Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
Spurningin
Hvernig líkar þór
nýja morgunútvarpið?
Ingunn Benediktsdóttir kennari: Eg
hef nú bara ekki fylgst mikið með því,
heyrði þó aðeins í morgun. Mér finnst
gott að leyfa fólki að segja sina skoðun.
Þetta er líka öllu frjálsara en var.
Sólveig Guðmundsdóttir, húsmóðir og
aðstoðarstúlka á barnaheimili: Eg
held bara aö ég hafi ekki heyrt mikið í
útvarpi. Þaö sem ég hef heyrt af
þættinum er gott. Leikfimin er mjög
góð. Hún er ólík því sem var og það
hlýtur að hafa verið erfitt fyrir nýja
manneskju aö taka viö.
Þóra Stefánsdóttir húsmóðir: Eg
fylgist ákaflega lítið með því. Samt er
nú það fyrsta sem maöur gerir á
morgnana aö kveikja á útvarpinu. Og’
þetta er allt annað og betra en var.
Morgunleikfimin er alveg sérstök,
verulega góð.
Gottfreð Árnason viðskiptafræðingur:
Mér finnst margt ágætt í því. En
fréttamenn verða að reyna að ná fram
skoðunum beggja aðila á málum. Eg
vona bara að stjómendur morgunút-
varpsins reyni það.
Ástvaldur Stefánsson málari: Mér
finnst þátturinn bara góður, fjörlegur
og skemmtilegur. Ég hlusta á hann á
leiðinni í vinnuna. Það er sjálfsagt að
breyta til annaö slagið, breytingar eru
til bóta.
Jón Kristjánsson pensjónisti: Það er
ágætt, ég fylgist með því frá 7. Það er
úr nógu að velja. Mér finnst hafa verið
skipt vel yfir. Morgunleikfimina hefði
ég viljað hafa svipaða og var, mér
finnst þetta eiginlega ekki morgunleik-
fimi.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Líkan að f yrirhuguðu útvarpshúsi.
HVERNIG UTVARPS-
STðD VIL ÉG?
Þórhallur Már Sigmundsson skrifar:
1. Utvarpsstöð, sem rekin er af aðilum
sem bæði hafa þekkingu og áhuga á
starfseminni.
2. Utvarpsstöð, sem tekur fullt tillit til
óska og þarfa sem flestra hlustenda
sem veita eigendum og starfsfólki
stöðvarinnar aðhald í sem flestu er
varðar starfsemina.
3. Utvarpsstöð, sem hefur þaö að
leiðarljósi að létta mönnum stundir
frekar en að ausa yfir hlustendur úr
hyldjúpum menningarbrunnum til
að fylla upp í einhvem menningar-
legankvóta.
4. Utvarpsstöð, sem fylgist með tækni-
legum nýjungum hjá þeim sem
lengst hafa náö (t.d. Bandarikin og
Japan) og sem reynir að bjóða
hlustendum upp á það besta á því
sviði á hverjum tíma.
5. Utvarpsstöð, sem býður
hlustendum sínum ekki upp á
útslitnar og tæknilega ónýtar plötur,
enda verði notuð bestu fáanleg
hreinsitæki til viðhalds á plötusafni
stöðvarinnar.
6. Að þeir sem koma fram í slíkri stöð
tali skýra og fallega íslensku og hafi
brennandi áhuga á starfi sínu og
leggi allan sinn metnað í það að
gera sitt besta, enda verði ekki um
neinar pólitískar æviráðningar að
ræða.
7. Að ekki sé um að ræða klukkutíma
langan upplestur á auglýsingum
og að þær verði settar fram á
smekklegan hátt, svo aö þær veröi
bæði auglýsendum og stöðinni til
sóma og hlustendum ekki til ama.
8. Að stöðin ráði sjálf sínum
útsendingartíma og að auglýsendur
og útvarpsstöð komi sér saman um
auglýsingagjald, óháð afskiptum
hins opinbera.
9. Að stöðin sé í nánum tengslum við
hlustendur (t.d. með opnum síma-
iínum og skoðanakönnunum) og að
þulir séu svo frjálslegir í framkomu
að maður hafi ekki á tilfinningunni
að þeir séu sífeilt að ávarpa hátiðar-
samkomur.
