konu sér við
hlið. Og það hefur hann. Hún heitir
Annette og er 17 ára gömul, lagleg
hnáta, litfríð og ljóshærð, bláeyg og
mjög norræn í útliti. Ekki spillir að
hún heitir Annette, fallegt nafn og
svo sænskt! Kannski verður hún frú
Wilander með timanum, eftir 12 ár
eöa svo.
En Mats f er þó ekkert leynt með að
hann er hamingjusamur með
Annette sinni. Hann heldur utan um
hana hvenær sem færi gefst. Og hann
segir hverjum sem heyra vill að
hann hafi boðið henni til Parísar til
að vera við opna heimsmeistaramót-
ið.
Hann býður líka hverjum sem vill
upp á hótelherbergi til sín til að sjá
hvernig hann býr en heim til hans í
Váxjö fær engfan að koma. Þar er
það móðir hans, Karin, sem ræður
ríkjum:
„Það er Mats sem er orðinn fræg-
ur, ekki við," segir hún.
„Þetta er mesti hamingjudagur í
lífi mínu," sagði Mats eftir sigurinn í
París. Og hann hafði ærna ástæðu til
að segja það því þar vann hann
heimstas bezta tennisleikara, Argen-
tínumanntan Guillermo Vilas. Atján
þúsund áhorfendur fögnuðu honum
ákaft, mörgum stanum fleiri sjón-
varpsáhorfendur brostu hans vegna
og 400 þúsund sænskar krónur komu í
hans hlut. Það munar um minna!
Það er hverju orði sannara að sig-
ur Mats kom öllum á óvart, ekki
síður en þegar Bjöm Borg vann sömu
keppni öllum að óvörum 1974, þá
aöefas 18 ára og yngsti sigurvegar-
inn i sögunni. En Mats slær þaö met
þvíhannerbaral7.
Margt og mikið hefur verið skrifað
um Mats síðustu vikurnar. Og ekki
aðefas vegna þess að hann er 17 ára
tennisleikari á heimsmælikvarða
heldur að hann þykir aðlaðandi, við-
mótsþýður og vel uppalinn. Ahorf-
endur f lykk jast að honum.
Eins og hver annar
sœnskur strákur með
áhuga á íþróttum
Allir vilja lesa um og heyra eitt-
hvað nýtt um Mats Wilander. Það
hefur því komið til tals aö gefa út bók
um hann! En þunn yrði sú bók því líf
Mats er etas og hvers annars sænsks
stráks, sem áhuga hefur á íþróttum.
011 f jölskylda Mats spilar tennis og
er pabbinn sagður liðtækur. Og
reyndar báðir bræður hans, sem eru
23 og 27 ára. I upphafi var pað pabb-
tan sem dró synfaa daglega út á
tennisvöll en fyrr en varði var Mats
orðinn aðaldriffjöðrin. Annars hefur
Mats líka leikið fótbolta fram að
þessu og þykir hrefat ekki svo slakur
á því sviði.
Mats fór þó snemma að keppa i
tennis og fyrr en varði fór hann að
hasla sér völl meðal vfaningshaf-
anna. Svíþjóð nægði honum ekki og
hann fór að taka þátt í ýmsum
keppnum í nærliggjandi löndum, og
svo lá leiðin á alþjóöleg mót og eng-
innveithvarþaðendar...
Mets Wilander þykir mjög glœsilegur é velli og er honum spáð mlklum
frama á tennisvollinum á kostnað Björns Borg.,: