Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
Slysaalda í
Mývatnssveit
— sex manns hafa slasast og fjórir
bílar skemmst á aðeins sex dögum
Sex manns hafa slasast og fjórir
bílar skemmst mikið eða eyðilagst í
þremur umferðarslysum í Mývatns-
sveit á aðeins sex dögum. Muna menn
ekki aðra eins slysaöldu þar í sveit.
Laust eftir hádegi í fyrradag varð
árekstur á svokölluöum Kísiliöjuvegi,
skammt fyrir ofan efsta bæ í Reykja-
hverfi, sem hafði þær afleiðingar aö
f jórir slösuöust, enginn þó alvarlega að
því er talið er. ökumaöur Honda-bíls á
leið til Húsavíkur hafði runnið til í
krapi á hæð og missti bilinn út í kant.
Subaru-bíll kom þar að og í þann mund
sem bílstjóri og farþegar hans voru að
stíga út til aöstoðar, kom þriðji bíllinn,
Mazda, aðvífandi. ökumanni Mazda-
bílsins tókst ekki að hemja bíl sinn í
krapinu. Rakst Mazdan á Subaru-
bilinn. Nefbrotnaði ökumaður Subaru-
bílsins, kona í framsæti Mazda-bílsins
meiddist í baki og var flutt i sjúkrabil
til Húsavíkur. Tveir farþegar í
aftursæti Mazda-bílsins skárust í and-
liti. Báðir bíiarnir eru mikið
skemmdir.
Um miðjan dag á laugardag varð bíl-
velta á þjóðveginum rétt austan við
Námafjall. Kona á fimmtugsaldri
missti stjórn á bíi sínum með þeim
afleiðingum að hann fór út af og valt.
Konan var flutt til Húsavíkur, skorin í
andbti en óbrotin. Bíllinn, sem er
Mazda, er mikið skemmdur.
DV hefur áður skýrt frá bílveltu sem
varð siðastliðinn mánudag við norðan-
vert Mývatn, á Grimsstaðahálsi. FuU-
orðinn maður slasaðist þá mikið og var
fluttur tU Reykjavíkur eftir aðgerö á
Húsavík. BilUnn.sams konar Mazda og
í bílveltunni við NámafjaU, er talinn
ónýtur.
-KMU/Finnur Baldursson.
Þingsályktunartillaga
alþýðuflokksmanna:
Rannsóknarnefnd
kryfji verktaka
— á Kef lavíkurf lugvelli, sér í lagi
Islenska aðalverktaka
„Alþingi ályktar að fela sérstakri
rannsóknamefnd, sem skipuð sé 7
mönnum og kosin af Alþingi, að láta
fara fram ítarlega úttekt á fyrirtækinu
Islenskir aðalverktakar, enda hafi
nefndin vald til þess aö kaUa þá fyrir
sig sem hún telur eiga hlut að máli.
Nefndin skal kanna viðskipti
félagsins og dótturfyrirtækja þess frá
upphafi, umfang viðskipta, verð-
ákvarðanir, ágóða og skiptingu arðs.
Þá skal nefndin kanna öU önnur
viðskipti við vamarUðið.”
Þetta er aðalefni tUlögu tU
þingsályktunar, sem VUmundur Gylfa-
son og sex aörir alþýðuflokksmenn
flytja í sameinuöu Alþingi.
Gert er ráð fyrir að rannsóknin verði
fyrir opnum tjöldum. TUgangur
úttektar er sagður sá að kanna hvort
þessum viðskiptum megi ráöstafa
haganlegar en hingað tU.
-HERB.
Heildarniðurstöður skoðanakönnunarinnar bornar saman við niðurstöður nokkurra síð-
ustu kannana: .
Nú Fsb. '82 Okt. ‘81 Júni '81 Maí '81
Alþýðuflokkur 31 eða 5,2% 7,3% 4,3% 6,5% 6,7%
Framsóknarflokkur 66 eða 11,0% 12,2% 11,3% 14,8% 14,5%
Sjálfstæðisflokkur 150 eða 25,0% 26,8% 26,3% 26,9% 28,3%
Alþýðubandalag 42eða 7,0% 7,2% 7,2% 9,5% 12,0%
Óákveðnir 248 eða 41,3% 32,5% 36,0% 32,2% 30,6%
Vilja ekki svara 63 eða 10,5% 14,0% 14,8% 9,8% 7,8%
Ef aðeins eru teknir þeir sem taka afstöðu, verða niðurstöður könnunarinnar nú sem
hér segir (sjá línurit og samanburð við fyrri kannanir hér fyrir neðan):
Alþýðuflokkur 10,7%
Framsóknarflokkur 22,8%
Sjálfstæðisflokkur 51,9%
Alþýöubandalag v 14,5%
Línuritið sýnir breytingar é fylgi fiokkanna meðal þeirra sem afstöðu taka, alit frá þingkosningunum i 1
desember 1979.