Lesendur góðir! Nú hef ég sett fram
nokkur atriöi um hvemig útvarpsstöð
ég vil og spyr þig að lokum. Hvemig
útvarpsstöð vilt þú?
Fjárhagur bæjarstjómarinnar á Neskaupstað:
Heimili sem fengi
lánað fyrir mjólkinni
Pétur Óskarsson húsasmiður, Norð-
firði, hringdi:
Eg hlustaði á Loga Kristjánsson,
bæjarstjóra í Neskaupstað, í fréttavið-
tali í útvarpinu snemma í síðustu viku.
Það snerist um slæma afkomu bæjar-
félaga á landinu.
Hann taldi að loðnubresturinn væri
ein aðalorsökin fyrir fjárhagsvandan-
um.
Eg vil'mótmæla þessu. Um loðnu-
brestinn var vitað fyrir ári síðan. Samt
var ráðist í miklar framkvæmdir á
Neskaupstað, bæði við gatnagerð og
byggingu fjölbrautaskólans. Þama
var farið allt of geyst og hefði verið vit-
urlegra að draga úr framkvæmdum
þegar fyrirsjáanlegt var að tekjur
yröu engar af loönunni.
Við stjóm bæjarfélags verður, eins
og við stjóm heimilis, að laga útgjöldin
eftir tekjunum. Það þætti léleg hús-
móðir sem þyrfti að fá lánaö fyrir
mjólkinni frá degi til dags. Ekki er
hægt endalaust að gera út á lán, það
þekki ég sjálfur af reynslunni.
Eins vil ég mótmæla því að fjárhag-
ur Neskaupstaðar sé nokkurn hlut
betri en annarra sveitarfélaga. Ég tel
mig hafa öruggar heimildir fyrir því
að bæjarsjóöur sé stórskuldugur, bæði
Spurt vegna verkfalls:
frá degi til
dagsþætti
illastjómað
við Kaupfélagiö Fram og aðra. Og um
síöustu mánaöamót gat bæjarsjóður
ekki greitt út laun fyrr en 5. eða 6. októ-
ber.
Að afsaka skuldirnar með loönu-
bresti finnst mér hins vegar einkenn-
andi fyrir alþýðubandalagsmenn. Þeir
gera allt út á lán og eitthvað væntan-
legt og kenna síðan náttúruöflunum
um þegar illa fer.
Um menntun og ábyrgö mjólkurfræðinga
Sigríður Ólafsdóttir, 7651-7665,
hringdi:
Mér er, eins og mörgum, heitt í
hamsi vegna verkfalls mjóikurfræð-
inga. Mig iangar að biðja ykkur að fá
svör við eftirfarandi spumingum:
1. Hvaöa menntun þurfa mjólkurfræð-
ingar að hafa hér á Islandi?
2. Við hvaöa vinnu starfa þeir í
mjólkurbúum?
3. Hvaða ábyrgð bera þeir gagnvart
neytendum?
4. Hve margir mjólkurfræðingar
starfa á íslandi?
Lesendur
Innan við hundrað
Það em áreiöanlega margir fleiri en
Sigríður sem gjarnan vildu spyrja
hins sama. DV hafði samband við for-
mann Mjólkurfræðingafélags íslands,
Guðmund Sigurgeirsson, Mjólkurbúi
Flóamanna, og fékk eftirfarandi svör:
1. Fjögurra ára iðnnám. Þrjú ár í
verklegu í mjólkurbúum hér heima
og síðan tæpt ár í bóklegu erlendis,
oft Danmörku. Margir taka síðan
framhaldsnám einn vetur erlendis,
en þaö þarf ekki til þess að öölast
réttindi.
2. Sjá um framleiðslu á hvers kyns
mjólkurvörum.
3. Að koma viðkvæmri neysluvöru
óskemmdri í hendur kaupenda.
4. Áttatíutilníutíu.
Mjólkurfræðingar við ostagerð í
Mjólkurbúi Flóamanna.