Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982. Ríkið og Elkem greiða 68 milljónir — sem hluthafalán til íslenska járnblendifélagsins Hluthafar Islenska járnblendifé- lagsins hf., íslenska ríkiö og Elkem a/s í Osló greiddu um mánaöamótin til félagsins jafngildi 68,4 milljóna ís- lenskra króna sem hluthafalán til aö bæta eiginfjárstööu félagsins. í frétt frá Islenska jámblendifé- laginu segir aö þörfin fyrir þessa ráöstöfun sé orðin til vegna þess að til viöbótar viö yfirstandandi rekstr- arerfiöleika félagsins, vegna sölu- tregöu og lágs afuröaverös, hafi orö- ið stórfelld breyting á genginorskrar krónu gagnvart Bandaríkjadollar frá síðastliðnu vori, bæði vegna gengisfellingar á norsku krónunni og styrkingar dollarans undanfariö. Hefur þessi gengisþróun leitt til þess aö skuldir félagsins, mældar í norskum krónum, hafa vaxið aö mun og hlutfall eiginfjár þar meö rýmaö. Var fyrirsjáanlegt aö eiginfjárhættu- falliö færi aö óbreyttu í septemberlok niöur fyrir þau mörk sem um haföi verið samið viö viöskiptabanka fyrirtækisins og fleiri lánastofnanir. Gert er ráö fyrir aö á næstunni fari fram frekari viöræöurmilli félagsins og eignaraðila um málefni fyrir- tækisins og þann fjárhagsvanda sem þaö þarf aö fást viö á næstu mánuö- um. ÓEF. Við viljum vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. leiga HÚS Leigjendasamtökin HÚSEIGENDASAMBAND ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. 1 ft'lliisnærtisMotnun ríkisins 3 ^ „Yfirmenn að hefna sín á manni sem hefur verið full- trúi starfsmanna” —segir Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsf élagsins Vöku um uppsögn Jóhanns G. Möller, elsta starfsmanns SR á Sigluf irði AUir starfsmenn Síldarverksmiöju ríkisins á Siglufiröí, eða um 50—60 manns, yfirgáfu vinnu sína kl. 16 í fyrradag til að mótmæla uppsögnum hjá fyrirtækinu aö undanfömu, og þá sérstaklega uppsögn Jóhanns G. Möller, en hann var einn þrigg ja sem sagt var upp í fyrradag. Starfsfólkið mun mæta aftur til vinnu á mánu- dag. Kolbeinn Friöbjarnarson, formaður verkalýösfélagsins Vöku, sagöi að ástæöan fyrir þessiim aðgerðum nú ætti sér töluvert langan aödraganda. Síldarverksmiöjur ríkisins væru eitt af stærstu fyrirtækjum bæjarins og heföi þaö sagt upp 25 manns á undan- fömum mánuðum. Þetta fólk heföi ekki í nein önnur hús aö venda því at- vinnulífið á Siglufirði væri bágborið. ,,Svipu atvinnuleysisins hafa menn haft yfir sér lengi,” sagði Kolbeinn „og mönnum hefur þótt fyrirtækið gera lítiö aö því að skapa mönnum at- vinnutækifæri á öðrum sviðum starf- seminnar. Upp úr sauð hjá starfsfólkinu þeg- ar þessum þrem mönnum var sagt upp. Menn eru orðnir langþreyttir á því að eiga sífelit yfir höföi sér upp- sagnir. Viö teljum einnig að fram- kvæmdastjórinn og aörir yfirmenn fyrirtækisins hafi fariö langt út fyrir verksvið sitt þegar aö þeir notuöu tækifæriö og ráku Jóhann G. Möller, starfsmann Síldarverksmiöjunnar í 48 ár. Viö erum þess fullviss aö ástæöan fyrir uppsögn Jóhanns var eingöngu sú aö hann hefur veriö einn af forystumönnum verkalýös- hreyfingarinnar á Siglufirði i mörg ár og hefur því oft þurft aö vera í for- ystu starfsmanna þegar upp hefur komiö ágreiningur við yfirmenn fyrirtækisins. Þama teljum viö aö yfirmennirnir noti tækifæriö og hefni sín á manni sem hefur verið fulltrúi síns stéttar- félags á vinnustaö. Þessar aðgeröir yfirmanna SR eru ekki ósvipaöar þeim sem notaöar eru gegn frjálsu verkalýöshreyfingunni í Póllandi,” sagði Koibeinn að lokum. -EG. Nýjungamar komafrá BRIDGESTONE „ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst það mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ÍSGRIP“ dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukiö öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggið í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. BRIDGESTONEá íslandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.