Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
,9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Friöur og ró í Póllandi
Fyrsta mótmælabylgjan vegna
bannsins á Einingu virðist nú gengin
hjá í Póllandi þar sem fólk mætti víð-
ast hvar til vinnu sinnar í gærmorgun
og hvergi örlaði á neinum mótmælaað-
gerðum samkvæmt opinberum og
óopinberum heimildum.
Stakk gærdagurinn í stúf við götu-
Blásýru-
morðin
Þjófagæslumyndavélar kunna að
hafa tekið mynd af síðasta fórnardýri
blásýrueitrunarinnar í Bandaríkjun-
um og manninum sem ætlaði að beita
Tylenol-framleiöandann f járkúgun.
Fundist hefur mynd sem þannig var
tekin í lyfjasölu í Chicago og sést á
henni Paula Prinse, einaf sjö
manneskjum sem dóu af því að taka
inn höfuðverkjameðalið eftir að blá-
sýru haföi verið komið í þaö.
I bakgrunni myndarinnar sést
maður meö skegg og þykirhann líkjast
James Lewis, 36 ára gömlum manni,
sem leitað er að dyrum og dyngjum
vegna fjárkúgunartilraunarinnar.
Lögreglan hefur leitað á filmum úr
þjófagæslumyndavélum fjölda lyfja-
verslana vegna rannsóknar sinnar á
málinu. Lögreglan hefur sönnur fyrir
því að Lewis sendi lyfjaframleiðand-
anum fjárkúgunarbréf, en ekki þótti
víst hvort taka bæri það alvarlega. En
nú hefur verið upplýst að hann hafi eitt
sinn verið kærður fyrir morð í Kansas
City, en dómari vísaö málinu frá vegna
þess að handtakan hafi ekki verið lög-
leg.
Fólk í söfriuði Moon-
ista, eins og áhangendur
séra Sun Myung Moon eru
kallaðir, fœr ekki að
ganga í hjónaband nema
með leyfi leiðtogans, og
verður sumt að bíða árum
saman áður en því hlotn-
ast hnossið. Ein slík óska-
stund rann upp hjá Moon-
istum á dögunum í Seoul
höfuðborg Suður-Kóreu,
en þá voru gefin saman
nœr sex þúsund hjón í
einu, frá áttatíu þjóðlönd-
um. Myndin hér við hlið-
ina var tekin við það tœki-
fœri, en séra Moon og
kona hans, Hak Ja Han,
sjást hvítklœdd til vinstri
á myndinni.
óeiröirnar sem brutust út i Gdansk og
Nowa Huta í síöustu viku og höfðu þó
andófsmenn dreift í fyrradag ritling-
um þar sem skorað var á fólk að láta
frekari mótmæli í ljós með því að mæta
ekkitilstarfaígær.
Starfsmenn stálverksmiöjanna í
Varsjá sögöust þó ekki hafa vitað af
þessum verkfallsáheitum sem komu
fram í ritlingunum og virðist nú sem
þeim hafi ekki verið dreift nema til
lítils hóps.
Á flestra vitorði eru þó áskoranir um
fjögurra klukkustunda verkfall 10.
nóvember í tilefni tveggja ára afmælis
löggildingar hinna óháðu verkalýös-
samtaka. Hefur það hlotið undirtektir í
mörgum borgum og margir hafa haft
orð á þátttöku í þeim vinnustöðvunum.
Fjölmennt lögreglulið var sagt á
ferli í Nowa Huta, stáliðjuhverfi
Krakow, þar sem tvítugur rafvirki var
skotinn til bana af lögreglunni i síðustu
viku. Útför hans hefur verið ákveðin á
morgun.
Meðal helstu forvígismanna andófs-
ins eru sagöar nokkrar deilur um hvort
sniðganga eigi nýju verkalýðsfélögin,
sem stofnuð veröa núna í kjölfar af-
náms Einingar, eða hvort stefna beri
að því að ná þar undirtökunum og beita
þeim í baráttunni fyrir réttindum
verkalýðsins.
ekki við neina stoð að styðjast enda
sé hún í auglýsingaskyni gerð.
