Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 15
DV. LAUG ARDAGUR14. AGÚST1982.
1S
————
Kristinn kemur að landi í Videy.
Eyjólfur Jónsson hefur verið Kristni Einarssyni til trausls og halds í sundferdum þess síöarnefnda. Hér
leggjaþeir félagar á ráðin fyrir Viðeyjarsund Kristins um síðustu helgi.
„Hetjidjóminn
freistaði mín"
— segir Kristinn Einarsson, sem ætlar að
þreyta Drangeyjarsund
.«,¦';"¦':'.:.....'!'¦-.- '.., -\. ¦'!;¦. :.~5»'jr™;..
„Eg var smágutti þegar ég sá
mynd í öldinni okkar af Eyjólf i Jóns-
syni þar sem hann er að stíga upp úr
sjónum eftir Drangeyjarsund. Þar
voru svo tíunduð önnur sundafrek
hans. Þetta var hin sanna hetja í
mínum augum og ég býst við að þá
strax hafi ég ákveðið að synda þessa
leið líka. Svo þekkti maður auðvitað
söguna af Gretti í æsku og ekki sló
það á het julj ómann.''
Þetta sagði Kristinn Einarsson, 24
,ára gamall Akurnesingur, sem ætlar
að þreyta Drangeyjarsund.
„Eg er mjög vanur að synda í sjó
og hef gert það um langa hríð. Á
hverjum degi fer ég í sjóinn og syndi
svona 2 kilómetra, stundum meira.
Við hér á Skaganum höfum svo litla
súndlaug — þannig að margir nota
sjóinn þess i stað. Langisandur er í
rauninni notaður eins og baðströnd.
Svo hef ég þreytt ýmis sund. I
fyrra synti ég út í Viðey og þá fyrst
fyrir alvöru ákvað ég að láta Drang-
eyjarsund verða að veruleika,
kannski ekki sizt fyrir áeggjan
Eyjólfs. En þegar það var var orðið
áliðið sumars, svo ég ákvað að fresta
þvi fram á næsta sumar og nú ætla
ég að láta verða af því... Reyndar
synti ég aftur út í Viðey um siðustu
helgi til að æfa mig fyrir Drang-
eyjarsundið."
— Svo hefurðu synt eitthvað
meira?
„Já, í hittifyrra synti ég yfir Hval-
fjörðinn, frá Grundartangabryggj-
unniaðHvaleyri."
-Erfitt?
„Eg læt það nú alveg vera,"
— Hvernig ertu klæddur þegar þú
syndir í sjó?
„Eg er nú bara í sundskýlu þegar
ég er að synda á Skaganum en ég hef
smurt mig þegar ég hef fariö
lengra."
Vildirðu vera t sporum hans?
—Hvers vegna ertu að þessu?
„Eingöngu ánægjunnar vegna. Eg
hef alltaf haft mikinn áhuga á sundi
þó ég æfi ekki með neinu íélagi. Svo
er ég kafari að atvinnu, hef verið það
árumsaman."
— Er þetta ekki fífldirfska að
bjóða örlögunum svo birginn?
„Nei, ekki lit ég svo á. Eg tel mig
mjög vanan, svo ég hef engar áhyggj-
ur. Svo er öryggis gætt í hvívetna,
bátar fylgja mér og um borð er yfir-
leitt félagi minn, sem vinnur líka
semkafari."
— Um hvað hugsarðu áður en þú
leggur á sund, eins og Viðeyjarsund
eða Drangeyjarsund?
„Það er tilhlökkun i mér, ég
hlakka til að takast á við þrekraun-
ina," sagði Kristinn Einarsson.
,JEg fi&r skríðsund
ognotaðibara
hendurnar"
— segir Pétur Eiríksson, sem synti
Grettissund árið 1936
„Ég man það að mér þótti kalt í
sjóinn en ég var vel búinn og þetta
gekk eins og í sögu," sagði Pétur
Eiríksson, frækinn sundkappi, en
hann synti frá Drangey til lands árið
1936, þá aöeins 18 ára gamall.
„Eg synti heilmikið á þessum
árum," sagði Pétur. „Maður æfði
þetta tvisvar á dag og var stundum 7
tíma á æfingu. Eg vann um nokkurra
ára skeið í Sundhöllinni og þá hafði
maður góða aöstööu til sundiðkana.
Og svo synti ég oft í sjónum, það er
númer eitt að herða skrokkinn fyrir
sund af þessu tagi. Eg synti út i
Viðey, Engey, yfir Odd-eyrarál og
svoframvegis."
— Hvernig varstu klæddur á þess-
um ferðum?
„Ég var í þar til gerðum sundbol-
um. Eg lét til dæmis prjóna á mig
sérstakan bol fyrir Drangeyjar-
sundið. Það var bolur sem náði upp i
háls og niður á mið læri og ég var í
kvensokkum, sem náöu svo upp á
mið læri. Og með vettlinga. Eg var
smurður innanklæða og var það gert
til að halda á sér hita."
— Voru aörar öryggisráðstafanir
viðhafðar i Drangeyjarsundinu?
„Já, já, það var fyllsta öryggis
gætt. Þaö fylgdu mér tveir bátar.
Það var uppskipunarbátur og svo
róðrabátur, þar sem Lárus Rist,
frægursundkappi, var innanborðs."
— Hvaða sundaðferð notaðirðu?
„Ég synti alltaf skriðsund og not-
aði til þess hendurnar eingöngu. Það
gerði ég alltaf, því fætur mínir bil-
uðu, s vo ég gat ekki notað þá."
— Hvers vegna datt þér í hug að
synda Drangeyjarsund?
„Það var fyrst og fremst vegna
Grettis, held ég. Þegar þetta var var
ég átján ára stráklingur. Eg trúði
auðvitað fornsögunum alveg. En
margir drógu söguna af sundi Grett-
is í efa og sögöu hreina lygi. Svo fór
Erlingur Pálsson af stað og synti
þetta. Það tókst og mig langaði til að
reynalíka."
— Hefurðu einhverja hugmynd um
hversu marga kílómetra þú hefur
synt í gegnum tíðina ?
„Ja, þeir eru orðnir nokkrir en
hversu margir? Það hef ég ekki hug-
mynd um."
— Ef þú værir orðinn 18 ára aftur,
myndirðusynda út í Dragey?
„Alveg hikstalaust, það er að segja
ef ég væri vel æfður. Mér finnst ekk-
ert vit í eins og sumir ungir menn
gerðu og gera enn að hanga á böllum
og reykja og drekka. Má ég þá held-
ur biðja um sundið."
— Syndirðu enn?
„Nei, elskan mín, ég gamal-
mennið!?"
Þetta sagði Pétur Eiríksson.
Pétur Eiríksson. Hann synti frá Drangey til lands árið 1936. ftann var
þá aðeins 18 ára gamall og er enn sá yngsti sem þreytt hefur sundið.
Myndin er tekin skömmu eftir Grettissundið 28.júlí '36.