Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Side 3
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982.
3
Ekki verður rými fyrir alla f Vesturbœjarskólanum, fyrr en settar hafa verið upp lausar kennslustofur. DV-mynd GVA.
SEINAGANGURIKERFINU:
Nemendur sendir heim
vegna byggingaframkvæmda
— Þetta er auðvitaö ákaflega baga-
legt og framkvæmdirnar hefðu alls
ekki þurft að dragast svona, sagði
Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri
Vesturbæjarskólans, vegna tæplega
tveggja vikna frís sem nemendur
skólans frá vegna bygginga-
framkvæmda.
— Börnuin hefur fjölgað mjög í
þessu hverfi miöað við stærð skólans
og við höfum jafnt og þétt vakiö
athygli yfirvalda á þeirri staðreynd.
Nú er svo komið að við höfum ekki rúm
fyrir alla og getum ekki hafið kennslu
9,10 og 11 ára barna fyrr en búið er að
segja upp lausar stofur við skólann.
— Máliö hefur verið rúmt ár í
umfjöllun hjá fræðsluráði og það var
ekki fyrr en í júlíbyrjun sem borgarráð
tók loks ákvöröun um að láta loka
Hrannarstígnum og staðfesti leyfi til
aö koma stofunum upp. Heföi máliö
verið afgreitt í vor, væri framkvæmd-
um lokið og við hefðum losnaö viö allar
tafir, sem koma sér auðvitað afar illa,
bæði fyrir böm og kennara.
— En nú er þetta allt að smella
saman hjá okkur og við getum
sennilega hafið kennslu þessara bama
í næstu viku. Hér er um 95 böm að
ræða en alls stunda 250 nemendur nám
viðskólanní vetur.
JJÞ.
Helgarferöir-vikuferöir
AMSTERDAM
- eina sarma ..Evrópuhiartað
Amsterdam er óumdeilanlega í sviðsljósinu um þessar mundir - jafnt hér-
lendis sem erlendis. Þessi fallega stórborg hefur í æ ríkara mæli tekið við
hlutverki hins eina sanna „hjarta Evrópu" og í borginni finnur þú tækifæri
til nær allra þeirra hluta sem hugurinn girnist.
Einstaklingsferðir
Brottför alla föstudaga í 5 daga ferðir.
Brottför alla þriðjudaga eða föstu-
daga í vikuferðir.
Innifalið f verði:
Flug, gisting með morgunverði.
Hópferðir
aðildarfélaga
5 daga ferðir (hægt að framlengja)
Október: 1, 22, 29
Nóvember: 12, 26.
Desember: 10.
Gisting
á lúxushótelunum
Marriott og Hilton eða á
hinu stórskemmtilega og vingjarnlega
Parkhotel. Allt einstaklega vel
staðsett hótel.
Verð er sama og f einstaklings-
ferðunum en auk flugs og
gistingar með morgunverði er
eftirfarandi innifalið:
Ferðir til og frá flugvelli erlendis,
íslensk fararstjórn og skemmtisigling
um síki Amsterdam.
Næturlífið er fjölskrúðugt og eldfjörugt, verslanirnar í sérflokki, veitingastað-
irnir hver öðrum skemmtilegri og listheimurinn óviðjafnanlegur. Síðast en ekki
síst mætir þér hvarvetna glaðvært og hlýlegt viðmót sem Flollendingar hafa
löngum verið annálaðir fyrir.
Hvað er gert í Amsterdam?
Verslun
Glæsilegar verslanir af öllum
tegundum. Verðlagið er engu líkt.
Veitingahús
Veitingahúsin eru frá öllum heims-
hornum enda gjarnan sagt að í
Amsterdam sé hægt að „borða á
öllum tungumálum". Líflegir barir og
notaleg kaffihús að auki.
Næturlífið
Diskótek, næturklúbbar og
skemmtistaðir skipta hundruðum.
Myndlistin
50 listasöfn, t.d. Rembrandt- og Van
Gogh söfnin, Rijksmuseum, Stede-
lijks Museum, vaxmyndasafnið
N/ladame Tussaud's, hús Önnu
Frank o.fl.
Tónlistin
Klassík, popp, jazz, kirkjuorgel og
margt fleira. Snjöllustu íistamenn
heims troða upp f hverri viku.
Gleymum heldur ekki ballettinum og
50 kvikmyndahúsum með allar
nýjustu myndirnar með ensku tali.
Knattspyrnan
Deildarkeppnin, Evrópuleikir, lands-
leikir.
Verð frá
kr. 4.950
Nánari upplýsingar á skrífstofunni.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Verð miftast vift flug og gengi 1.9.1982
3» 0982-2