En eftir að hæstiréttur Kaliformu
úrskuröaði um árið að sambýli utan
hjónabands gæti veriö grundvöllur
„skilnaöarlífeyris” þegar samvistir
slitnuöu hafa ýmsar skrítnar máis-
sóknir litið dagsins ljós. Ein fræg-
asta tenniskona Bandaríkjanna sætti
einmitt einni slíkri af fyrrverandi
lagskonu sinni.
ErRmorðin
krabbameins
hætta?
Umhverfisvemdarsinnar í V-
Þýskalandi halda því fram að Rínar-
fljót sé svo mengað krabbameins-
valdandi eiturefnum að fimm
milljónir V-Þjóðverja séu í hættu, ef
ekki verði brugðið við sk jótt.
Það er fyrir löngu ljóst að Rín og
fleiri skipgeng fljót meginlandsins
eru hryllilega menguð. I mörg ár
hafa Hollendingar, V-Þjóðverjar og
Frakkar staöiö i samningamakki um
aðgerðir til þess að hreinsa Rin og
fleiri skipgengar þverár, en sam-
staöa aidrei náðst.
Bæjaryfirvöld í Lobith í Hollandi
hættu fyrir skemmstu aö taka
neysluvatn úr Rín eftir að í Ijós kom
að klórónítróbenzen-innihald vatns-
ins var langt yfir hættumörkum.
„Bjargið Rín” heita umhverfis-
verndaisamtök ein í Þýzkalandi og
'þau krefjast þess nú að vatn sem
tekið er úr Rín á svæðinu milli
Frankfurt og Duisburg verði efna-
greint. Það er notað af 4,5 milljónum
íbúa þessa landshluta. Sumum eitur-
e&iunum hefur verið varpað sem úr-
gangi í ána Main sem rennur í Rín
skammt frá Wiesbaden.
Konubýtti
hjákommum
Samkvæmt upplýsingum frá
blaðinu Prövdu er vodkadrykkja og
konubýtti félaga í kommúnista-
flokknum að verða að miklu vanda-
máliíSovét.
I blaðinu er að finna langa grein
þar sem fjallaö er um ósiölega lífs-
hætti sumra flokksfélaga og fer
blaðið fram á að flokksstjórnin sjái
til þess að hreinsun fari fram.
— Flokkurinn verður að gæta
betur að einkalifi félaga sinna, segir
í greininni.
Pravda álítur líka að best væri að
reka allar fyllibyttur úr flokknum og
að flokksforkólfum sem stunda
ósiölegt lifemi beri ströng refsing.
Þykir blaðinu eiimig óskiljanlegt að
félagar í kommúnistaflokknum fái
að skilja eins oft og þá lystir. Sem
dæmi um slíkt nafngreinir blaðiö
flokksfélaga sem gekk nýlega í það
heilaga í fimmta sinn.
Toyota Starlet 1000 DL, 4 dyra
árg. '80, ek. 53.000, drappl.
Verfl kr. 85.000.
TOYOTA
Nýbýlavegi 8, simi 44144.
TOYOTA
Toyota Cressida station árg.
'80, ek. 33.000 km, brúnn.
Verfl kr. 145.000.
Toyota Carina GL árg. '80, ek.
47.000 km, grár.
Verð kr. 130.000, bein sala.
Toyota Tercel 3ja dyra, 5 gira.
árg. '80, ek. 40.000 km, blár.
Verflkr. 115.000.
Toyota Corona Mark II árg.
j'77, ek. 74.000 km, grœnn.
Verð kr. 75.000.
Toyota Crown dísil '80, ek.
93.000 km, hvitur.
Verfl kr. 165.000.
Toyota Corolla Lift Back árg.
'78, ek. 57.000 km, grœnn.
Verfl kr. 95.000.
Toyota Starlet 1200, 5 gira,
árg. '81, ek. 14.000 km, kopar-
brúnn.
Verfl kr. 115.000.
Toyota Carina GL árg. '80, ek.
44.000 km, blár.
Verfl kr. 125.000.
Toyota Tercel 4ra dyra, árg.
'80, ek. 32.000 km, blár.
Verfl kr. 105.000.