Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. ■ Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Búskaparraunirtil bölvunar Mitterand forseti og ríkisstjórn Frakklands eru að leika sér að eldinum í tilraunum til að tefja fyrir og helzt hindra aðild Spánar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Sú aðild er nefnilega nauðsynleg til að tryggja lýðræði í sessi á Spáni. Frönsk stjórnvöld eru að gæta hagsmuna eigin landbúnaðar, sem nýtur mikils stuðnings Efnahags- bandalagsins. Meirihluti peninga bandalagsins fer í að kaupa offramleiðslu landbúnaðarafurða, sem er mest í Frakklandi af löndum þess. Fulltrúar Bretlands hafa með vaxandi þunga barizt gegn þessum fjáraustri. Hingað til hefur árangur þeirra verið fremur lítill. Hins vegar má búast við, að þeim takist að hindra, að innganga landbúnaðarríkja magni peningabrennsluna. Frakkar sjá því fram á, að minna renni til franskra bænda, þegar spænskir og portúgalskir bændur þrýsta sér að kjötkötlum Efnahagsbandalagsins. Sérstakar áhyggjur hafa þeir af Spáni, af því að það er mun fjöl- mennara en Portúgal. Af þessum ástæðum er hugsanlegt, að þröngsýn of- framleiöslustefna í landbúnaði, sem við þekkjum mæta vel hér norður við heimskautsbaug, geti hindrað fulla þátttöku Spánar í samstarfi vestrænna lýöræðisríkja. Skammt er síðan Franco einræðisherra lézt og Jóhanni Karli Spánarkonungi tókst að lauma lýðræði inn um bakdyrnar. Donkíkótar gamla tímans eru enn magnaðir í stjórnmálum, dómstólum og einkum þó í meira eða minna falangískum hernum. Nauðsynlegt er, að spænskir herforingjar fái tækifæri til að stunda stríðsleiki út á við í Atlantshafsbandalaginu til að draga úr óviðurkvæmilegum áhuga þeirra á spænskum innanríkismálum, sem eiga ekki að koma þeim neitt við. Ef aðild að Efnahagsbandalaginu bætist ofan á þátttök- una í Atlantshafsbandalaginu, eru Spánverjar orönir svo grunnmúraðir í vestrænu samstarfi, að útilokað má telja, að falangistum í hemum takist að koma fram stjórnar- byltingu. Einræði og herræði hefur til skamms tíma þótt næsta hversdagslegt í löndum Suður-Evrópu. Portúgalir fylgdu Spánverjum úr myrkri einræðis. Ekki er langt síðan Grikkir máttu þola herforingja við stjórnvölinn. Og það mega Tyrkir nú. Eina Miðjarðarhafsland Evrópu, sem á eftirstríðsárun- um hefur sloppið við einræði og herræði, er Italía. Hafa þó pólitík og efnahagur löngum verið þar á ferð og flugi, kjörinn jarðvegur fyrir patentlausnir einfeldninga í hem- um. En ítalía hefur allar þessar götur verið einn af horn- steinum samstarfs Vestur-Evrópu, virkur aðili Atlantshafsbandalagsins og Efnahagsbandalagsins. Sú staöreynd hefur fremur en annað tryggt lýðræði og vel- sæld í sessi á ítalíu. Ný aðild Grikklands að Efnahagsbandalaginu er trygg- ing gegn því, að herforingjar nái þar aftur völdum. Meö væntanlegri aðild Portúgals verður lýðræði einnig þar fest í sessi. Æskilegt væri að drífa líka Tyrkland inn fyrir dyrnar. En slagurinn stendur nú um Spán, þar sem framundan er kosningasigur sósíalista og tilheyrandi angist í hemum. Það er siðferðileg skylda Efnahagsbandalagsins að slá skjaldborg um lýðræðisfræið með því að létta Spáni inngönguna. Lýðræðisþjóðir heims em fáar og fer fækkandi. Ein ótryggasta víglína þess þjóðskipulags er við suðurströnd Evrópu. Þröngsýn landbúnaðarsjónarmið mega ekki hindra Efnahagsbandalagið í því meginhlutverki að gæta hagsmuna lýðræðis við Miðjarðarhafið. Jónas Kristjánsson Stjúmardírán efndí H t -!?•JP-S wm mn m bodi Á þessum tímum félagshyggj- unnar, þegar meir að segja hús eru byggð á félagslegum grunnum, verður mörgum manninum hugsað meö söknuöi til baka, til þeirra tíma, þegar sérviskan þótti sjálfsagt mál. Þeir sérvitringar, sem sakna hinna gömlu tíma mest, ganga svo langt, að þeir hafa myndaö allskyns klúbba, svo sem Frímúrara, Rotary- klúbba (Hringsnúningsklúbba), Oddfellows (Skringilmenni) og Kiwanis, en sá klúbbur mun skyldur skóáburðinum meö skrýtna fuglinn á dósariokinu. Það er sammerkt öllum þessum klúbbum, að þeir þykja þeim mun fínni, sem færri eru félagamir. Þeir sem ekki eru í klúbbnum, þeir til- heyra hinum hræöilega sauösvarta almúga, og klúbbar þessir leggja mikið fé í þaö að koma sér upp rammgerðum byggingum, með traustum