Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þorgeir Ástvaldsson hefur nýveriö gefiö út sína fyrstu sólóplötu. Nefnist hún Á puttanum. Þorgeir þarf vita- skuld ekki aö kynna, en blaðamaður DV skundaöi á fund hans og forvitnað- ist umplötuna. — Þú ert einn á ferö aö þessu sinni, Þorgeir. ,,Já, ég er einn á ferö í þeim skilningi að ég er lagasmiður og söngvari aö hluta til á plötunni. Þetta tækifæri barst upp í hendumar á mér og ég sló til. Einfaldlega vegna þess að maður er búinn aö vasast í þessu síöan í gagn- fræðaskóla. Eg hef oft verið í því aö kynna tónlist annarra og því þá ekki að gera eitthvað s jálfur! ” — Ogertuánægöurmeðútkomuna? „Eg er mjög ánægður með útkom- una. Samstarfið hjá okkur var mjög gott. Sérstaklega samvinnan við texta- höfundinn, Bjartmar Guðlaugsson. Textar eru oft höfuðverkur á plötum af þessu tagi, en þegar upp er staðið er maður ánægður með að hvert lag á plötunni hefur einhverja meiningu, sem tengist kannski fyrst og fremst mér persónulega. Ekkert lag varð til við píanógarminn heima, án þess að eitthvert „tema” væri haft í huga. Yfirbragðið á plötunni er auðvitað létt, en ég held að það megi finna eitthvað aðeins dýpra á henni líka. Margir af textunum urðu ekki endanlega til fyrr en í stúdíóinu, þannig að texta- höfundurinn vann ekkert síður við upp- tökurnaren ég.” — Af hverju kallarðu plötuna Á puttanum? „Það lætur náttúrlega létt í eyrum. Kannski er líka sjálfslýsing fólgin í þessu. Eg er búinn að vera á puttanum í bransanum í mörg ár og hef tekist á við ýmis verkefni. Eg hef starfaö með mörgum, flestum í stuttan tíma, en svo hefur leiðir skilið. Hver og einn má finna út úr því hvort titillinn þýðir ÞEIR SEM SÁU UM FRÉTTIR AF SCANDINAVIA TODAY Islensku dagblöðin fylgdust grannt með opnun Norrænu menningar- kynningarinnar og för forseta Is- lands til Bandaríkjanna. Ekki var laust við aö fréttamenn og fréttarit- arar íslenskra f jölmiöla hefðu nóg að gera, enda landinn sólginn í nýjustu fréttir af forseta sínum á erlendri grund og kynningu á íslenskri og norrænni menningu vestanhafs. Myndin hér fyrir ofan var tekin í, Seattle og sýnir nokkra þeirra sem öfluðu okkur fréttanna. Þau eru frá vinstri: Olafur Magnússon, sem tók myndir fyrir Morgunblaðið, og fréttaritari sama blaös í Bandaríkj- unum, Anna Bjamadóttir. Viö hlið hennar er bílstjóri sem keyrði þau í Seattle og lengst til vinstri Guðlaug- ur Tryggvi Karlsson sem tók myndir og aflaði frétta fyrir Dagblaðið og Vísi og Tímann. ás. puttaferðalag sem varir einn dag eða heila mannsævi. Eins er uppbygging plötunnar eins og puttaferðalag. Þau eru hvert öðru ólík, bæði hvað varðar laglínu og texta. En útsetningar og handbragð hljóðfæraleikaranna sjá fyrir heildarsvip plötunnar.” — Umhvaðfjallatextamir? „Það er komiö inn á húsbyggingar ungs fólks, þama er grinsaga um líkamsræktaræöið, jafnréttismál ber á góma (þar þráttum við Diddú), fata- tískan fær sinn skammt. Nú, svo spáir Shady Owens fyrir mér i einu lagi, þarna má finna óö til hins «C Þorgeir Ástvaldsson eri fyrsta skiptieinn á ferð a nýju plötunni Á puttanum . íslenska bilstjóra, þú kannast við hann, það er þessi með malbikaöa hjartað. Og ekki má gleyma gorti um gömlu góðu dagana en um það sér Halldór Kristinsson, gamall vinur sem lék með mér í unglingahljómsveitinni Tempó í gamla daga og síðar með Þremurápalli.” — Hverjirleikameöþéráplötunni? „Diddú, Ellen Kristjánsdóttir, Helga Möiler, Halldór Kristinsson og Shady Owens syngja, auk mín. Við Gunnar Þórðarson útsettum tónlistina og ýms- ir íslenskir og erlendir hljóðfæraleik- arar koma við sögu, t.d. L'ouis Jardin.” — Ætlar þú aö halda áfram á sömu braut? „Mig langar til að fikta áfram við þetta og þá í öðrum dúrum og mollum, enda kann ég best við þetta á puttan- um. En ef ég held áf ram verður tónlist- in öðruvísi.” — Fylgir þúplötunnieitthvaðeftir? „Eg hef í hyggju að koma fram einn og með hljómsveitum, og þá vonandi bæði í Reykjavík og úti á landi.” ás. Nýi blaðamaðurinn á Vestfirska fréttablaðinu Sigurjón Valdimarsson er maöur nefndur og hóf sá störf sem blaöa- maöur við Vestfirska fréttablaðið um síðustu mánaðamót. Blaðamenn DV rákust inn á skrifstofu hans á dögunum og hittu vel á því þar sat hann, bros- andi út aö eyrum, með sitt fyrsta ein- tak í höndunum. Sagðist ætla að geyma það og láihonum hver sem vill. Sigurjón er ekki ókunnugur blaða- heiminum því hann starfaði í 2 ár á Vísi og leysti í sumar af á Tímanum. Þann 1. september hætti hann þar og fór á fjöll, eins og hann sjálfur sagði. Komið hefur til tals að gefa út verk um nútíma göngur og verður Sigurjón rit- stjóri þess. Hann fór því í tvennar göngur í haust og hyggur á fleiri enda fannst manninum gaman í meira lagi. Loks má nefna að kappinn var einn af stofnendum hestamannablaðsins Eiðfaxa, og fyrsti ritstjóri þess, og sveitarstjóri á Suðureyri. Vestfirska fréttablaðið var stofnað í nóvember 1975 og hefur þróast úr 4ra siöna blaöi sem kom út mánaöarlega í að vera vikublað, allt að 8 síður. Áhersla er lögð á fréttir og greinar um menn og málefni. Upplag blaðsins er 1800 eintök, um það bil 1 blað á hver ja 6 íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Þó verður að geta þess að ekki aðeins heimafólk kaupir blaöiö, mörgum burtfluttum úr fjórðungnum færir það vikulegar fréttir úr heimabyggöunum. Blaðið er selt í póstáskrift út um allt land. JBH. Sigurjón Valdimarsson með sitt fyrsta eintak af Vestfirska frétta- blaðinu. DV-mynd:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.