Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 36
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12—14 27022 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982. Næsta fyrirtæki í orkuf rekum iðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu? Öll rök hníga að því, að mati bæjarráðs Akureyrar Bæjarráö Akureyrar hefur sam- þykkt, samkvæmt tillögu Sigurðar J. Sigurðssonar og Gunnars Ragnars, að leita eftir viðræöum viö iðnaðar- ráðherra um orkufrekan iðnað á Eyjafjarðarsvæöinu. Jafnframt eru önnur sveitarfélög á Eyjafjarðar- svæðinu hvött tU að gera sÚkt hiö sama i tillögu bæjarráös sem kemur til umfjöllunar i bæjarstjórn á þriðjudag. Bæjarráð Akureyrar hefur einnig samþykkt svar viö spurningum frá samstarísnefnd um iðnþróun á Eyja- fjarðarsvæðinu. Þar kemur m.a. fram, aö bæjarráö Akureyrar „telur öll rök hníga aö þvi” að næsta fyrir- tæki i orkufrekum iðnaöi hérlendis verði á Eyjafjarðarsvæðinu. I fram- haldi af því hvetur bæjarráð stjóm- völd til aö hraða nauðsynlegum rannsóknum á svæðinu. Niðurstöður þeirra rannsókna veröi slöan lagðar til grundvallar þegar ákvörðun um shkan iðnað verður tekin, jafnframt því sem samráð verði haft við íbúa á svæöinu. -GS/Akureyri. Morfíih stuldur úr gúmbát Brotist var inn í loðnuskipiö Sanda- fell GK 82 þar sem það lá við bryggju í Hafnarfiröi aðfaranótt fimmtudagsins síöastliöins og stoliö þaðan morfíni. Innbrotið uppgötvaöist um miöjan dag á fimmtudag. Hafði verið rist á gúmbát skipsins og hann eyðilagöur. Sex morfínhylkjum úr honum var stol- ið og matarbirgðum dreift hér og þar. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessa máls sem er nú í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. -GH. Aftanákeyrsla íKópavogi Hörö aftanákeyrsla varð á Hafnar- fjarðarveginum við Vogatungu í Kópa- vogi rétt fyrir klukkan sex í gærdag. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild Borgarspítalans nokkuð slasaður. Báöir bílarnir óku eftir Hafnar- fjarðarveginum úr suðri. Á móts við Vogatunguna, þar sem ekið er inn í Kópavoginn, lenti annar bílanna, Mazda-bíll, aftan á sendiferðabíl og var áreksturinn geysilega harður. ökumaður Mazdabílsins var fluttur á slysadeild, talsvert slasaður. öku- mann sendiferðabílsins sakaði ekki. Mazdan er mjög illa farin en minna sést á sendibílnum. -JGH. Þegar sekúndur skipta máli I dag munu þúsund sölumenn skáta fara út á götumar og selja bókina Þeg- ar sekúndur skipta máli, fyrsta hjálp í umferðinni. I inngangi bókarinnar seg- ir: „Fyrstu mínúturnar eftir bílslys geta skipt sköpum fyrir slasaða. Þess vegna skiptir miklu máli að þeir sem fyrstir koma á slysstað viti hvað gera skal. Enginn veit hvenær hann kemur á slysstaö og þess vegna er nauðsynlegt að hafa aflað sér þekkingar á skyndi- hjálp. Þessi litla bók getur hjálpað þér og þínum aö öölast grunnþekkingu á skyndihjálp.” í bókinni, sem kostar eitt hundrað krónur, er að finna grund- vallarreglur skyndihjálpar og hvaða hjálpargögn telst nauðsynlegt að hafa við höndina viö aðstoð hinna slösuðu. -EG. Þrír fossar Eimskipafélagsins í Sundahöfn í gær. Fjærst er Áiafoss en nær Lagarfoss og Dettifoss. Búast má við að landfestar verði leystar á næstunni. UV-mynd: GVA. Sáttatillaga ífarmannadeilunni: SAMNINGANEFNDIR UNDIRRITUÐU Sáttasemjari lagöi í gær fram sáttatUlögu í deilu farmanna og skipafélaganna og undirrituðusamn- inganefndir hana um hádegisbil. Farmenn munu haida fund í dag þar sem ákveöiö verður hvort verkfaU- inu verði aflétt og er búist viö að svo verði. Þegar er hafin lestun nokk- urra kaupskipa og má ætla að nokk- ur þeirra leggi úr höfn um helgina. Atkvæðagreiösla farmanna um sáttatiUöguna mun taka hálfan mán- uö. -ÖEF. Flugstjóri sovésku — neitar allri samvinnu við yfirvöld í Lúxemborg Frá Valgeiri Sigurðssyni, frétta- ritara DV í Lúxemborg: Flugstjóri sovésku þotunnar, sem fórst í Lúxemborg á miðvikudags- kvöld, hefur nú verið fangelsaöur. Ákváöu yfirvöld í Lúxemborg aö grípa til þessa ráðs þar sem flug- stjórinn neitar allri samvinnu og neitar að ræða um slysið. Strangur lögregluvörður hefur verið settur um sjúkrahúsið sem aðstoðarflugmaðurinn liggur á. Aðstoðarflugmaðurinn neitar einnig að tjá sig nokkuð um flugslysið. Flugvélstjóri þotunnar er einnig í höndum lögreglu. Hann slapp ómeiddur úr slysinu eins og flug- stjórinn. Vélstjórinn er hins vegar sagður samvinnuþýðari við yfirvöld. Illa hefur gengið að afla upplýs- inga frá stjórnvöldum í Moskvu. Sovéska sendiráðiö þegir þunnu hljóði. Meðal annars þurftu ættingj- ar farþega aö bíða hátt í sólarhring eftir upplýsingum frá sovéska flug- félaginu. Orðrómur er á kreiki um að far- þegaþotan hafi verið búin njósna- tækjum til notkunar á flugi yfir Vestur-Evrópu. Ýtir sú staðreynd undir orðróminn um aö Sovétmenn hafi mótmælt harðlega er Banda- ríkjamenn frá NATO-stöðvum í Vestur-Þýskalandi’ hugöust skoða flakið. -KMU. Fri slysstað. Slökkviliðsmaður sprautar á flugstjórnarklefa sovásku þotunnar. Orðrómur er á kreiki um að þotan hafi verið búin njósna- tækjum. DV-mynd: Valgeir Sigurðsson. LOKI Rússinn ættí að hafa samanburð þegar honum verður stungið inn þegar heim kemur. þotunnar í fangelsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.