Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982.
Mótorhjól — skúlptúr eftir listamanninn Dieter Roth.
DuTERROTH
— sérstæð sýning á verknm hans er hafin í
Nýlístasafnlnu við Vatnsstíg
Svisslendingurinn Dieter
Roth hefur lengi verið í
fremstu röð framsækinna
listamanna heims. Það er
því fengur að sýningu á
verkum hans, sem nú
stendur yfir í IMýlistasafninu
við Vatnsstíg.
í Nýlistasafninu er hafin sérstæð
sýning á verkum hins heimskunna
listamanns Dieters Roth. Hún byrj-
aði í gær og mun standa fram til
sautjánda október.
Þetta er nokkurs konar yfirlitssýn-
ing á verkum Roths, allt frá því að
hann hóf fyrst afskipti af pensli og
griffli til þessa dags — og formin eru
margvísleg, hvort heldur þau er aö
finna í bókum, myndverkum, á
myndböndum eða hljómplötum.
Forsaga sýningarinnar
Allstór hluti verkanna, er getur að
skoða á sýningu þessari, eru verk
sem myndhöggvarinn Ragnar Kjart-
ansson hefur gefið safninu, en þeir
Dieter og Ragnar eru góðkunningjar,
störfuðu raunar saman um nokkurt
skeið. Það var fyrir réttum fjórum
árum að Ragnar gaf Nýlistasafninu
þessa veglegu gjöf. Þetta eru um
fimmtíu verk, þar af um tuttugu
grafíkmyndir, bókverk, nokkur
skáldveric og ljóð, auk ýmissa sérút-
gáfna á verkum listamannsins. Flest
þeirra eru merkt með persónulegum
kveðjum hans.
Eru sum þeirra aðeins til í einu
eða tveimur eintökum. Nýlistasafn-
inu er því mikill fengur að þessari
gjöf Ragnars, gífurlegur fengur
þegar hugað er að því að þessi gjöf
Ragnars var fyrirboði þess að lista-
maöurinn sjálfur sendi safninu
annan og stærri pakka af verkum
sínum, því til eignar. Þegar Dieter
hafði spumir af því aö sýning væri
fyrirhuguð á verkum hans, þeim er
félagi hans Ragnar gaf safninu, tók
hann sig nefnilega til upp á eigið ein-
dæmi, safnaði saman um þrjú hundr-
uð og sextíu til f jögur hundruð titlum
og afhenti forráðamönnum Nýlista-
safnsins, svona aö því er virðist rétt|
til að nefnd sýning yrði yfirgrips-
meiri. Þetta eru um sjötíu grafík-
myndir, tíu teikningar, milli sextíu
og hundrað bækur, póstkort, nokkur
veggspjöld, ýmiss konar hagleiks-
hlutir aðrir og hljómplötur. Þá lánar
Dieter líka á þessa sérstæðu sýningu
nokkur myndbönd.
Framsækinn
listamaður
Dieter Roth hefur verið talinn meö
sérstæðustu núlifandi listamönnum.
Hann hefur lengi verið í fremstu röð
framsækinna listamanna þeims og
verið fulitrúi þjóðar sinnar, Sviss, á
alþjóðlegum vettvangi, nú síðast á
Biennalnum í Feneyjum, þeirri virtu
heimssýningu.
Hann hefur tekið þátt í óteljandi
samsýningum í orðsins fyllstu merk-
ingu, enginn heimshluti hefur farið
varhluta af list hans. Ötaldar eru þá
einkasýningar hans, en hann heldur
að minnsta kosti fimm til átta slíkar
á hverju ári. Eru margar af þessum
sýningum farandsýningar er leggja
allan heiminn aö „fótum sínum”.
Mikill fengur er að sýningu Roths í
Nýlistasafninu, stórtíðindi fyrir alla
þá er áhuga hafa á framsækinni
myndlist, viðgangi hennar og vexti
hér á landi. í tilefni af þessari sýn-
ingu er og ástæða til að líta eilítið um
öxl og skoða lífsferQ listamannsins.
Myndlist frá
sex ára aldri
Dieter Roth er fæddur í Hannover í
Þýskalandi fyrir réttum fimmtíu og
tveimur árum. Móðir hans er þýsk
en f aðir hans hins vegar svissneskur.
