Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 238. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTOBER 1982. DAGBLAÐIÐ& VÍSIR Helmingur hinna ákveðnu styður Sjálfstæðisflokk —óákveðnum fjölgar—A Iþýöuflokkur tapar Rúmur helmingur þeirra sem tóku afstööu lýsti yfir fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðana- könnun um fylgi flokkanna sem DV gerði fyrir rúmri viku. En margir tóku ekki afstöðu. Hinum óákveðnu fjölgaði frá könnun DV í febrúar úr 32,5% af heild- inni í 41,3%. A móti fækkaði þeim sem ekki vilja svara spurn- ingu um flokka úr 14% í 10,5%. Könnunin sýnir að óvissa er mik- il í pólitíkinni um þessar mundir og mikið starf framundan fyrir stjórnmálamenn að safna um sig fylgi áöur en tU kosninga kemur. Af heildinni sögðust 25% nú styðja Sjálfstæðisflokkinn, 11% Framsóknarflokkinn, 7% Alþýðubandalagið og 5,2% Alþýðuflokkinn. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn því fylgi 51,9% Framsókn 22,8%, Alþýðubandalag 14,5% og Alþýöuflokkur 10,7%. Frá síð- ustu könnun í febrúar hefur þvi dregið úr fylgi Alþýðuflokks en hinir hafa bætt við sig. -HH. —s/á nánar á bls. 4-5 og viötöl ábaksíðu Blárefur skotinn við Kleifarvatn „Mér finnst það vera áhyggjuefni ef þessi dýr fara að sleppa úr búunum. Þetta er það sem við Islendingar höf- um baríst gegn i langan tima og þaö er þvi hart ef refirnir ganga lausir.” Þessi orð mælti Þorvaldur Jóhannes- son, en hann skaut bláref i Krýsuvík við Kleifarvatn er hann var þar á ferö á laugardaginn. „Eg skaut hann með haglabyssu og virtist hann vera mjög gæfur. Ég hæfði hann ekki nógu vel í fyrsta skipti en hann drapst við það næsta,” sagði Þor- valdur ennfremur. Hann taldi vist að refurinn hefði sloppiö úr refabúinu í Krýsuvík, en hann var ómerktur. Aðspurður kvaðst Þorvaldur ætla að stoppa dýrið upp enda er það mjög tignarlegt og feldur þess fallegur með afbrigðum. Dýrið var rúmlega tíu kíló aö þyngd. —GSG Þorvaldur Jóhannesson meö blárefinn sem hann skaut við Kleifarvatn á laugardag- inn. DIf—mynd: Einar Ólason. Kona slasaöist talsvert er hún varð fyrir bil á Hverfisgötunni um hádegisbil- ið i gœrdag. Konan var á leið yfir Hverfisgötuna i átt að Smiðjustig er bill sem ók upp Hverfisgötuna lentiá henni. Að sögn lögreglunnar kvaðst öku- maðurinn ekki hafa sóð konuna fyrr en of seint en hann náði þó að draga nokkuð úr ferðinni áður en konan varð fyrir bilnum. Konan var flutt á slysa- deild Borgarspítalans. DV-mynd S. Hitaveita Ákureyrar: Greiðir húseigend- um tæringartjónið Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur samþykkt að bæta húseigendum í Gler- árhverfi það tjón sem rekja má til tær- ingar af völdum súrefnis á veitukerf- inu í sumar, en frá þeim skemmdum hefur áður verið greint í DV. Þetta kom fram í samtali DV viö Hákon Hákonarson, stjórnarformann Hita- veitunnar.ígær. Hákon taldi eðlilegast aö hlutlausir aöilar yrðu fengnir til að meta þær skemmdir sem orðið hafi hjá hverjum og einum húseiganda. Síðan greiði Hitaveitan bætur samkvæmt því mati fyrir þaö tjón sem þegar hefur orðið og kemur til með að verða af völdum áðurnefndra orsaka. Ekki hafa veríð ákveðin tímamörkí því sambandi. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.