dyrum, sem geta haldið almúganum í ömggri fjarlægð, þegar byltingin kemur. Ein tegund klúbba, hefur þó að mestu lagst af á síðari árum. Þaö eru hinir frægu saumaklúbbar. Hér áöur fyrr á árunum, áttu kúgaöar eigin- konur ekki nema eina undankomu- leið, undan herskáum eiginmönnum, uppþvotti og grenjandi krökkum. Einu sinni í mánuöi, lagði hin undir- okaöa stétt frá sér gólftuskuna, fór í sparikápuna og hattinn, og kastaði eftirfarandi kveðju á eigmmanninn, þar sem karlrembusvínið lá í sófan- um með Moggann: ,,Bless, ég er farin í saumaklúbb. Það em pylsur í ísskápnum, sem þú getur hitað upp fyrir bömin. Láttu þau svo fara snemmaaösofa.” Þar með sigldi hin undirokaöa stétt út úr húsinu, en eftir lá karl- rembusvínið afvelta í sófanum, stynjandi. Staksteinar gleymdir og Velvakóuidi með. Og yfirstéttin varð síðan að sjá um börnin eina kvöld- stund. En saumaklúbbarnir era nú að mestu aflagöir. Konur eru ekki lengur kúgaðar heima, heldur arð- rændar úti á hinum frjálsa vinnu- markaði, og mun það hlutskipti þeim léttbærara. Þó var stofnaður nýr saumaklúbb- ur fyrir tveim áram eða svo. Komu þá saman nokkrir áhugamenn um hannyrðir og kaffibrauð, og kölluðu sig stjórnarskrámefnd. Þeir hafa síðan haft þann siö, að hittast reglu- lega, yfir kaffibollum og ræöa framtíðarstjórnskipan íslenska lýöveldisins. Til þess aö fá að sinna þessu hugðarefni sínu ótrúflaðir, hafa þeir tekiö upp þann siö, að mætast með kaffikönnurnar á lofti úti á landsbyggðinni, þar sem þeir Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar telja, að innbyggjarar hafi minni áhuga á málinu, og séu þar með ólík- legri til þess að trufla umræðumar. Þeir taka sig upp, með vissu milli- bili, flýja úr borginni, setjast að borðum, sem svigna undan rjóma- tertum, randalínum, piparkökum og Napóleonskökum, og við ljúfan undirleik teskeiða og postulíns hef jast umræður. — Hvað um kjördæmamálið? Formaður saumaklúbbsins, Gunnar Thoroddsen, rennir kurteis- lega niður sjöundu Napóleonskök- unni, þurrkar sér um varirnar, dustar ímyndaöa mylsnu af jakka- boöungnum, og tekur síðan til máls. — Forsaga þessa máls, er all nokkuð flókin og áöur en viö tökum þetta mál fyrir í smáatriðum, vildi ég gjama rif ja hana upp. — Þessar piparkökur eru stórkost- legar, ég bara verð að fá uppskrift- ina, — gellur í einum nefndarmanna. Gunnar brosir góðlátlega, skrifar uppskriftina á servíettu, og réttir honum. — En mundu að hafa þær ekki of lengi í ofninum. Piparkökur með brunna botna era hrein synd! En snúum okkur að kjördæma- málinu! — Æi nei, við skulum heldur býtta á uppskriftum. Segðu mér Gunnar, hvernig o&i ert þú meö? Notarðu kannski örbylgjuofn, þegar þú bakar kökubotna? — Nei, því ég hef heyrt að örbylgjuofnar hafi hættulegar auka- verkanir, sem ég nefni ekki hér, en ég ræð ykkur frá því að nota þessi nýtískutæki. Lummur til dæmis eru bestar, eldaðar á kolavél! Og fáðu þér nú tólftu Napóleonskökuna elsku- legur, á meöan við ræðum kjör- dæmamálið. — Altso, — segir annar klúbb- félagi, mér sýnist spurningin snúast um það, hvort ekki sé einfaldara að fá fólkið í Reykjavík og Reykjanesi til að flytja í önnur kjördæmi, frekar en aö skipa þingmönnum að flytja Sig um set. Ég, t.d. hef komiö mér þægilega fyrir í Noröurlandskjör- dæmi syðra, og get ómögulega farið aö flytja mig um set. Hvernig getur maður unniö meö ókunnum kjördæmisráðum? — Nei, nei nei, sjáið þið! Rjóma- pönnukökur! Eg elska rjómapönnu- kökur, þó þær séu auðvitað fitandi. Það er eitthvað svo þjóðlegt við pönnukökurnar okkar. Gunnar, hvernig sultu notar þú á pönnukök- urnar, rabbabarasultu? — Það er svo merkilegt, aö einn kjósandi minn kom til mín um daginn og færði mér bláberjasultu. Hann hafði brotist upp á heiðar, af drengskap, dáð, dugnaði, og djörf- ung og lenti þar í hrakningum. En hann lokaði þá augunum, þar sem hann stóð mitt í grenjandi íslenskri náttúrafeguröinni, og hét því að færa mér sultukrukku, ef hann kæmist heill með feng sinn til byggða. Og þessi hrakningasulta er aldeilis frá- bær. Elskurnar mínar fáið ykkur eins og þið viljið. Annars fer þetta allt bara í hundinn! Og hér skulum við yfirgefa hedónistana í stjómarskrárnefndar- klúbbnum. -ÖBG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.