Áhugi Dieters á myndlist var fljót-
lega merktur. Aðeins sex ára gamall
hóf hann myndlistarnám í fæöingar-
bæ sínum. Þetta var á uppgangstím-
um nasismans í Þýskalandi, þjóðin í
heljargreipum Hitlerssinna og
síðara heimsstríð var í seilingarfjar-
lægð.
Það fór enda svo að foreldrar Diet-
ers sendu hann til Sviss árið 1943 á
meðan stríðið stóð sem hæst. Þar var
honum komiö fyrir í skóla í Ziirich,
þar sem hann hélt myndlistarnámi
sínu áfram. Á þessum unglingsárum
sínum notaði hann ernkum blýant
og pastelliti, auk þess sem hann hóf
aðyrkja.
Að afloknu stríði fluttu foreldrar
hans til Sviss og f jölskyldan samein-
aðist á ný. Hún settist að í borginni
Herisauþarílandi.
Bjó á íslandi
rúman áratug
I Svisslandi dvaldi Dieter næstu
árin, stundaði myndlistarnám, auk
þess sem hann tók að sýna mjög
fljótlega opinberlega, kynntist víð-
Dieter Roth hefur siður en svo látið myndverkið eitt nægja i listsköpun sinni. Hann hefur leitað á langtum
fíeiri mið tii að fá útrás fyrir hæfileika sina. Hár getur til að mynda að lita eitt bókarkríii eftir hann. Hana
nefnir hann Daily Bul eða Daglegt bull til höfuðs breska stórblaðinu Daily Mirrorl
frægum listamönnum, starfaði með
þeim og sýndi.
En Dieter Roth hefur starfað víðar
en í Sviss að list sinni. Mörg önnur
lönd Evrópu og raunar aðrar heims-
álfur hafa orðið dvalarstaður
hans.
Árið 1957 flutti hann til að mynda
til Islands, settist að í Reykjavík og
bjó hér í rúmlega áratug. Hann gift-
ist íslenskri myndlistarkonu, Sigríði
Bjömsdóttur, og á með henni þrjú
börn. Á Islandi vann hann fyrir ýmsa
aðila, jafnframt því sem hann samdi
og vann að myndverkum sínum.
Öhætt er að fullyrða aö hann hafi
haft mikil áhrif á íslenskt myndlist-
arlíf á meðan á dvöl hans stóö hér-
lendis. Æ síðan hefur hann borið
sterkar tilfinningar til Islands, þá
einkum og sér í lagi til íslensks
myndlistarlífs eins og eðlilegt má
teljast. Þau verk er hann gaf
Nýlistasafninu fyrir nokkru og má
nú líta innan dyra viö Vatnsstíg bera
þess glöggt vitni að hann berviö-
gang framsækinnar myndlistar á is-
landi mjög fyrir br jósti.
Leitandi í
verkum sínum
Eins og fyrr greinir hefur Dieter
Roth haldiö ótölulegan fjölda einka-
og samsýninga út um gjörvallan
heim á listamannsferli sínum. Hann
er þekktur og virtur hvar sem hann
stígur fæti niður og leiðum hans í list-
heiminum hefur gaumgæfilega verið
fylgt eftir.
Allt frá því að hann hóf afskipti af
myndlist var hann mjög leitandi í
verkum sínum. Þessi sífellda leit
hefur raunar einkennt feril hans sem
framsækins listamanns. Hann hefur
reynt víða fyrir sér í listinni, ekkert
hefur verið honum óviðkomandi;
hann vill reyna allt, komast yfir allt,
ná tökum á öllu því sem á annaö borð
getur veitt hæfileikum hans útrás.
Og hann verður ekki einungis nefnd-
ur myndlistarmaður. Skáld er hann
einnig, kvikmyndagerðarmaður,
ja&ivel tónlistarmaður í víðri merk-
ingu þess orðs, — þúsundþjalasmið-
ur.
Lifsreynslu hans og leit aö við-
fangsefnum verður með öörum
oröum ekki þröngvað saman í fáein-
ar línur. Hana getur helst að skoða í
verkum hans sjálfs — og nokkurt
brot af þeim má sem fyrr segir sjá í
Nýlistasafninu viö Vatnsstíg þessa
dagana. -SER.