Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 18
TIL SÖLU Vökvadrifinn skotholubor á krana. J.C.B. traktors- grafa III-D 1978. VW rúgbrauð '73, ódýr, Ford D 300 '68 með palli og sturtum, selst ódýrt, ný vél. Bronco '71, mjög góður bíll, allur nýtekinn i gegn. Kæliklefi með tækjum, selst ódýrt. Skipti og greiðslukjör. Uppl. í síma 36135 og 44018. Bygging 7á Landspítalalóð Loftræsitæki Tilboð óskast í smíöi og uppsetningu á loftræsitækjum í blásaraklefa byggingar 7 á Landspítalalóð í Reykjavík. Frágangi útsogsgreina skal lokið 15. desember 1982 og öllu verkinu skal skila 1. febrúar 1983. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 í Reykjavík, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. nóvember 1982 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 RITARI Viljum ráöa ritara á skrifstofu framkvæmda- stjóra nú þegar. Starfið krefst góðrar menntunar og enskukunn- áttu ásamt færni í skrifstofustörfum og hæfni til að vinna sjálfstætt. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöö á skrifstofu Starfsmannahalds. SAMVSNNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 fUNGIR MYNDLISTARMEIMIM 1983 Stjórn Kjarvalsstaða efnir til sýningar á verkum ungra myndlistarmanna, 30 ára og yngri, dagana 5.—20. febrúar nk. Frestur til að skila verkum á sýninguna er til 10. janúar nk. Sérstök dómnefnd fjallar um innsend verk og velur á sýninguna. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem valin verða. Þá verður og veittur ferðastyrkur og velur dómnefnd úr hópi þátttakenda þann sem styrk hlýtur. 26. október 1982 Stjórn Kjarvalsstaða. Rekstrarstyrkir tii sumardvalarheimila í fjárlögum fyrir árið 1982 eru veittar 43.500 kr. til rekstrar sumardvalarheimila og vistheimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem reka barnaheimili af framangreindu tagi. Umsóknir um styrk af fé þessu vegna rekstrarins 1982 skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund heimilis, tölu dvalarbama og aldur, dvalardaga samtals á árinu miðað við heils dags vist, fjárhæð daggjalda, upplýsingar um húsnæði (stærð, búnað og aðra aðstöðu) og upplýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og menntun). Ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins fyrir árið 1982. Sérstök umsóknareyðublöö fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 22. október 1982. Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi. „Atvinnuástandið hefur batnað með tilkomu nýja togarans” — segir Gunnlaugur Ingvarsson á Djúpavogi „Atvinnuástandið hefur batnað nokkuð frá þvi að við fengum nýjan togara í desember í fyrra,” sagði Gunnlaugur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpa- vogi, er blaðamaður DV innti hann eft- ir hvemig atvinnuástandið væri á Djúpavogi. Um helgina hófst 13. leikárið í Leikbrúöulandi. Að vanda verða fastar sýningar í vetur á sunnudögum kl. löaðFríkirkjuvegi 11. Verkefni vetrarins heitir „Þrjár þjóðsögur — Gópa, Umskiptingurinn og Púkablístran.” Sögumar eru eftir Bryndísi Gunnarsdóttur, Ernu Guðmarsdóttur, Hallveigu Thorlacius og Helgu Steffensen. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Þjóösögumar vom frumsýndar á brúðuleikhúshátíð á Kjarvalsstöðum í „Það var algjört vandræðaástand hér um tíma en síðan við fengum togarann hefur þetta skánað,” sagði Gunnlaugur. „Togarinn hefur reynst vel, skilað inn töluverðu aflaverðmæti. Og einnig hefur þaö munað miklu að frystihúsið hefurkomist í gagnið.” Frystihúsið og togarinn em hvor- vor. Leikbrúðulandi var boðið á norræna brúðuleikhúshátíð í Vasa í Finnlandi með þessa sýningu og stóð hún frá 31. mai til 6. júni og voru þjóðsögumar sýndar fjórum sinnum. Leikbrúðulandi hefur verið boðið að taka þátt í næstu brúðuleikhúshátiö í Vasa næsta vor. I tengslum við þessa hátíð verður haldið námskeið fyrir at- vinnufólk í brúðuleikhúsi. Einn af kennurunum verður Messíana Tómas- dóttir. -gb. tveggja í eigu Búlandstinds, en það fyrirtæki eiga samvinnuhreyfingin, Búlandshreppur og nokkrir einstakl- ingar á Djúpavogi. „Það má segja að það sé komin undirstaða undir atvinnulífið hér núna. Það vinna um 75 manns hjá okkur og þegar síldin er líka þurfum við auka- vinnuafl. Hér em 18 Vestur-lslending- ar frá Kanada við vinnu og til að kynn- ast landi og þjóð. Við gætum ekki haldiö úti fiskvinnslu, slátmn og sildarsöltun ef við hefðum þá ekki. Það er sem sé komin undirstaða undir at- vinnulífið núna. En á stiðasta áratug gekk útgerðin erfiðlega. Bátamir vom seldir og menn sátu uppi með hálfklár- að frystihúsið. Það var áratug í bygg- ingu og fjármagnskostnaöur mikill af því en engar tekjur.” Aðspurður um rekstrarafkomuna núna, sagði Gunnlaugur að það væri að mörgu leyti enn erfiðari staða á D júpa- vogi en annars staðar. „Mikill fjár- magnskostnaður bætist við venjulegan rekstrarvanda og skuldahala. Togar- inn var keyptur á erlendum lánum og vitaskuld er mikill fjármagns- kostnaöur vegna frystihússins sem skilaði ekki aröi i mörg ár. Það segir sína sögu að 25% af afla- verðmæti sem togarinn halar inn fer til opinberra sjóða vegna lána. 30—40% fer í olíukostnað og 40—45% í manna- hald. Þama förum við yfir 100% þannig aö fjármagnsstaðan er afskap- legaerfið.” Um efnahagsaðgerðir ríkisstjómar- innar sagði Gunnlaugur aö hann væri ekki farinn að sjá hvaöa áhrif þær hefðu. „En ég er hræddur um að það verði að grípa aftur til aögerða innan skamms.” — Hvemig hefur síldarvertíðin verið? „Þetta hefur farið hægt af stað, síldin hefur verið norðarlega en við vonum að hún fari að stinga sér inn í firðina. Menn biðu hérna eftir stór- streymi, það er kannski bara hjátrú, en það er sagt að hún leiti til lands á stórstreymi.” ás. Verkefni Leikbrúðulands i vetur verða þrjir — Gópa, Umskip tingurinn og Púkablistran. Púkablýstran og fleira gott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.