Skiptingin kemur fram í eftirfarandi töflu:
Alþýðuflokkur Kosn. 17,4% Feb. '80 12,8% Sept. '80 13,0% Jan. '81 10,7% Maí '81 10,8% Jún. '81 11,1% Okt. '81 8,8% Fab. '82 13,7% Nú 10,7%
Framsóknarfl. 24,9% 26,3% 21,7% 23,9% 23,6% 25,8% 23,1% 22,7% 22,8%
Sjálfstæðisfl. 37,3% 43,4% 46,2% 45,6% 46,1% 46,3% 53,5% 50,2% 51,9%
Alþýðubandal. 19,7% 16,8% 18,8% 18,3% 19,5% 16,3% 14,6% 13,4% 14,5%
Aðrir 0,4% 0,7% 0,2% 1,5% — 0,5% — — —
Skipting þingsæta samkvæmt | þessu, i miðað við að Framsókn græddi eitt þingsæti á
kjördæmaskipaninni, yrði sem hér segir:
Kosn. Feb. '80 Sept. '80 Jan. '81 Mai ‘81 Jún. '80 Okt. '81 Feb. ‘82 Nú
Alþýðuflokkur 10 7 7 6 6 6 5 8 6
Framsóknarfl. 17 17 14 16 15 17 15 14 15
Sjálfstæðisfl. 22 26 28 27 28 28 32 30 31
Alþýðubandalag 11 10 11 11 11 9 8 8 8
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Gylltar á kjöl og forvitnilegar
Bókavertíðin i ár stlar að verða
með liku móti og fyrir undangengin
jól. Sá skemmtilegi siður að miða
bókaútgáfuna i iandinu við siðhaust-
ið og jólamánuðinn er orðinn fastur í
sessi, enda erum við skammdegis-
þjóð og þurfum lesningu dimmustu
mánuði ársins. Margt hefur komið til
sögunnar á síðari áratugum sem
keppir við bækur um athygli lesenda,
svo sem eins og sjónvarp, hljóm-
burðartæki og video, sem sárlega
vantar nafn yfir á íslensku. Við
getum ekki til eilífðar búið við orðið
video, eins og það er óþjált og feliur
iila að tungunni. Flutningstski þessi
hafa stundum verið kennd við mynd
með sama hætti og segulband er
kennt við segul. Myndband kallar á
orðið talband, sem engum datt í hug
að nota þegar segulbönd voru að
koma til sögunnar. Myndband er þó
kannski skásti kosturinn.
Um bskur og einstök heitl í
sambandi við þær þarf ekki að
velkjast. Þær hafa ætíð verið okkur
handhsgar og verða það lengi enn.
Tölvur og skermar taka þær ekki frá
okkur, jafnvel þótt hvert eldhús
verði á næstu áratugum búið tölvu-
búnaði vegna heimilishalds og
minnisatriða. Menn eru stundum að
segja að blöðin muni flutt í hús í
gegnum tölvuskerm. En hvað þá
með pappírs- og prentsvertulyktina,
sem er hluti af blaðalestri? Á
kannski að fara að taka af mannl
lyktina af fréttum dagsins?
Ekki er vitað um neinar sérstakar
metsölubækur á þessu hausti en þær
eru auðvitað væntanlegar. Menn
auglýsa misjafniega vel útgefnar
bækur. Sumir eru alveg innundir
vegg hjá fjölmiðlum og geta með
lagni og nokkurri kurteisi talið fólki
trú um að þeir séu að koma með
þriðju eða fjórðu útgáfu af metsölu-
bókinni þótt prentun hennar nemi
kannski ekki nema tvö þúsund ein-
tökum þegar upp er staðið. 'ónnu. út-
gáfufyrirtæki eru kurteisari í þessu
efni, enda þá svolitið konservatív,
þótt þau gefi út ailan f jandann.
Þess er að vænta að eitthvað komi
af játniugabókum fyrir jólin. Þær
hafa verið í tisku undanfarið og
sölugfldið vex eftir magni sameinaðs
táraflóðs skrásetjara og sagna-
mennskju. Þá eru tfl játningabækur
sem eru svo erfiðar í útgáfu að þær
verða frægar áður en farið er að
dreifa þeim. Aldrei heyrist um met-
sölu þeirrar tegundar bóka, sem
kannski skipta okkur mestu máli og
heyra undir einskonar heimfllssagn-
fræði. Hér er átt við fróðleik margs-
konar sem konur og kariar eru að
safna saman á ævikvöldum. Þessi
verk eru auðvitað afskaplega mis-
jöfn að gildi en í þeim leynast þó
alltaf mikflsverðar upplýsingar um
liðna tíð. Söguskráning af þessu tæi,
þegar hún heppnast vel, verður með
sanni kölluð sagnfræði þjóðar.
Á sama tima og þessu fer fram er
fóik að skrifa bækur um eidhússtörf
sín, barneignir, skyndiástir og aðra
blautlega tflvist sem gengur undir
nafninu nútimabókmenntir og á að
flytja Iesendum eitthvað nýtt. Þess-
ar bækur eru gjaman auglýstar eins
og ýsan. Glænýtt stendur þar og
maður heldur allt í einu að fisk-
búðimar hafi tekið við bóksölunni. í
þessari grein bókmennta verða til
margar stórstjömur fyrir hver jól en
era hnignar að viði i janúar. Og ekki
er vert að gleyma þeim pólitiska
iðnaði sem kemur á prent á hverju
hausti, mest megnis i þeim tilgangi
að frelsa landið undan vamarliði,
auðvaldi, fjölmiðlaherrum og Sjálf-
stæðisflokknum. Þessi pólitíski
iðnaður er kaimski gagnslaus-
astur þegar hann er kominn á bækur.
Tvær stórar útgáfur i landinu sér-
bæfa sig í honum og virðast þrifast
sæmflega.
En hvað sem liður mismunandi
erindum bóka á markað, þá er for-
vitnfleg tíð framundan. I raun má
segja að það nálgist kraftaverk,
komi út ein frambærileg bók á tiu
ára fresti. Menn skulu hafa i huga að
Heimskringla kemur ekki út á
hverju ári.
Svarthöfði.